Fasteignaskattur í Reykjavík fer með himinskautum Pétur Kristjánsson skrifar 15. apríl 2024 11:00 Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár. Það sem mig grunaði kom í ljós, að fasteignagjöld Reykjavíkurborgar höfðu hækkað langt umfram verðlag. Gögnin fékk ég í gagnasafni Reykjavíkurborgar (Mínar síður) en upplýsingar um verðlagsbreytingar sótti ég til Hagstofunnar. Ég miða stöðu verðlags við desembermánuð næst á undan álagsári, þ.e. verðlagsvísitala desembers 2010 fyrir gjaldálagningu 2011 og svo koll af kolli. Hér er aðeins fjallað um fasteignaskatt og fasteignamat en ekki fjallað önnur gjöld eins og t.d. sorphirðugjald þó fullt tilefni væri til þess. Hækkanir á fasteignagjöldum í Reykjavík að undanförnu eru miklar og bera vitni um okur og/eða stjórnleysi nema hvort tveggja sé. Hver er skýringin á því að fasteignaskattur hefur hækkað margfalt meira en verðlag? Það er einkum tvennt, meingölluð lagasetning og svo álagning sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum ber Mannvirkjunarstofnun að reikna út fasteignamat mannvirkja og skal stofnunin miða við markaðsverð fasteigna í febrúar ár hvert. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að stofnunin meti verð á fasteignum í samræmi við markaðsverð þeirra. Hins vegar er það fullkomlega galið að nota markaðsverð fasteigna sem stofn að fasteignaskatti. Þeir stjórnmálamenn sem heimiluðu sveitarfélögum að miða fasteignaskatt við fasteignamat fá falleinkunn. Tekjur af fasteignaskatti koma markaðsverði húseigna ekkert við, því þessar tekjur eru notaðar í venjulegan rekstur í sveitarfélaginu. Sá rekstarkostnaður er frekar bundinn almennu verðlagi og ætti því alls ekki að breytast umfram breytingar þess. Það gengur einfaldlega ekki að miða þennan tekjustofn sveitafélaganna við húsnæðisverð, vöruflokkur sem sveiflast mikið, aðallega upp á við, og er háður framboði og eftirspurn. Framboð húsnæðis stjórnast að verulegu leyti af framboði af byggingarlandi sem er jú stjórnað af sveitarfélögunum sjálfum. Hér er kannski komin skýringin á skorti á byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á húsnæði leiðir til hækkunar íbúðaverðs og um leið hækkunar á fasteignaskatti, fyrirhafnarlaust fyrir sveitarfélagið. Álagning sveitarfélaga á fasteignaskatti má vera allt að 0,5% af fasteignamati. Þar sem fasteignamat er hlutfallslega lágt úti á landi er væntanlega gert ráð fyrir að sveitarfélög þar noti háa álagningarprósentu eða nálægt hálfa prósentinu. Í Reykjavík, þar sem fasteignamat er hæst, er innheimt 0,18 % af fasteignamati. Sveitarfélögum er í lófa lagið að breyta álagningarhlutfallinu í takt við stöðu fasteignamats, svo lengi sem þau halda sig innan hálfa prósentsins. Þó fasteignarskattur hafi hækkað um rúm 20% milli áranna 2023 og 2024, í verðbólgu sem mældist 5,9% miðað við byggingarvísitölu en 7,9% sé miðað við neysluverðsvísitölu, halda borgaryfirvöld því fram að þau hafi ekki hækkað skattinn. Hann er hinn sami 0,18 %. Þetta er blekking því húsnæðisverð (fasteignamat) hefur hækkað um 20% en almennt verðlag aðeins á bilinu 5,9% til 7,9%. Það er kannski ekki óeðlilegt að sveitarfélögum sé heimilt að verðtryggja tekjustofna sína en það verður að taka mið af þeim rekstrarkostnaði sem tekjurnar eru notaðar í. Byggingarvísitala er reiknuð út frá fjölmörgum kostnaðarliðum sem tengjast framkvæmdum ýmiss konar og því raunhæft að nota hana til þess að verðtryggja þessa tekjustofna. Enn betra gæti verið að nota meðaltalsbreytingar á byggingar- og neysluverðsvísitölu til verðtrygginga. 'Tillaga til nauðsynlegra breytinga á ákvörðun fasteignaskatts.' Ég legg til að álagningu fasteignaskatts verði breytt og viðeigandi lagabreytingar gerðar. Til hliðsjónar verði höfð álagning vatns- og fráveitugjalds smkv. lögum nr. 32/ 2004 og 9/2009. Í stað þess að nota hlutfall af fasteignamati verði notað gjald per fermetra húseignar. Heimilt verði að binda gjaldið meðaltalsbreytingu byggingarvísitölu eins og gert er varðandi vatns- og fráveitugjaldið (hægt væri að útfæra fermetragjaldið t.d. með blöndu af mismunandi húsnæðis- og lóðarfermetragjaldi). Hefði fasteignaskatturinn verið verðtryggður með þessum hætti fyrir húseignina Skógarsel 25 Rvk árið 2011 og hingað til væri fasteignaskattur eignarinnar fyrir árið 2024 kr. 159.000 en ekki kr. 234.630 sem hann er. Vilji sveitarfélag auka tekjur sínar af fasteignaskatti þyrfti það einfaldlega auka framboðið af byggingarlóðum. Allar upphæðir hér eru af gjaldlagningu eigins húsnæðis fengnar úr skjalasafni Reykjavíkurborgar. Tölur um verðlagsbreytingar eru fengnar úr skjalasafni Hagstofunnar. Frá árinu 2011 til ársins 2024 hefur fasteignamat hækkað um 230% það hefur 3,3 faldast! Fasteignaskattur hefur hækkað um 165 % á meðan byggingarvísitala hefur hækkað um 85 % og neysluverðsvísitala aðeins um 65%!!! Höfundur er rekstrartæknifræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Reykjavík Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár. Það sem mig grunaði kom í ljós, að fasteignagjöld Reykjavíkurborgar höfðu hækkað langt umfram verðlag. Gögnin fékk ég í gagnasafni Reykjavíkurborgar (Mínar síður) en upplýsingar um verðlagsbreytingar sótti ég til Hagstofunnar. Ég miða stöðu verðlags við desembermánuð næst á undan álagsári, þ.e. verðlagsvísitala desembers 2010 fyrir gjaldálagningu 2011 og svo koll af kolli. Hér er aðeins fjallað um fasteignaskatt og fasteignamat en ekki fjallað önnur gjöld eins og t.d. sorphirðugjald þó fullt tilefni væri til þess. Hækkanir á fasteignagjöldum í Reykjavík að undanförnu eru miklar og bera vitni um okur og/eða stjórnleysi nema hvort tveggja sé. Hver er skýringin á því að fasteignaskattur hefur hækkað margfalt meira en verðlag? Það er einkum tvennt, meingölluð lagasetning og svo álagning sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum ber Mannvirkjunarstofnun að reikna út fasteignamat mannvirkja og skal stofnunin miða við markaðsverð fasteigna í febrúar ár hvert. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að stofnunin meti verð á fasteignum í samræmi við markaðsverð þeirra. Hins vegar er það fullkomlega galið að nota markaðsverð fasteigna sem stofn að fasteignaskatti. Þeir stjórnmálamenn sem heimiluðu sveitarfélögum að miða fasteignaskatt við fasteignamat fá falleinkunn. Tekjur af fasteignaskatti koma markaðsverði húseigna ekkert við, því þessar tekjur eru notaðar í venjulegan rekstur í sveitarfélaginu. Sá rekstarkostnaður er frekar bundinn almennu verðlagi og ætti því alls ekki að breytast umfram breytingar þess. Það gengur einfaldlega ekki að miða þennan tekjustofn sveitafélaganna við húsnæðisverð, vöruflokkur sem sveiflast mikið, aðallega upp á við, og er háður framboði og eftirspurn. Framboð húsnæðis stjórnast að verulegu leyti af framboði af byggingarlandi sem er jú stjórnað af sveitarfélögunum sjálfum. Hér er kannski komin skýringin á skorti á byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á húsnæði leiðir til hækkunar íbúðaverðs og um leið hækkunar á fasteignaskatti, fyrirhafnarlaust fyrir sveitarfélagið. Álagning sveitarfélaga á fasteignaskatti má vera allt að 0,5% af fasteignamati. Þar sem fasteignamat er hlutfallslega lágt úti á landi er væntanlega gert ráð fyrir að sveitarfélög þar noti háa álagningarprósentu eða nálægt hálfa prósentinu. Í Reykjavík, þar sem fasteignamat er hæst, er innheimt 0,18 % af fasteignamati. Sveitarfélögum er í lófa lagið að breyta álagningarhlutfallinu í takt við stöðu fasteignamats, svo lengi sem þau halda sig innan hálfa prósentsins. Þó fasteignarskattur hafi hækkað um rúm 20% milli áranna 2023 og 2024, í verðbólgu sem mældist 5,9% miðað við byggingarvísitölu en 7,9% sé miðað við neysluverðsvísitölu, halda borgaryfirvöld því fram að þau hafi ekki hækkað skattinn. Hann er hinn sami 0,18 %. Þetta er blekking því húsnæðisverð (fasteignamat) hefur hækkað um 20% en almennt verðlag aðeins á bilinu 5,9% til 7,9%. Það er kannski ekki óeðlilegt að sveitarfélögum sé heimilt að verðtryggja tekjustofna sína en það verður að taka mið af þeim rekstrarkostnaði sem tekjurnar eru notaðar í. Byggingarvísitala er reiknuð út frá fjölmörgum kostnaðarliðum sem tengjast framkvæmdum ýmiss konar og því raunhæft að nota hana til þess að verðtryggja þessa tekjustofna. Enn betra gæti verið að nota meðaltalsbreytingar á byggingar- og neysluverðsvísitölu til verðtrygginga. 'Tillaga til nauðsynlegra breytinga á ákvörðun fasteignaskatts.' Ég legg til að álagningu fasteignaskatts verði breytt og viðeigandi lagabreytingar gerðar. Til hliðsjónar verði höfð álagning vatns- og fráveitugjalds smkv. lögum nr. 32/ 2004 og 9/2009. Í stað þess að nota hlutfall af fasteignamati verði notað gjald per fermetra húseignar. Heimilt verði að binda gjaldið meðaltalsbreytingu byggingarvísitölu eins og gert er varðandi vatns- og fráveitugjaldið (hægt væri að útfæra fermetragjaldið t.d. með blöndu af mismunandi húsnæðis- og lóðarfermetragjaldi). Hefði fasteignaskatturinn verið verðtryggður með þessum hætti fyrir húseignina Skógarsel 25 Rvk árið 2011 og hingað til væri fasteignaskattur eignarinnar fyrir árið 2024 kr. 159.000 en ekki kr. 234.630 sem hann er. Vilji sveitarfélag auka tekjur sínar af fasteignaskatti þyrfti það einfaldlega auka framboðið af byggingarlóðum. Allar upphæðir hér eru af gjaldlagningu eigins húsnæðis fengnar úr skjalasafni Reykjavíkurborgar. Tölur um verðlagsbreytingar eru fengnar úr skjalasafni Hagstofunnar. Frá árinu 2011 til ársins 2024 hefur fasteignamat hækkað um 230% það hefur 3,3 faldast! Fasteignaskattur hefur hækkað um 165 % á meðan byggingarvísitala hefur hækkað um 85 % og neysluverðsvísitala aðeins um 65%!!! Höfundur er rekstrartæknifræðingur á eftirlaunum.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun