Frelsið er yndislegt Birgir Birgisson skrifar 14. apríl 2024 11:02 Undanfarin 12 ár hafa samtökin Barnaheill starfrækt verkefni sem ber yfirskriftina Hjólasöfnun Barnaheilla. Nú á 13. starfsárinu, eftir sérstaklega árangursríkt samstarf síðastliðið sumar, hafa samtökin valið að afhenda Reiðhjólabændum verkefnið til umsjónar í framtíðinni. Þar ræður miklu sú góða aðstaða sem Reiðhjólabændur hafa byggt upp í aðsetri sínu að Sævarhöfða 31 við Elliðárósana í Reykjavík. Í fyrsta skipti er verkefnið ekki háð því að fá lánað eitthvert iðnaðarhúsnæði í skamman tíma heldur er hægt að safna hjólum og gera við þau allt árið um kring. Í öllum sínum einfaldleika gengur verkefnið út á að safna saman þreyttum hjólum sem fólk er hætt að nota, hjólum sem yngstu börnin í fjölskyldunni eru vaxin upp úr eða óskilahjólum sem fylla hjólageymslur fjölbýlishúsa, og koma þeim í hendur sjálfboðaliða sem laga þau með dyggum stuðningi reiðhjólaverslana og annarra fyrirtækja sem styðja verkefnið. Nú í aprílmánuði nýtur verkefnið stuðnings Sorpu, sem hefur tekið frá sérstök svæði á öllum móttökustöðvum, þar sem fólk getur skilið eftir reiðhjól sem það vill gefa í söfnunina. Reiðhjólabændur sjá svo um að sækja hjólin reglulega og koma þeim að Sævarhöfða 31, á verkstæði félagsins. Þegar hjólin hafa verið löguð og eru orðin nothæf og örugg er þeim svo úthlutað til fólks sem hefur engar aðrar leiðir til að eignast reiðhjól. Þetta er eingöngu mögulegt vegna þeirra sjáflboðaliða sem gefa vinnu sína við að lagfæra reiðhjólin. Sumarið 2023 var þannig hægt að laga um 1.400 reiðhjól, af þeim 1.750 hjólum sem söfnuðust. Þetta eru háar tölur, sérstaklega í ljósi þess að það getur tekið góða stund að koma gömlu reiðhjóli í nothæft ástand og því eru vinnustundirnar að baki þessum fjölda mjög margar. Með aðstoð fjölmargra fulltrúa sem starfa á félagsmálaskrifstofum víða um landið, er skjólstæðingum þeirra hjálpað til að fylla út einfalt umsóknareyðublað, sem í fyrsta skipti er gert aðgengilegt á nokkrum tungumálum. Út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram eru fundin viðeigandi reiðhjól við hæfi hvers og eins umsækjanda, eftir því sem framboð reiðhjóla leyfir. Að svo miklu leyti sem hægt er, reyna aðstandendur verkefnisins að útvega hjólahjálma, lása og bjöllur fyrir hvert hjól. Þessi hluti verkefnisins er eingöngu mögulegur vegna aðstoðar þeirra fyrirtækja sem styrkja starfið með því að kaupa þennan búnað frá reiðhjólaverslunum og gefa verkefninu til úthlutunar til umsækjenda. Markmiðið í ár er að gera við og úthluta 1.500 reiðhjólum til nýrra eigenda. Við sem stöndum að verkefninu erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að markmiðið náist og erum ákaflega þakklát Velferðarsviði Reykjavíkur, sem hefur stutt verkefnið síðastliðin ár með rausnarlegu fjárframlagi. En frumforsenda þess að markmiðið náist er að fólk sé reiðubúið til að gefa þreyttu hjólin sín í söfnunina. Við viljum því biðla til allra þeirra sem eiga reiðhjól sem gætu hentað í verkefnið að koma þeim sem fyrst á næstu móttökustöð Sorpu eða afhenda þau á verkstæðinu okkar við Sævarhöfða 31. Þeim sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við lagfæringar á hjólum er bent á að senda skilaboð í netfangið hjolasofnun@gmail.com Að gerast sjálfboðaliði í hjólaviðgerðum krefst engrar reynslu eða sérstakrar kunnáttu og er í raun bæði ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að læra að sinna viðhaldi reiðhjóla. Fólk sem langar að læra grunnatriðin í viðhaldi reiðhjóla getur því bæði sparað sér námskeiðsgjaldið og gert góðverk í leiðinni. Með því annað hvort að leggja verkefninu til gamalt reiðhjól eða örfáar klukkustundir í sjálfboðavinnu getur fólk þannig gefið börnum sem búa við erfiðar aðstæður stærstu frelsisupplifun sem völ er á. Og við sem höfum reynslu af því að sjá börnin brosandi taka við “nýju” reiðhjólunum sínum og renna inn í sumarið mælum eindregið með þeirri lífsreynslu.Það eru okkar verðlaun og þið eruð velkomin að deila þeim með okkur.Höfundur er formaður grasrótarsamtakanna Reiðhjólabændur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Undanfarin 12 ár hafa samtökin Barnaheill starfrækt verkefni sem ber yfirskriftina Hjólasöfnun Barnaheilla. Nú á 13. starfsárinu, eftir sérstaklega árangursríkt samstarf síðastliðið sumar, hafa samtökin valið að afhenda Reiðhjólabændum verkefnið til umsjónar í framtíðinni. Þar ræður miklu sú góða aðstaða sem Reiðhjólabændur hafa byggt upp í aðsetri sínu að Sævarhöfða 31 við Elliðárósana í Reykjavík. Í fyrsta skipti er verkefnið ekki háð því að fá lánað eitthvert iðnaðarhúsnæði í skamman tíma heldur er hægt að safna hjólum og gera við þau allt árið um kring. Í öllum sínum einfaldleika gengur verkefnið út á að safna saman þreyttum hjólum sem fólk er hætt að nota, hjólum sem yngstu börnin í fjölskyldunni eru vaxin upp úr eða óskilahjólum sem fylla hjólageymslur fjölbýlishúsa, og koma þeim í hendur sjálfboðaliða sem laga þau með dyggum stuðningi reiðhjólaverslana og annarra fyrirtækja sem styðja verkefnið. Nú í aprílmánuði nýtur verkefnið stuðnings Sorpu, sem hefur tekið frá sérstök svæði á öllum móttökustöðvum, þar sem fólk getur skilið eftir reiðhjól sem það vill gefa í söfnunina. Reiðhjólabændur sjá svo um að sækja hjólin reglulega og koma þeim að Sævarhöfða 31, á verkstæði félagsins. Þegar hjólin hafa verið löguð og eru orðin nothæf og örugg er þeim svo úthlutað til fólks sem hefur engar aðrar leiðir til að eignast reiðhjól. Þetta er eingöngu mögulegt vegna þeirra sjáflboðaliða sem gefa vinnu sína við að lagfæra reiðhjólin. Sumarið 2023 var þannig hægt að laga um 1.400 reiðhjól, af þeim 1.750 hjólum sem söfnuðust. Þetta eru háar tölur, sérstaklega í ljósi þess að það getur tekið góða stund að koma gömlu reiðhjóli í nothæft ástand og því eru vinnustundirnar að baki þessum fjölda mjög margar. Með aðstoð fjölmargra fulltrúa sem starfa á félagsmálaskrifstofum víða um landið, er skjólstæðingum þeirra hjálpað til að fylla út einfalt umsóknareyðublað, sem í fyrsta skipti er gert aðgengilegt á nokkrum tungumálum. Út frá þeim upplýsingum sem þar koma fram eru fundin viðeigandi reiðhjól við hæfi hvers og eins umsækjanda, eftir því sem framboð reiðhjóla leyfir. Að svo miklu leyti sem hægt er, reyna aðstandendur verkefnisins að útvega hjólahjálma, lása og bjöllur fyrir hvert hjól. Þessi hluti verkefnisins er eingöngu mögulegur vegna aðstoðar þeirra fyrirtækja sem styrkja starfið með því að kaupa þennan búnað frá reiðhjólaverslunum og gefa verkefninu til úthlutunar til umsækjenda. Markmiðið í ár er að gera við og úthluta 1.500 reiðhjólum til nýrra eigenda. Við sem stöndum að verkefninu erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að markmiðið náist og erum ákaflega þakklát Velferðarsviði Reykjavíkur, sem hefur stutt verkefnið síðastliðin ár með rausnarlegu fjárframlagi. En frumforsenda þess að markmiðið náist er að fólk sé reiðubúið til að gefa þreyttu hjólin sín í söfnunina. Við viljum því biðla til allra þeirra sem eiga reiðhjól sem gætu hentað í verkefnið að koma þeim sem fyrst á næstu móttökustöð Sorpu eða afhenda þau á verkstæðinu okkar við Sævarhöfða 31. Þeim sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og aðstoða við lagfæringar á hjólum er bent á að senda skilaboð í netfangið hjolasofnun@gmail.com Að gerast sjálfboðaliði í hjólaviðgerðum krefst engrar reynslu eða sérstakrar kunnáttu og er í raun bæði ódýrasta og fljótlegasta leiðin til að læra að sinna viðhaldi reiðhjóla. Fólk sem langar að læra grunnatriðin í viðhaldi reiðhjóla getur því bæði sparað sér námskeiðsgjaldið og gert góðverk í leiðinni. Með því annað hvort að leggja verkefninu til gamalt reiðhjól eða örfáar klukkustundir í sjálfboðavinnu getur fólk þannig gefið börnum sem búa við erfiðar aðstæður stærstu frelsisupplifun sem völ er á. Og við sem höfum reynslu af því að sjá börnin brosandi taka við “nýju” reiðhjólunum sínum og renna inn í sumarið mælum eindregið með þeirri lífsreynslu.Það eru okkar verðlaun og þið eruð velkomin að deila þeim með okkur.Höfundur er formaður grasrótarsamtakanna Reiðhjólabændur.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun