Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 23:54 Hunter Biden, sonur Joes Biden, með Jill Biden, stjúpmóður sinni í síðasta mánuði. Biden-hjónin hafa staðið með syni sínum sem hefur átt við fíknivanda að stríða um árabil. AP/Alex Brandon Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. Hunter Biden er ákærður fyrir að ljúga um vímuefnaneyslu sína þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018 og ólöglega vörslu á byssunni. Hann er fyrsta barn sitjandi Bandaríkjaforseta sem er ákært fyrir glæp og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Biden kröfðust þess að ákærunum væri vísað frá vegna þess að lögin sem þær byggðu á stæðust líklega ekki stjórnarskrá eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna víkkaði út réttindi fólks til skotvopnaeignar árið 2022. Þá færðu verjendurnir rök fyrir því að Biden hefði gert bindandi samkomulag við saksóknara um að hann yrði ekki ákærður fyrir brotin. Því samkomulagi var rift síðasta sumar eftir að í ljós kom að sérstakur rannsakandi sem rannsakaði Biden og verjendur hans lögðu ekki sama skilning á efni þess. Eins og stendur eiga réttarhöldin í byssumálinu að hefjast 3. júní. Biden er einnig ákærður fyrir skattvik í öðru dómsmáli en það á að hefjast 20. júní. Þar á hann yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsisdóm. Donald Trump, mótherji Joes Biden, á sjálfur yfir höfði sér fjögur sakamál. Hann er meðal annars ákærður í tengslum við árás stuðningsmanna hans á þinghúsið 6. janúar 2021, ólöglega meðferð á ríkisleyndarmálum og ólöglegar greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Réttarhöld í síðastnefnda málinu eiga að hefjast í New York á mánudag. Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Hunter Biden er ákærður fyrir að ljúga um vímuefnaneyslu sína þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018 og ólöglega vörslu á byssunni. Hann er fyrsta barn sitjandi Bandaríkjaforseta sem er ákært fyrir glæp og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Biden kröfðust þess að ákærunum væri vísað frá vegna þess að lögin sem þær byggðu á stæðust líklega ekki stjórnarskrá eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna víkkaði út réttindi fólks til skotvopnaeignar árið 2022. Þá færðu verjendurnir rök fyrir því að Biden hefði gert bindandi samkomulag við saksóknara um að hann yrði ekki ákærður fyrir brotin. Því samkomulagi var rift síðasta sumar eftir að í ljós kom að sérstakur rannsakandi sem rannsakaði Biden og verjendur hans lögðu ekki sama skilning á efni þess. Eins og stendur eiga réttarhöldin í byssumálinu að hefjast 3. júní. Biden er einnig ákærður fyrir skattvik í öðru dómsmáli en það á að hefjast 20. júní. Þar á hann yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsisdóm. Donald Trump, mótherji Joes Biden, á sjálfur yfir höfði sér fjögur sakamál. Hann er meðal annars ákærður í tengslum við árás stuðningsmanna hans á þinghúsið 6. janúar 2021, ólöglega meðferð á ríkisleyndarmálum og ólöglegar greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Réttarhöld í síðastnefnda málinu eiga að hefjast í New York á mánudag.
Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira