Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 12. apríl 2024 15:15 Fyrstu kaup Þórkötlu eru nú gengin í gegn. Vísir/Arnar Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. Í tilkynningu segir að gengið hafi verið frá kaupunum sem rafrænum hætti í samvinnu við Ísland.is. Ferlið sem hefur verið í þróun að undanförnu hjá Ísland.is felur í sér rafrænan kaupsamning, rafrænar undirskriftir og í fyrsta skipti á Íslandi rafræna þinglýsingu kaupsamninga í fasteignaviðskiptum. Markmið Þórkötlu er að klára afgreiðslu þorra þeirra umsókna sem þegar hafa borist í þessum mánuði. Alls liggja nú fyrir 675 umsóknir hjá félaginu en hægt er að sækja um út þetta ár. Í tilkynningu segir að hluti umsókna muni þarfnast sérstakrar skoðunar og að það muni taka aðeins lengri tíma. „Stór hluti umsókna er tiltölulega aðgengilegur og við teljum okkur geta unnið það hratt. Við segjum að við ætlum að komast langt með allar umsóknir sem ekki stoppa á einhverju í aprílmánuði. Ég vona að við getum staðið við það,“ sagði Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu fasteignafélags, í fréttum á Bylgjunni síðdegis. Þegar stjórn Þórkötlu hefur samþykkt umsókn fær fólk senda tilkynningu um að þess bíði skjal til rafrænnar undirritunar. Örn Viðar segir að enginn þurfi að drífa sig og fólk geti lagst yfir kaupsamninginn í rólegheitum. Þegar seljendur og kaupandi hafa skrifað undir fer samningurinn sjálfkrafa í rafræna þinglýsingu. Örn Viðar segir að þegar gengið hafi verið frá kaupsamningi og þinglýsingu taki það í mesta lagi fjóra til fimma daga þar til seljendur fá greidd 95 prósent af kaupverði eignar. Afhending eignar fer fram einum til þremur mánuðum eftir kaupsamingin og afsalsgreiðsla á fimm prósentum kaupverðrsins mánuði eftir afhendingu. Fréttin hefur verið uppfærð með tilvitnunum í framkvæmdastjóra Þórkötlu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1. apríl 2024 18:15 546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. 27. mars 2024 15:04 Ráðinn framkvæmdastjóri úr hópi 27 umsækjenda Stjórn Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf. hefur ráðið Örn Viðar Skúlason sem framkvæmdastjóra. Örn Viðar var á meðal 27 umsækjenda um starfið. Félaginu er ætlað að annast uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara á Reykjanesi. 21. mars 2024 16:19 Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. 9. febrúar 2024 16:50 Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Í tilkynningu segir að gengið hafi verið frá kaupunum sem rafrænum hætti í samvinnu við Ísland.is. Ferlið sem hefur verið í þróun að undanförnu hjá Ísland.is felur í sér rafrænan kaupsamning, rafrænar undirskriftir og í fyrsta skipti á Íslandi rafræna þinglýsingu kaupsamninga í fasteignaviðskiptum. Markmið Þórkötlu er að klára afgreiðslu þorra þeirra umsókna sem þegar hafa borist í þessum mánuði. Alls liggja nú fyrir 675 umsóknir hjá félaginu en hægt er að sækja um út þetta ár. Í tilkynningu segir að hluti umsókna muni þarfnast sérstakrar skoðunar og að það muni taka aðeins lengri tíma. „Stór hluti umsókna er tiltölulega aðgengilegur og við teljum okkur geta unnið það hratt. Við segjum að við ætlum að komast langt með allar umsóknir sem ekki stoppa á einhverju í aprílmánuði. Ég vona að við getum staðið við það,“ sagði Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu fasteignafélags, í fréttum á Bylgjunni síðdegis. Þegar stjórn Þórkötlu hefur samþykkt umsókn fær fólk senda tilkynningu um að þess bíði skjal til rafrænnar undirritunar. Örn Viðar segir að enginn þurfi að drífa sig og fólk geti lagst yfir kaupsamninginn í rólegheitum. Þegar seljendur og kaupandi hafa skrifað undir fer samningurinn sjálfkrafa í rafræna þinglýsingu. Örn Viðar segir að þegar gengið hafi verið frá kaupsamningi og þinglýsingu taki það í mesta lagi fjóra til fimma daga þar til seljendur fá greidd 95 prósent af kaupverði eignar. Afhending eignar fer fram einum til þremur mánuðum eftir kaupsamingin og afsalsgreiðsla á fimm prósentum kaupverðrsins mánuði eftir afhendingu. Fréttin hefur verið uppfærð með tilvitnunum í framkvæmdastjóra Þórkötlu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1. apríl 2024 18:15 546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. 27. mars 2024 15:04 Ráðinn framkvæmdastjóri úr hópi 27 umsækjenda Stjórn Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf. hefur ráðið Örn Viðar Skúlason sem framkvæmdastjóra. Örn Viðar var á meðal 27 umsækjenda um starfið. Félaginu er ætlað að annast uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara á Reykjanesi. 21. mars 2024 16:19 Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. 9. febrúar 2024 16:50 Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1. apríl 2024 18:15
546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. 27. mars 2024 15:04
Ráðinn framkvæmdastjóri úr hópi 27 umsækjenda Stjórn Fasteignafélagsins Þórkötlu ehf. hefur ráðið Örn Viðar Skúlason sem framkvæmdastjóra. Örn Viðar var á meðal 27 umsækjenda um starfið. Félaginu er ætlað að annast uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara á Reykjanesi. 21. mars 2024 16:19
Bjóðast til að kaupa húsnæði Grindvíkinga Ríkissjóður mun bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á því hvíla. Umfang aðgerðarinnar er metið allt að 61 milljarði króna. Frumvarp þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í dag og hefur verið birt í samráðsgátt. 9. febrúar 2024 16:50