Spá því að verðbólga hjaðni Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 11:27 Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Vísir/Vilhelm Ársverðbólga mun hjaðna á ný í apríl og á næstu fjórðungum eftir nokkuð óvænta hækkun síðasta mánaðar, þessu spáir Íslandsbanki í verðbólguspá sinni „Verðbólga heldur áfram að hjaðna næstu mánuði en mun þó ekki vera við markmið Seðlabankans á spátímanum þó hún verði komin ansi nálægt því árið 2026,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni ársverðbólga hjaðna nokkuð, og fara úr 6,8 prósentum í 6,1 prósent. Þessi spá Íslandsbanka rýmar við spá Landsbankans frá því í gær. Báðir bankarnir minnast sérstaklega á að reiknuð húsaleiga muni hafa mikið að segja um þetta, sem og flugfargjöld. Íslandsbanki „Húsnæðisliðurinn vegur þyngst til hækkunar í spá okkar fyrir aprílmánuð. Reiknuð húsaleiga hækkar um 1,3% (0,25% áhrif á VNV). Þessi hækkun kemur m.a. til vegna eftirspurnarþrýstings sem stafar af íbúðarkaupum Grindvíkinga. Að öllum líkindum mun þó draga úr eftirspurnarþrýstingi á ný eftir því sem líður á árið. Við teljum að vaxtaþáttur hækki um 0,5% og íbúðaverð um 0,8% í aprílmælingu VNV,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Þar segir að breytt aðferðafræði við útreikning á reiknuðu húsaleigunni muni trúlega koma til með að minnka sveiflur á henni. Þar af leiðandi muni verðbólga að bati Íslandsbanka mælast heldur minni. „Nýja aðferðin, sem byggir á gögnum um þróun leiguverðs í stað verðs í fasteignaviðskiptum auk vaxtaþáttar, verður tekin í notkun í júní.“ Íslandsbanki Í verðbólguspá Íslandsbanka er tekið fram að árviss hækkun flugfargjalda í vetrarlok hafi komið í mars þar sem páskahátíðin var snemma þetta árið. Hækkunin var þó minni en bankinn hafði spáð. „Þess vegna teljum við að hluti hækkunar flugfargjalda sem tíðkast í kringum páska eigi eftir að koma fram í apríl. Við spáum því að flugfargjöld hækki um 7% í mánuðinum.“ Íslandsbanki Bent er á að apríl í fyrra hafi verið stór hækkunarmánuður í vísitölu neysluverðs. „Sá mánuður dettur nú út úr 12 mánaða tímabilinu sem verðbólga er reiknuð út frá. Það veldur því að ársverðbólga hjaðnar jafn mikið og raun ber vitni í okkar spá.“ En spá fyrir næstu mánuði er eftirfarandi: Maí - 0,3% hækkun VNV (ársverðbólga 6,0 %) Júní - 0,5% hækkun VNV (ársverðbólga 5,6 %) Júlí - 0,2% hækkun VNV (ársverðbólga 5,8 %) Íslandsbanki Íslandsbankinn segir helstu óvissuþætti vera áhrif breyttrar aðferðafræði við útreikning á reiknaðri húsaleigu og verðþróun á íbúðarmarkaði. Það sé vegna þess að enn ríki nokkur óvissa um áhrif íbúðakaupa Grindvíkinga á fasteignaverð. „Þá á einnig eftir að koma í ljós hvernig sumar verður í ferðaþjónustu þetta árið, en nokkur óvissa ríkir um það.“ Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
„Verðbólga heldur áfram að hjaðna næstu mánuði en mun þó ekki vera við markmið Seðlabankans á spátímanum þó hún verði komin ansi nálægt því árið 2026,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Bankinn telur að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,6 prósent í apríl frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni ársverðbólga hjaðna nokkuð, og fara úr 6,8 prósentum í 6,1 prósent. Þessi spá Íslandsbanka rýmar við spá Landsbankans frá því í gær. Báðir bankarnir minnast sérstaklega á að reiknuð húsaleiga muni hafa mikið að segja um þetta, sem og flugfargjöld. Íslandsbanki „Húsnæðisliðurinn vegur þyngst til hækkunar í spá okkar fyrir aprílmánuð. Reiknuð húsaleiga hækkar um 1,3% (0,25% áhrif á VNV). Þessi hækkun kemur m.a. til vegna eftirspurnarþrýstings sem stafar af íbúðarkaupum Grindvíkinga. Að öllum líkindum mun þó draga úr eftirspurnarþrýstingi á ný eftir því sem líður á árið. Við teljum að vaxtaþáttur hækki um 0,5% og íbúðaverð um 0,8% í aprílmælingu VNV,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Þar segir að breytt aðferðafræði við útreikning á reiknuðu húsaleigunni muni trúlega koma til með að minnka sveiflur á henni. Þar af leiðandi muni verðbólga að bati Íslandsbanka mælast heldur minni. „Nýja aðferðin, sem byggir á gögnum um þróun leiguverðs í stað verðs í fasteignaviðskiptum auk vaxtaþáttar, verður tekin í notkun í júní.“ Íslandsbanki Í verðbólguspá Íslandsbanka er tekið fram að árviss hækkun flugfargjalda í vetrarlok hafi komið í mars þar sem páskahátíðin var snemma þetta árið. Hækkunin var þó minni en bankinn hafði spáð. „Þess vegna teljum við að hluti hækkunar flugfargjalda sem tíðkast í kringum páska eigi eftir að koma fram í apríl. Við spáum því að flugfargjöld hækki um 7% í mánuðinum.“ Íslandsbanki Bent er á að apríl í fyrra hafi verið stór hækkunarmánuður í vísitölu neysluverðs. „Sá mánuður dettur nú út úr 12 mánaða tímabilinu sem verðbólga er reiknuð út frá. Það veldur því að ársverðbólga hjaðnar jafn mikið og raun ber vitni í okkar spá.“ En spá fyrir næstu mánuði er eftirfarandi: Maí - 0,3% hækkun VNV (ársverðbólga 6,0 %) Júní - 0,5% hækkun VNV (ársverðbólga 5,6 %) Júlí - 0,2% hækkun VNV (ársverðbólga 5,8 %) Íslandsbanki Íslandsbankinn segir helstu óvissuþætti vera áhrif breyttrar aðferðafræði við útreikning á reiknaðri húsaleigu og verðþróun á íbúðarmarkaði. Það sé vegna þess að enn ríki nokkur óvissa um áhrif íbúðakaupa Grindvíkinga á fasteignaverð. „Þá á einnig eftir að koma í ljós hvernig sumar verður í ferðaþjónustu þetta árið, en nokkur óvissa ríkir um það.“
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Íslenska krónan Verðlag Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira