KR-ingar líta í kringum sig: „Þetta er mikill skellur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2024 11:08 Gregg Ryder Pálmi Rafn Pálmason Vísir/Anton Brink Gregg Ryder, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta, segir vonbrigði að missa tvo kantmenn liðsins í meiðsli. Þetta sé tækifæri fyrir aðra að stíga upp og þá útilokar hann ekki styrkingu á hópnum í ljósi þessa. Aron Sigurðarson fór meiddur út af í leik KR og Fylkis í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag, leik sem KR vann 4-3. Hann fékk niðurstöðu úr myndatöku í gær. „Aron er frá í að minnsta kosti mánuð, þangað til um miðjan maí. Þetta er lærið, rifa eða tognun,“ segir Gregg. Einhver bið er eftir því að Aron Sigurðarson mæti á völlinn. Mánuður hið minnsta.Vísir/Einar Það læri hafði verið að plaga Aron í aðdraganda leiksins en hann hafði aftur á móti æft vel með liðinu og staðist öll próf fyrir leik. „Hann gat ekki fengið sneiðmyndatöku af þessu þegar hann meiddist fyrst. En hann hafði æft á fullu alla vikuna fyrir leikinn við Fylki. Hann náði topphraða á æfingu og hafði staðist öll próf fyrir leik,“ „Það var engin áhætta af okkar hálfu. Hann hafði æft á fullu og ég hugsaði ekki einu sinni út í þetta. Það var helst hvort hann gæti spilað 90 eða 70,“ segir Gregg. Krummi frá út leiktíðina Hrafn Tómasson kom inn á fyrir Aron í fyrri hálfleiknum gegn Fylki en þurfti svo sjálfur að víkja strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Hann steig þá illa niður og hélt um hnéð. Í gær kom í ljós að það fór á versta veg, hann hafði slitið krossband í annað sinn á ferlinum og á öðru hné en síðast. Hrafn sleit krossband í leiknum og spilar ekki meira í ár.Vísir/Anton Brink „Þetta er mikill skellur. Sérstaklega fyrir Krumma. Hann var búinn að standa sig svo vel fyrir tímabilið. Ég finn mikið til með honum en við þurfum núna að styðja hann og sjá til þess að hann mæti sterkari til baka,“ segir Gregg. Dregur þetta dug úr mönnum fyrir leik kvöldsins við Stjörnuna? „Þetta breytir ekki miklu. Við erum með sterkan hóp og þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri. Það er bara spennandi að sjá þá standa sig. Auðvitað er þetta alltaf svekkjandi að missa leikmenn en aðrir þurfa að stíga upp,“ segir Gregg. Skoða í kringum sig Atli Sigurjónsson kom inn fyrir Hrafn í síðari hálfleiknum og átti frábæran leik, skoraði tvö marka KR. Hann hefur hins vegar lítið æft vegna meiðsla síðasta hálfa árið og orðið grunnt á kantmönnum hjá KR. Þurfa þeir ekki hreinlega að bæta við hópinn í ljósi tíðindanna? „Við erum tilbúnir að stökkva á eitthvað komi það upp. Við erum að líta í kringum okkur en það er ekkert að klárt að neitt gerist,“ segir Gregg. Leikur Stjörnunnar og KR er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti KR Besta deild karla Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
Aron Sigurðarson fór meiddur út af í leik KR og Fylkis í fyrstu umferð Bestu deildarinnar á sunnudag, leik sem KR vann 4-3. Hann fékk niðurstöðu úr myndatöku í gær. „Aron er frá í að minnsta kosti mánuð, þangað til um miðjan maí. Þetta er lærið, rifa eða tognun,“ segir Gregg. Einhver bið er eftir því að Aron Sigurðarson mæti á völlinn. Mánuður hið minnsta.Vísir/Einar Það læri hafði verið að plaga Aron í aðdraganda leiksins en hann hafði aftur á móti æft vel með liðinu og staðist öll próf fyrir leik. „Hann gat ekki fengið sneiðmyndatöku af þessu þegar hann meiddist fyrst. En hann hafði æft á fullu alla vikuna fyrir leikinn við Fylki. Hann náði topphraða á æfingu og hafði staðist öll próf fyrir leik,“ „Það var engin áhætta af okkar hálfu. Hann hafði æft á fullu og ég hugsaði ekki einu sinni út í þetta. Það var helst hvort hann gæti spilað 90 eða 70,“ segir Gregg. Krummi frá út leiktíðina Hrafn Tómasson kom inn á fyrir Aron í fyrri hálfleiknum gegn Fylki en þurfti svo sjálfur að víkja strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Hann steig þá illa niður og hélt um hnéð. Í gær kom í ljós að það fór á versta veg, hann hafði slitið krossband í annað sinn á ferlinum og á öðru hné en síðast. Hrafn sleit krossband í leiknum og spilar ekki meira í ár.Vísir/Anton Brink „Þetta er mikill skellur. Sérstaklega fyrir Krumma. Hann var búinn að standa sig svo vel fyrir tímabilið. Ég finn mikið til með honum en við þurfum núna að styðja hann og sjá til þess að hann mæti sterkari til baka,“ segir Gregg. Dregur þetta dug úr mönnum fyrir leik kvöldsins við Stjörnuna? „Þetta breytir ekki miklu. Við erum með sterkan hóp og þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri. Það er bara spennandi að sjá þá standa sig. Auðvitað er þetta alltaf svekkjandi að missa leikmenn en aðrir þurfa að stíga upp,“ segir Gregg. Skoða í kringum sig Atli Sigurjónsson kom inn fyrir Hrafn í síðari hálfleiknum og átti frábæran leik, skoraði tvö marka KR. Hann hefur hins vegar lítið æft vegna meiðsla síðasta hálfa árið og orðið grunnt á kantmönnum hjá KR. Þurfa þeir ekki hreinlega að bæta við hópinn í ljósi tíðindanna? „Við erum tilbúnir að stökkva á eitthvað komi það upp. Við erum að líta í kringum okkur en það er ekkert að klárt að neitt gerist,“ segir Gregg. Leikur Stjörnunnar og KR er klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti KR Besta deild karla Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira