Upplifir stjórnleysi í málefnum Grindvíkinga Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 13:00 Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum segir nýja ríkisstjórn verða að taka sig taki og horfast í augu við verkefni tengd Grindavík. Vísir/Egill Um tvö hundruð manns með lögheimili í Grindavík búa nú í Vogum án lögbundinna réttinda og þjónustu. Bæjarstjóri Voga segir innviði bæjarins að þolmörkum komna og stutt í að neyðst verði til að grípa til aðgerða sem enginn vilji grípa til. Þegar Grindavíkurbær var rýmdur vegna jarðhræringa þann 10. Nóvember neyddist fjöldi fólks til að yfirgefa heimili sín. Um tvö hundruð Grindvíkingar eru nú með skráð aðsetur í nágrannasveitarfélaginu Vogum. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum segir ánægjulegt hversu margir hafi kosið að flytjast þangað og að vel sé tekið á móti fólkinu, en nú sé komið að þolmörkum hvað varðar þjónustu og innviði sveitafélagsins. „Það hefur einfaldlega gengið mjög illa að fá einhver svör frá ríkinu um hvernig það ætlar að styðja við þennan hóp þannig hann njóti í raun þeirrar sjálfsögðu grunnþjónustu sem landsmenn almennt njóta.“ Um 200 Grindvíkingar hafast nú við í VogumVísir/Egill Upplifir algjört stjórnleysi Mikil uppbygging hefur verið í Vogum síðustu ár og að sögn Gunnars hafði verið gert ráð fyrir talsverði fólksfjölgun á næstu misserum og árum. „En við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að bærinn myndi fyllast á nokkrum vikum. Ríkið hefur keypt hér upp á áttunda tug íbúða til útleigu til Grindvíkinga. Auðvitað er mjög fínt að hafi verið hægt, en þessi hópur er með lögheimili utan sveitafélagsins sem hefur talsvert mikil áhrif á áætlanagerð og fjárhag sveitafélagsins. Við þurfum auðvitað að tryggja þessum hóp viðunandi þjónustu og gerum það, við höfum tekið mjög vel á móti Grindvíkingum og ekki síst börnunum sem hafa komið í skólana okkar. En það gerði enginn ráð fyrir því að börnum í skólanum myndi fjölga um fjörutíu prósent á nokkrum vikum. Gunnar segir ljóst að innviðir bæjarins þoli ekki svona mikla fjölgun og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða. Ítrekað hafi verið kallað eftir svörum af hálfu ríkisins en viðbrögð hafi látið á sér standa. „Ég veit ekki alveg hvað skýrir það, hvort það er ákvarðanafælni eða hvað, en við upplifum algjört stjórnleysi í málefnum þessa hóps, sem eins og ég segi, nýtur í raun engra lögbundinna réttinda eða þjónustu.“ Stutt í að gripið verði til aðgerða Þá segir Gunnar að ný ríkisstjórn verði að horfast í augu við þá staðreynd að það hafi ekki verið nóg að kaupa upp eignir fólks í Grindavík. Það sé líka nauðsynlegt að styðja sveitafélög sem hafi sinnt þessu verkefni. „Eðlilegast væri í mínum huga að samfélagið í heild tæki þetta verkefni að sér, og þá þarf auðvitað ríkið að leiða það. það þýðir ekki að horfa bara í hina áttina eins og ég upplifi að ríkið sé að gera þessa dagana í málefnum Grindavíkur og ætlast til þess að málin leysist af sjálfu sér.“ Aðeins sé tímaspursmál hvenær neyðst verður til að setja hömlur á veitingu þjónustu til Grindvíkinga. „Ef við horfum bara stutt fram í tímann þá er það óhjákvæmilegt. Við munum neyðast til að grípa til aðgerða sem ekkert okkar vill þurfa að grípa til,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þegar Grindavíkurbær var rýmdur vegna jarðhræringa þann 10. Nóvember neyddist fjöldi fólks til að yfirgefa heimili sín. Um tvö hundruð Grindvíkingar eru nú með skráð aðsetur í nágrannasveitarfélaginu Vogum. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum segir ánægjulegt hversu margir hafi kosið að flytjast þangað og að vel sé tekið á móti fólkinu, en nú sé komið að þolmörkum hvað varðar þjónustu og innviði sveitafélagsins. „Það hefur einfaldlega gengið mjög illa að fá einhver svör frá ríkinu um hvernig það ætlar að styðja við þennan hóp þannig hann njóti í raun þeirrar sjálfsögðu grunnþjónustu sem landsmenn almennt njóta.“ Um 200 Grindvíkingar hafast nú við í VogumVísir/Egill Upplifir algjört stjórnleysi Mikil uppbygging hefur verið í Vogum síðustu ár og að sögn Gunnars hafði verið gert ráð fyrir talsverði fólksfjölgun á næstu misserum og árum. „En við gerðum ekki alveg ráð fyrir því að bærinn myndi fyllast á nokkrum vikum. Ríkið hefur keypt hér upp á áttunda tug íbúða til útleigu til Grindvíkinga. Auðvitað er mjög fínt að hafi verið hægt, en þessi hópur er með lögheimili utan sveitafélagsins sem hefur talsvert mikil áhrif á áætlanagerð og fjárhag sveitafélagsins. Við þurfum auðvitað að tryggja þessum hóp viðunandi þjónustu og gerum það, við höfum tekið mjög vel á móti Grindvíkingum og ekki síst börnunum sem hafa komið í skólana okkar. En það gerði enginn ráð fyrir því að börnum í skólanum myndi fjölga um fjörutíu prósent á nokkrum vikum. Gunnar segir ljóst að innviðir bæjarins þoli ekki svona mikla fjölgun og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða. Ítrekað hafi verið kallað eftir svörum af hálfu ríkisins en viðbrögð hafi látið á sér standa. „Ég veit ekki alveg hvað skýrir það, hvort það er ákvarðanafælni eða hvað, en við upplifum algjört stjórnleysi í málefnum þessa hóps, sem eins og ég segi, nýtur í raun engra lögbundinna réttinda eða þjónustu.“ Stutt í að gripið verði til aðgerða Þá segir Gunnar að ný ríkisstjórn verði að horfast í augu við þá staðreynd að það hafi ekki verið nóg að kaupa upp eignir fólks í Grindavík. Það sé líka nauðsynlegt að styðja sveitafélög sem hafi sinnt þessu verkefni. „Eðlilegast væri í mínum huga að samfélagið í heild tæki þetta verkefni að sér, og þá þarf auðvitað ríkið að leiða það. það þýðir ekki að horfa bara í hina áttina eins og ég upplifi að ríkið sé að gera þessa dagana í málefnum Grindavíkur og ætlast til þess að málin leysist af sjálfu sér.“ Aðeins sé tímaspursmál hvenær neyðst verður til að setja hömlur á veitingu þjónustu til Grindvíkinga. „Ef við horfum bara stutt fram í tímann þá er það óhjákvæmilegt. Við munum neyðast til að grípa til aðgerða sem ekkert okkar vill þurfa að grípa til,“ segir Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri í Vogum.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Tengdar fréttir Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Grindvíkingar í hjólhýsum og pínulitlum íbúðum Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 12. mars 2024 12:02