Höfum við efni á Hjartagosum? Sigþrúður Ármann skrifar 11. apríl 2024 11:24 Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Á sama tíma og Hjartagosar skemmta okkur í útvarpinu vantar fleiri lækna út á land, fjölga þarf í lögreglu landsins og bæta þarf við starfsfólki í rannsóknardeild kynferðisbrotamála, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef dagskrá Rásar 2 er skoðuð eru í mörgum tilfellum tveir jafnvel þrír umsjónarmenn með hvern þátt. Það eru engin fyrirtæki sem gætu ráðið svo mikið af góðu fólki til að halda uppi starfsemi sinni eins og RÚV gerir. Tökum dæmi. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, sjá 21 umsjónaraðili um dagskrána á Rás 1, 15 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Rás 2, 10 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Bylgjunni og 8 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á K100. Þetta þýðir að það eru 50% fleiri umsjónaraðilar á Rás 2 en á Bylgjunni og 163% fleiri umsjónaraðilar á Rás1 en á K100. Hér á eftir að taka inn starfsfólk fréttastofa og allt annað starfsfólk þessara miðla. Á sama tíma og RÚV heldur uppi svo viðamikilli dagskrá og bætir ítrekað við starfsemi sína eru það skattgreiðendur sem þurfa að borga launin. Einstaklingar frá 16 ára til 69 ára og lögaðilar eru skyldug til að greiða yfir 6 þúsund milljónir í ár til RÚV hvort sem þau hlusta á miðla þess eða ekki. Þá fær RÚV hátt í þrjú þúsund milljónir í auglýsingatekjur á ári og kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðnum sem gerir einkareknum fjölmiðlum verulega erfitt fyrir. Rekstrarkostnaður RÚV hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum og launakostnaður RÚV hækkaði um tæpaði hálfan milljarð í fyrra og er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans. Hvað er til ráða? RÚV er nær 100 ára gamalt. Þörfin fyrir ríkisreknum fjölmiðli var önnur árið 1930 en er nú árið 2024. Líkt og öll einkafyrirtæki sem þurfa reglulega að endurskoða stefnu sína og sníða stakk eftir vexti þá þurfa stjórnmálamenn að endurhugsa hlutverk, stefnu og umfang RÚV. Eiga landsmenn að greiða fyrir rekstur á tveimur útvarpsstöðvum, tveimur sjónvarpsstöðvum (RÚV og RÚV2) og einum netmiðli? Um er að ræða dagskráliði sem einkareknir fjölmiðlar gætu sinnt í flestum, ef ekki öllum tilfellum. Í stað þess að skylda skattgreiðendur til að greiða yfir sex þúsund milljónir árlega til RÚV og gera rekstrarumhverfið ósamkeppnishæft þá þarf ríkið að ákveða hversu miklum fjármunum á að verja í málaflokkinn, bjóða út þá dagskrágerð sem talið er nauðsynlegt að ríkið fjármagni og huga að dreifingu. Með þeim hætti gætu einkareknir fjölmiðlar, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafólk, hlaðvarpsstjórnendur og annað hæfileikaríkt fólk tekið að sér þá dagskrágerð í stað þess að fela RÚV að sjá um það með ákveðnum skilyrðum. Með þessum hætti yrði fjölbreytnin meiri, samkeppnin heilbrigðari og fjármunum væri ráðstafað með betri hætti. Öll fyrirtæki og fjölskyldur í landinu þurfa að hagræða og geta ekki leyft sér að eyða um efni fram. Hið sama á að sjálfsögðu við um opinberar stofnanir. Þó svo að Hjartagosar og annað dagskrágerðarfólk hjá RÚV kunni að bræða hjörtu landsmanna, þá er kominn tími til að hagræða í rekstri RÚV, fá einkaaðila til að sinna verkefnum, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og ráðstafa fjármunum skattgreiðanda með betri og skilvirkari hætti. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sigþrúður Ármann Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð er útvarpsþátturinn Hjartagosar á Rás 2 í umsjón tveggja góðra og reyndra útvarpsmanna. Þeir eru sniðugir, skemmtilegir, fá til sín gesti og spila fína tónlist. Þessir útvarpsmenn eru það færir að ég myndi treysta þeim báðum til að sjá um þáttinn einn síns liðs. Á sama tíma og Hjartagosar skemmta okkur í útvarpinu vantar fleiri lækna út á land, fjölga þarf í lögreglu landsins og bæta þarf við starfsfólki í rannsóknardeild kynferðisbrotamála, svo nokkur dæmi séu tekin. Ef dagskrá Rásar 2 er skoðuð eru í mörgum tilfellum tveir jafnvel þrír umsjónarmenn með hvern þátt. Það eru engin fyrirtæki sem gætu ráðið svo mikið af góðu fólki til að halda uppi starfsemi sinni eins og RÚV gerir. Tökum dæmi. Í dag, fimmtudaginn 11. apríl, sjá 21 umsjónaraðili um dagskrána á Rás 1, 15 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Rás 2, 10 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á Bylgjunni og 8 umsjónaraðilar sjá um dagskrána á K100. Þetta þýðir að það eru 50% fleiri umsjónaraðilar á Rás 2 en á Bylgjunni og 163% fleiri umsjónaraðilar á Rás1 en á K100. Hér á eftir að taka inn starfsfólk fréttastofa og allt annað starfsfólk þessara miðla. Á sama tíma og RÚV heldur uppi svo viðamikilli dagskrá og bætir ítrekað við starfsemi sína eru það skattgreiðendur sem þurfa að borga launin. Einstaklingar frá 16 ára til 69 ára og lögaðilar eru skyldug til að greiða yfir 6 þúsund milljónir í ár til RÚV hvort sem þau hlusta á miðla þess eða ekki. Þá fær RÚV hátt í þrjú þúsund milljónir í auglýsingatekjur á ári og kemur í veg fyrir eðlilega samkeppni á markaðnum sem gerir einkareknum fjölmiðlum verulega erfitt fyrir. Rekstrarkostnaður RÚV hefur hækkað gríðarlega á síðustu árum og áratugum og launakostnaður RÚV hækkaði um tæpaði hálfan milljarð í fyrra og er hærri en heildarlaunakostnaður allra dómstóla á Íslandi til samans. Hvað er til ráða? RÚV er nær 100 ára gamalt. Þörfin fyrir ríkisreknum fjölmiðli var önnur árið 1930 en er nú árið 2024. Líkt og öll einkafyrirtæki sem þurfa reglulega að endurskoða stefnu sína og sníða stakk eftir vexti þá þurfa stjórnmálamenn að endurhugsa hlutverk, stefnu og umfang RÚV. Eiga landsmenn að greiða fyrir rekstur á tveimur útvarpsstöðvum, tveimur sjónvarpsstöðvum (RÚV og RÚV2) og einum netmiðli? Um er að ræða dagskráliði sem einkareknir fjölmiðlar gætu sinnt í flestum, ef ekki öllum tilfellum. Í stað þess að skylda skattgreiðendur til að greiða yfir sex þúsund milljónir árlega til RÚV og gera rekstrarumhverfið ósamkeppnishæft þá þarf ríkið að ákveða hversu miklum fjármunum á að verja í málaflokkinn, bjóða út þá dagskrágerð sem talið er nauðsynlegt að ríkið fjármagni og huga að dreifingu. Með þeim hætti gætu einkareknir fjölmiðlar, framleiðslufyrirtæki, fjölmiðlafólk, hlaðvarpsstjórnendur og annað hæfileikaríkt fólk tekið að sér þá dagskrágerð í stað þess að fela RÚV að sjá um það með ákveðnum skilyrðum. Með þessum hætti yrði fjölbreytnin meiri, samkeppnin heilbrigðari og fjármunum væri ráðstafað með betri hætti. Öll fyrirtæki og fjölskyldur í landinu þurfa að hagræða og geta ekki leyft sér að eyða um efni fram. Hið sama á að sjálfsögðu við um opinberar stofnanir. Þó svo að Hjartagosar og annað dagskrágerðarfólk hjá RÚV kunni að bræða hjörtu landsmanna, þá er kominn tími til að hagræða í rekstri RÚV, fá einkaaðila til að sinna verkefnum, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og ráðstafa fjármunum skattgreiðanda með betri og skilvirkari hætti. Við höfum ekki efni á öðru. Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar