Valfrelsi í eigin sparnaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 11. apríl 2024 12:31 Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Annar alþjóðlegur samanburður er af sama meiði. Það eru forréttindi fyrir okkur sem yngri erum að þau sem á undan okkur komu hafi sýnt slíka fyrirhyggju að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsöfnun, nú þegar þjóðin eldist hratt. Þessi staða er öfundsverð fyrir margar þjóðir. Kerfið er þó ekki fullkomið og verður að þróa áfram. Nú stendur yfir mikilvæg vinna um grænbók lífeyriskerfisins þar sem áskoranir kerfisins verða teiknaðar upp. Sú vinna hefur tafist talsvert og má ekki koma í veg fyrir mikilvægar minni breytingar á umgjörð kerfisins. Frumvarp um valfrelsi séreignarsparnaðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem undirrituð lagði fram í síðasta mánuði, þá sem fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárfestingarkosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í einföldu máli myndi frumvarpið, verði það að lögum, gera fólki kleift að ráða meira yfir eigin sparnaði. Þetta þýðir að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að bjóða eigendum séreignarinnar, fólkinu sjálfu, að hafa meiri stjórn en áður yfir ráðstöfun eigin sparnaðar. Fólki væri þá heimilt að fjárfesta séreignarsparnaði í verðbréfasjóðum og öðrum slíkum sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Aðeins verður um heimild að ræða og ekki stendur til að sambærilegt myndi gilda um samtryggingarhluta lífeyriskerfisins, enda allt annars eðlis. Sterk rök með – veik á móti Það er grundvallaratriði í allri löggjöf að það þurfi að vera sterk rök fyrir því að einstaklingum sé óheimilaðar athafnir sem aðeins varða þá sjálfa. Í þessu tilfelli er einfaldlega verið að leyfa einstaklingum að ráða frekar yfir eignum sem þeir sjálfir einir eiga tilkall til. Það ætti í raun að segja sig sjálft að slík heimild, innan eðlilegra marka, sé sjálfsögð. Á hinn bóginn virðast flest rök sem vega á móti snúa að atriðum sem eðlilegt er að einstaklingar meti sjálfir frekar en ríkisvaldið, eins og að kostnaður geti verið meiri. Fyrir utan einföld rök um eignarrétt er sennilegt að aukin dreifstýring sparnaðar geti bætt skilvirkni fjármálamarkaðar. Lífeyriskerfið hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið síðustu áratugi og voru eignir þess 170% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Flest bendir til þess að þetta hlutfall hækki áfram á næstu árum. Á sama tíma, sem er á vissan hátt eðlilegt, hefur lífeyrissjóðum fækkað. Gallinn við það er hins vegar einsleitni í stýringu fjármagns en með auknu valfrelsi skapast forsendur fyrir meiri dreifstýringu. Það er til þess fallið að auka skilvirkni og samkeppni á fjármálamarkaði. Með því gæti t.d. verðmyndun orðið skilvirkari sökum meiri seljanleika og telja má að með aukinni samkeppni aukist líkur á að fjármagni sé ráðstafað í fjárfestingar á skilvirkan hátt. Stöndum vörð um gott kerfi Þó að lífeyriskerfið okkar sé gott megum við ekki líta svo á að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Það jafngildir einfaldlega því að kerfið staðnar og þróast ekki í takt við breytta tíma. Að endingu leiðir það til þess að kerfið verður veikleiki en ekki styrkleiki í íslensku samfélagi. Kerfið er orðið mjög stórt og fer stækkandi og þá hafa tækniframfarir auðveldað einstaklingum að taka þátt á fjármálamarkaði. Rökrétt framhald af því er að leyfa einstaklingum að stýra eigin séreignarsparnaði í auknum mæli. Það segir sig sjálft. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Íslendingar standa framarlega á mörgum sviðum. Af þeim sviðum þar sem við skörum fram úr má færa rök fyrir því að lífeyriskerfið okkar sé það mikilvægasta. Kerfið er talið það annað besta í heimi, sjónarmun á eftir Hollandi, að mati ráðgjafafyrirtækisins Mercer. Annar alþjóðlegur samanburður er af sama meiði. Það eru forréttindi fyrir okkur sem yngri erum að þau sem á undan okkur komu hafi sýnt slíka fyrirhyggju að byggja upp öflugt lífeyriskerfi sem byggir á sjóðsöfnun, nú þegar þjóðin eldist hratt. Þessi staða er öfundsverð fyrir margar þjóðir. Kerfið er þó ekki fullkomið og verður að þróa áfram. Nú stendur yfir mikilvæg vinna um grænbók lífeyriskerfisins þar sem áskoranir kerfisins verða teiknaðar upp. Sú vinna hefur tafist talsvert og má ekki koma í veg fyrir mikilvægar minni breytingar á umgjörð kerfisins. Frumvarp um valfrelsi séreignarsparnaðar Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem undirrituð lagði fram í síðasta mánuði, þá sem fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárfestingarkosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Í einföldu máli myndi frumvarpið, verði það að lögum, gera fólki kleift að ráða meira yfir eigin sparnaði. Þetta þýðir að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilt að bjóða eigendum séreignarinnar, fólkinu sjálfu, að hafa meiri stjórn en áður yfir ráðstöfun eigin sparnaðar. Fólki væri þá heimilt að fjárfesta séreignarsparnaði í verðbréfasjóðum og öðrum slíkum sem ætlaðir eru almennum fjárfestum. Aðeins verður um heimild að ræða og ekki stendur til að sambærilegt myndi gilda um samtryggingarhluta lífeyriskerfisins, enda allt annars eðlis. Sterk rök með – veik á móti Það er grundvallaratriði í allri löggjöf að það þurfi að vera sterk rök fyrir því að einstaklingum sé óheimilaðar athafnir sem aðeins varða þá sjálfa. Í þessu tilfelli er einfaldlega verið að leyfa einstaklingum að ráða frekar yfir eignum sem þeir sjálfir einir eiga tilkall til. Það ætti í raun að segja sig sjálft að slík heimild, innan eðlilegra marka, sé sjálfsögð. Á hinn bóginn virðast flest rök sem vega á móti snúa að atriðum sem eðlilegt er að einstaklingar meti sjálfir frekar en ríkisvaldið, eins og að kostnaður geti verið meiri. Fyrir utan einföld rök um eignarrétt er sennilegt að aukin dreifstýring sparnaðar geti bætt skilvirkni fjármálamarkaðar. Lífeyriskerfið hefur vaxið mun hraðar en hagkerfið síðustu áratugi og voru eignir þess 170% af landsframleiðslu um síðustu áramót. Flest bendir til þess að þetta hlutfall hækki áfram á næstu árum. Á sama tíma, sem er á vissan hátt eðlilegt, hefur lífeyrissjóðum fækkað. Gallinn við það er hins vegar einsleitni í stýringu fjármagns en með auknu valfrelsi skapast forsendur fyrir meiri dreifstýringu. Það er til þess fallið að auka skilvirkni og samkeppni á fjármálamarkaði. Með því gæti t.d. verðmyndun orðið skilvirkari sökum meiri seljanleika og telja má að með aukinni samkeppni aukist líkur á að fjármagni sé ráðstafað í fjárfestingar á skilvirkan hátt. Stöndum vörð um gott kerfi Þó að lífeyriskerfið okkar sé gott megum við ekki líta svo á að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Það jafngildir einfaldlega því að kerfið staðnar og þróast ekki í takt við breytta tíma. Að endingu leiðir það til þess að kerfið verður veikleiki en ekki styrkleiki í íslensku samfélagi. Kerfið er orðið mjög stórt og fer stækkandi og þá hafa tækniframfarir auðveldað einstaklingum að taka þátt á fjármálamarkaði. Rökrétt framhald af því er að leyfa einstaklingum að stýra eigin séreignarsparnaði í auknum mæli. Það segir sig sjálft. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun