Tæplega hálf öld síðan Framsókn stýrði ríkisfjármálum Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 16:26 Sigurður Ingi verður fjármálaráðherra í kvöld. Vísir/Vilhelm Sigurð Ingi Jóhannsson, sem tekur við fjármálaráðuneytinu í kvöld, segir engar stórar breytingar í farvatninu. Fjármálaáætlun sé tilbúin og á leið fyrir þingið. Þá segir hann að 45 ár séu síðan Framsóknarmaður hélt um stjórntaumana í ríkisfjármálunum. „Mér skilst að það séu 45 ár frá því að Framsókn sat síðast í fjármálaráðuneytinu. Það er kannski kominn tími til. Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum en stefnan, hún er skýr. Við ætlum að vinna áfram að því að fá kjarasamningana til að virka, þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari lækkandi og vextir þar með, til að bæta bæði hag heimilanna og fyrirtækjanna. Til þess að verðmætasköpunin, sem er sannarlega gríðarlega mikil í landinu og hefur verið að þessi ár, geti verið það áfram,“ segir Sigurður Ingi. Síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins var Tómas Árnason, sem gengdi embættinu milli 1978 og 1979. Tómas Árnason var síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins. Þar til nú.Alþingi Staðan góð til lengri framtíðar Sigurður Ingi segist ekki vera í neinum vafa um að stjórnvöld hafi verið einbeitt í því að styðja við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans á liðnum misserum, bæði með síðustu fjármálaáætlun og fjárlögum sem hafi verið aðhaldssöm. „Staðan er til lengri framtíðar góð en það eru smá áskoranir í gangi með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Og þeirri staðreynd að það eru allar hendur á dekki, það er þensla í samfélaginu en Seðlabankinn er enn að reyna að slá á það. Þannig að það er mikilvægt að við í ríkisfjármálunum styðjum við það og það er það sem við höfum verið að gera. Það sem við munum gera.“ Gáfu sér góðan tíma til að ræða ágreiningsefni Hann segir ekkert launungarmál að innan fráfarandi ríkisstjórnar hafi komið upp ágreiningur um einstaka hlut og einstaka málaflokka. Þess vegna hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar gefið sér góðan tíma í það síðustu daga að ræða málin. Þeir hafi komið í Hörpu sannfærðir um að þeir séu á réttri leið og búnir að tala sig saman um hvernig þeir ná utan um ágreiningsmál. „Flokkarnir eru ólíkir, þeir hafa mismunandi stefnur. Það eru málamiðlanir í einstökum málum sem einstaka þingmenn geta átt erfitt með að sætta sig við. Sum málin eru hins vegar þess eðlis og mikilvæg, að þau þurfa að ganga fram. Önnur getum við tekið eitthvað aðeins betur utan um og reynt að gera betur, þannig að fleiri geti sætt sig við þau. Þannig hyggjumst við vinna og við höfum trúað því að það geti gengið.“ Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Mér skilst að það séu 45 ár frá því að Framsókn sat síðast í fjármálaráðuneytinu. Það er kannski kominn tími til. Vissulega eru einhverjar áherslubreytingar með mannabreytingum en stefnan, hún er skýr. Við ætlum að vinna áfram að því að fá kjarasamningana til að virka, þær stuðningsaðgerðir sem við erum að leggja fram, klára þær hratt og vel í þinginu þannig að þær komi til framkvæmda og styðji við það að verðbólga fari lækkandi og vextir þar með, til að bæta bæði hag heimilanna og fyrirtækjanna. Til þess að verðmætasköpunin, sem er sannarlega gríðarlega mikil í landinu og hefur verið að þessi ár, geti verið það áfram,“ segir Sigurður Ingi. Síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins var Tómas Árnason, sem gengdi embættinu milli 1978 og 1979. Tómas Árnason var síðasti fjármálaráðherra Framsóknarflokksins. Þar til nú.Alþingi Staðan góð til lengri framtíðar Sigurður Ingi segist ekki vera í neinum vafa um að stjórnvöld hafi verið einbeitt í því að styðja við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans á liðnum misserum, bæði með síðustu fjármálaáætlun og fjárlögum sem hafi verið aðhaldssöm. „Staðan er til lengri framtíðar góð en það eru smá áskoranir í gangi með hárri verðbólgu og háum vöxtum. Og þeirri staðreynd að það eru allar hendur á dekki, það er þensla í samfélaginu en Seðlabankinn er enn að reyna að slá á það. Þannig að það er mikilvægt að við í ríkisfjármálunum styðjum við það og það er það sem við höfum verið að gera. Það sem við munum gera.“ Gáfu sér góðan tíma til að ræða ágreiningsefni Hann segir ekkert launungarmál að innan fráfarandi ríkisstjórnar hafi komið upp ágreiningur um einstaka hlut og einstaka málaflokka. Þess vegna hafi leiðtogar ríkisstjórnarinnar gefið sér góðan tíma í það síðustu daga að ræða málin. Þeir hafi komið í Hörpu sannfærðir um að þeir séu á réttri leið og búnir að tala sig saman um hvernig þeir ná utan um ágreiningsmál. „Flokkarnir eru ólíkir, þeir hafa mismunandi stefnur. Það eru málamiðlanir í einstökum málum sem einstaka þingmenn geta átt erfitt með að sætta sig við. Sum málin eru hins vegar þess eðlis og mikilvæg, að þau þurfa að ganga fram. Önnur getum við tekið eitthvað aðeins betur utan um og reynt að gera betur, þannig að fleiri geti sætt sig við þau. Þannig hyggjumst við vinna og við höfum trúað því að það geti gengið.“
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira