Missir úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2024 23:00 Hinn 32 ára gamli Casemiro hefur unnið fjölda titla á ferli sínum en hefur undanfarnar vikur og mánuði verið orðaður við lið í Sádi-Arabíu. AP Photo/Dave Thompson Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur ekki átt sjö dagana sæla í liði Manchester United á yfirstandandi leiktíð enskrar knattspyrnu. Hefur hann verið svo slakur að hann hefur misst úr svefn vegna eigin frammistöðu. Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 eftir að félagið hafði elt Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona, mánuðina þar á undan. Kaupin vöktu athygli þar sem Casemiro á lítið sameiginlegt með De Jong fyrir utan að spila með einu af tveimur stærstu liðum Spánar. Voru sett spurningamerki við kaupin en Casemiro svaraði gagnrýnisröddum með góðri frammistöðu á sínu fyrsta tímabili á Englandi. Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, komst í úrslit ensku bikarkeppninnar og fór með sigur af hólmi í enska deildarbikarnum. Á þessari leiktíð er hins vegar annað hljóð í strokknum. Casemiro hefur ekki verið sjón að sjá, verið skrefi á eftir andstæðingum sínum og almennt átt verulega erfitt uppdráttar. Man Utd's table position is giving Casemiro sleepless nights pic.twitter.com/4y01GdPiBr— Match of the Day (@BBCMOTD) April 8, 2024 Í viðtali við ESPN sagði Casemiro að hann væri farinn að missa úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar. „Þetta er erfitt. Það sem pirrar mig mest er að vera ekki að berjast um titla, að vera 20 stigum á eftir toppliðinu. Stundum get ég ekki sofið og því reyni ég að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hins vegar raunveruleikinn, það er enginn tilgangur að tala um titilbaráttu eða Meistaradeild Evrópu. Við þurfum að taka þetta einn leik í einu.“ „Við þurfum að taka þetta dag fyrir dag. Við fengum nóg af færum til að skora níu mörk í undanförnum leikjum en skoruðum aðeins tvö. Við erum pirraðir. Við berðum að gera betur og einbeita okkur að næsta leik, gegn Bournemouth.“ Man United er í 6. sæti með 49 stig að loknum 31 leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Casemiro gekk í raðir Man United sumarið 2022 eftir að félagið hafði elt Frenkie de Jong, hollenskan miðjumann Barcelona, mánuðina þar á undan. Kaupin vöktu athygli þar sem Casemiro á lítið sameiginlegt með De Jong fyrir utan að spila með einu af tveimur stærstu liðum Spánar. Voru sett spurningamerki við kaupin en Casemiro svaraði gagnrýnisröddum með góðri frammistöðu á sínu fyrsta tímabili á Englandi. Man United endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, komst í úrslit ensku bikarkeppninnar og fór með sigur af hólmi í enska deildarbikarnum. Á þessari leiktíð er hins vegar annað hljóð í strokknum. Casemiro hefur ekki verið sjón að sjá, verið skrefi á eftir andstæðingum sínum og almennt átt verulega erfitt uppdráttar. Man Utd's table position is giving Casemiro sleepless nights pic.twitter.com/4y01GdPiBr— Match of the Day (@BBCMOTD) April 8, 2024 Í viðtali við ESPN sagði Casemiro að hann væri farinn að missa úr svefn vegna slakrar frammistöðu sinnar. „Þetta er erfitt. Það sem pirrar mig mest er að vera ekki að berjast um titla, að vera 20 stigum á eftir toppliðinu. Stundum get ég ekki sofið og því reyni ég að hugsa um eitthvað annað. Þetta er hins vegar raunveruleikinn, það er enginn tilgangur að tala um titilbaráttu eða Meistaradeild Evrópu. Við þurfum að taka þetta einn leik í einu.“ „Við þurfum að taka þetta dag fyrir dag. Við fengum nóg af færum til að skora níu mörk í undanförnum leikjum en skoruðum aðeins tvö. Við erum pirraðir. Við berðum að gera betur og einbeita okkur að næsta leik, gegn Bournemouth.“ Man United er í 6. sæti með 49 stig að loknum 31 leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira