Hefðu lent í vandræðum án frestunar Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 8. apríl 2024 15:26 Logi Einarsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segja það eðlilegt að þingfundi hafi verið frestað þegar ekki er starfshæf ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata sagði það í raun eðlilegt að Birgir Ármannsson, forseti þingsins, hefði tekið öll mál af dagskrá og slitið fundi. Ríkisstjórnin sé ekki starfhæf og ekki við hæfi að ræða mál á þingi sem ekki sé hægt að leysa. „Það er í raun eðlilegt miðað við að það liggur ekki fyrir hvort við erum með starfhæfa ríkisstjórn í landinu. Þetta var mjög óraunhæf dagskrá,“ segir Þórhildur Sunna og að mörg mál hafi verið á dagskrá á forræði þeirra sem sitja saman á fundi og reyna að mynda ríkisstjórn. Þórhildur Sunna segir að það megi ef til vill álykta um stuttan þingfund að stjórnarflokkarnir séu brátt til með skipan nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Það hafi ekki verið við hæfi að ræða „gommu“ af málum á þingi á meðan ekki er búið að mynda ríkisstjórn. Birgir Ármannsson, forseti þingsins, bauð fólk aftur velkomið til starfa við upphaf þingfundar í dag. Tilkynnti svo að Katrín Jakobsdóttir væri hætt á þingi, að Inga Sæland hefði í annað sinn lagt fram vantrauststillögu á hendur Svandísar. Svo frestaði hann öllum málum og sleit fundi. Þórhildur Sunna fagnar því að forseti hafi hlustað á óskir stjórnarandstöðu um að halda ekki dagskrá við þessar aðstæður en að einnig megi lesa í þetta að mögulega séu formenn stjórnarflokkanna nær því að komast að einhverri niðurstöðu. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og Þórhildur Sunna. Hann telur að það dragi til tíðinda von bráðar. „Við vorum búin að gera athugasemdir við það að starfsstjórnin væri að leggja fram þrettán stjórnarmál. Á hinn bóginn held ég að það sé að draga til tíðinda. Það eru ýmsir sem ganga hér um húsið tindilfættir og aðrir þungstígara. Þannig ég held að þau séu búin að sjá til lands í þessu,“ segir Logi. Klippa: Sumir gangi þungir um gólf Alþingis Hann segir að ríkisstjórnin gæti þannig séð haldið þar til kosið verður á næsta ári en hann efast samt um það. Logi telur líklegt að brátt dragi til tíðinda. Vísir/Vilhelm „Þau eru ítrekað búin að fresta fjármálaáætlun, gerðu það síðast í morgun. Hún er komin fram yfir það sem lög kveða á um. Þau eru með samgöngusáttmála, þau eru með kjarasamninga ófjármagnaða. Þau verða að fara að sýna einhvern kraft og vinna í þágu þjóðarinnar ef þau ætla að halda áfram,“ segir Logi. Greinilegt að niðurstaða liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur ólíklegt að formenn ríkisstjórnarflokkanna séu komnir að niðurstöðu varðandi það hver hlutverk hverra verða í nýrri ríkisstjórn. Klippa: Hefðu lent í vandræðum „Það segir mér að þau séu ekki búin að ná niðurstöðu í þessum stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Sigmundur Davíð um það hvers vegna þingfundi var frestað. „En einnig hafði ég nú bent á að það væri afar óviðeigandi fyrir starfsstjórn, bráðabirgðastjórn, að leggja fram 13 ný þingmál, pólítíks mál,“ segir Sigmundur Davíð og að það sé afar óvanalegt fyrir starfsstjórn. Sigmundur Davíð segir stjórnarflokkanna verða að fara að ákveða sig hver geri hvað. Vísir/Vilhelm Þau hefði lent í heilmiklum vandræðum á þingi hefðu þau haldið þessari dagskrá til streitu og að það fari að verða álitamál hvernig eigi að halda málum í gangi á þinginu ef það dregst of lengi að mynda nýja ríkisstjórn. „Þetta verður að fara að klárast, eins og menn hafa margir bent á. Senn, senn var sagt klárast þetta, en senn er greinilega teygjanlegt hugtak en það eru takmörk fyrir því líka hversu teygjanlegt það má vera. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8. apríl 2024 14:39 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Það er í raun eðlilegt miðað við að það liggur ekki fyrir hvort við erum með starfhæfa ríkisstjórn í landinu. Þetta var mjög óraunhæf dagskrá,“ segir Þórhildur Sunna og að mörg mál hafi verið á dagskrá á forræði þeirra sem sitja saman á fundi og reyna að mynda ríkisstjórn. Þórhildur Sunna segir að það megi ef til vill álykta um stuttan þingfund að stjórnarflokkarnir séu brátt til með skipan nýrrar ríkisstjórnar. Vísir/Vilhelm Það hafi ekki verið við hæfi að ræða „gommu“ af málum á þingi á meðan ekki er búið að mynda ríkisstjórn. Birgir Ármannsson, forseti þingsins, bauð fólk aftur velkomið til starfa við upphaf þingfundar í dag. Tilkynnti svo að Katrín Jakobsdóttir væri hætt á þingi, að Inga Sæland hefði í annað sinn lagt fram vantrauststillögu á hendur Svandísar. Svo frestaði hann öllum málum og sleit fundi. Þórhildur Sunna fagnar því að forseti hafi hlustað á óskir stjórnarandstöðu um að halda ekki dagskrá við þessar aðstæður en að einnig megi lesa í þetta að mögulega séu formenn stjórnarflokkanna nær því að komast að einhverri niðurstöðu. Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og Þórhildur Sunna. Hann telur að það dragi til tíðinda von bráðar. „Við vorum búin að gera athugasemdir við það að starfsstjórnin væri að leggja fram þrettán stjórnarmál. Á hinn bóginn held ég að það sé að draga til tíðinda. Það eru ýmsir sem ganga hér um húsið tindilfættir og aðrir þungstígara. Þannig ég held að þau séu búin að sjá til lands í þessu,“ segir Logi. Klippa: Sumir gangi þungir um gólf Alþingis Hann segir að ríkisstjórnin gæti þannig séð haldið þar til kosið verður á næsta ári en hann efast samt um það. Logi telur líklegt að brátt dragi til tíðinda. Vísir/Vilhelm „Þau eru ítrekað búin að fresta fjármálaáætlun, gerðu það síðast í morgun. Hún er komin fram yfir það sem lög kveða á um. Þau eru með samgöngusáttmála, þau eru með kjarasamninga ófjármagnaða. Þau verða að fara að sýna einhvern kraft og vinna í þágu þjóðarinnar ef þau ætla að halda áfram,“ segir Logi. Greinilegt að niðurstaða liggi ekki fyrir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur ólíklegt að formenn ríkisstjórnarflokkanna séu komnir að niðurstöðu varðandi það hver hlutverk hverra verða í nýrri ríkisstjórn. Klippa: Hefðu lent í vandræðum „Það segir mér að þau séu ekki búin að ná niðurstöðu í þessum stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Sigmundur Davíð um það hvers vegna þingfundi var frestað. „En einnig hafði ég nú bent á að það væri afar óviðeigandi fyrir starfsstjórn, bráðabirgðastjórn, að leggja fram 13 ný þingmál, pólítíks mál,“ segir Sigmundur Davíð og að það sé afar óvanalegt fyrir starfsstjórn. Sigmundur Davíð segir stjórnarflokkanna verða að fara að ákveða sig hver geri hvað. Vísir/Vilhelm Þau hefði lent í heilmiklum vandræðum á þingi hefðu þau haldið þessari dagskrá til streitu og að það fari að verða álitamál hvernig eigi að halda málum í gangi á þinginu ef það dregst of lengi að mynda nýja ríkisstjórn. „Þetta verður að fara að klárast, eins og menn hafa margir bent á. Senn, senn var sagt klárast þetta, en senn er greinilega teygjanlegt hugtak en það eru takmörk fyrir því líka hversu teygjanlegt það má vera.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8. apríl 2024 14:39 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02
Leggur aftur fram vantrauststillögu á Svandísi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram nýja vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Þingmenn flokksins krefjast þess að hún víki úr embætti þegar í stað. 8. apríl 2024 14:39