Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2024 18:28 Katrín Jakobsdóttir hefur ákveðið að viðeigandi væri að kveðja ráðherrana sína með heimboði í kvöld. vísir/Hulda margrét Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. Samkvæmt heimildum fréttastofu mættu ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar hver á fætur öðrum á Dunhagann í vesturbæ Reykjavíkur þar sem Katrín býr í fjölbýlishúsi. Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Willum Þór Þórsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sáust öll koma í vesturbæinn. Katrín upplýsti um framboð sitt til forseta Íslands á samfélagsmiðlum í dag. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum,“ sagði Katrín eftir hádegið. Ráðherrabílar bíða meistara sinna í vesturbænum nú síðdegis.Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG segir við fréttastofu að verkefnið fram undan sé að ræða við hina stjórnarflokkana um samstarfið fram undan. Fullur vilji sé hjá VG og nú liggi fyrir ákvörðun um að hittast og funda. Hann segir þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar þegar hafa sest niður óformlega og ákveðið að funda frekar um málið. Þau Svandís Svavarsdóttir hafi saman umboð frá VG til að ræða við hina flokkana. Sigurður Ingi hefur sagst ekki útiloka kosningar nú þegar forsætisráðherra hverfi á braut. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu mættu ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar hver á fætur öðrum á Dunhagann í vesturbæ Reykjavíkur þar sem Katrín býr í fjölbýlishúsi. Bjarni Benediktsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Willum Þór Þórsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttur sáust öll koma í vesturbæinn. Katrín upplýsti um framboð sitt til forseta Íslands á samfélagsmiðlum í dag. Katrín mun á sunnudag ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta lýðveldisins og biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. „Ég mun á mánudaginn senda forseta þingsins bréf og segja af mér þingmennsku og í dag mun ég hitta stjórn Vinstri grænna og segja af mér formennsku í flokknum,“ sagði Katrín eftir hádegið. Ráðherrabílar bíða meistara sinna í vesturbænum nú síðdegis.Vísir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður VG segir við fréttastofu að verkefnið fram undan sé að ræða við hina stjórnarflokkana um samstarfið fram undan. Fullur vilji sé hjá VG og nú liggi fyrir ákvörðun um að hittast og funda. Hann segir þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar þegar hafa sest niður óformlega og ákveðið að funda frekar um málið. Þau Svandís Svavarsdóttir hafi saman umboð frá VG til að ræða við hina flokkana. Sigurður Ingi hefur sagst ekki útiloka kosningar nú þegar forsætisráðherra hverfi á braut.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04
Grasrót VG líklega grátandi en í stuði á sama tíma Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að söðla um og stefna á framboð til forseta Íslands hefur vakið mikla athygli. Ákvörðunin hefur kallað á sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2024 14:56
Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06