Gagnrýna bæjarstjórn fyrir samráðsleysi og vilja fjölbreyttari úrræði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. apríl 2024 20:01 Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda í Grindavík sem segir brýnt að fá fjölbreyttari úrræði fyrir fyrirtæki í bænum. Vísir/Sigurjón Fyrirtæki í Grindavík kalla eftir mun fjölbreyttari úrræðum vegna stöðunnar í bænum. Algjör óvissa sé um hvort og hvenær íbúar geti snúið til baka og því ljóst að hluti fyrirtækja muni þurfa að hætta starfsemi í bænum. Bæjarstjórn er gagnrýnd fyrir samráðsleysi. Eigendur fyrirtækja í Grindavík sendu ráðamönnum á dögunum athugasemdir vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda vegna stöðunnar í bænum. Þar kemur fram að áætlunin taki nánast einungis til þeirra fyrirtækja sem geta starfað í Grindavík. Fram kemur að fyrirtækin vilja strax fá skýrari svör. Þau geti ekki beðið lengur. Bara ein leið í boði Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda sem skrifar undir skjalið en hún er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu. Hún segir að það þurfi að gera margvíslegar endurbætur á aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í bænum. „Okkur finnst aðeins vera ein leið í boði í núverandi áætlun eða að halda áfram að starfa í bænum. Það hentar alls ekki öllum fyrirtækum. Það hefur til að mynda áhrif á mörg fyrirtæki að nú þegar er ljóst að mun færri koma til með að búa í bænum þegar og ef aðstæður leyfa en nú þegar hefur fólk ákveðið að láta kaupa sig út. Um leið og húsnæði er keypt upp þá er verið að loka samfélaginu. Þegar þú ert að reka fyrirtæki þá þarftu að reka það í samfélagi. Þetta þarf að haldast í hendur. Þá er flækjustigið í aðgerðaráætlunni orðið alltof mikið,“ segir Halla. Halla segir að kröfur hópsins að aðgerðir stjórnvalda miði að þrenns konar úrræðum fyrir fyrirtæki. „Úrræðin þurfa að vera fyrir fyrirtæki sem vilja og geta starfað í Grindavík. Þau þurfa að vera fyrir þá sem vilja flytja sína starfsemi og svo þá sem vilja uppkaup á fasteignum sínum í bænum,“ segir Halla. Gagnrýni hópsins snúi enn fremur að bæjarstjórninni sem nú hafi aðsetur í Reykjavík. „Við hefðum vilja setjast niður með þeim. Heyra hvaða áform þau hafa fyrir Grindavík. Okkur finnst skorta á samráð við bæjarstjórnina,“ segir Halla. Þarf að bíða eftir greiðslu vegna burðarveggs Hún segist sjálf hafa lent í óþarfa flækjum eftir að vinnslurými veitingarstaðar hennar eyðilagðist. Það dragist að fá það bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). „Við höfum ekki enn þá fengið greitt frá NTÍ því ónýta byggingin er í samstæðu með sameiginlegt burðavirki. Við þurfum að fá lögfræðing til að útbúa bréf og fá samþykki allra þeirra sem eiga húsnæði í lengjunni. Það hefði verið einfaldara ef NTÍ hefði getað séð um slík mál. Við erum með nóg á okkar könnu þessa dagana,“ segir Halla. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Eigendur fyrirtækja í Grindavík sendu ráðamönnum á dögunum athugasemdir vegna aðgerðaráætlunar stjórnvalda vegna stöðunnar í bænum. Þar kemur fram að áætlunin taki nánast einungis til þeirra fyrirtækja sem geta starfað í Grindavík. Fram kemur að fyrirtækin vilja strax fá skýrari svör. Þau geti ekki beðið lengur. Bara ein leið í boði Halla María Svansdóttir er meðal þeirra fyrirtækjaeigenda sem skrifar undir skjalið en hún er eigandi veitingastaðarins Hjá Höllu. Hún segir að það þurfi að gera margvíslegar endurbætur á aðgerðaráætlun fyrir fyrirtæki í bænum. „Okkur finnst aðeins vera ein leið í boði í núverandi áætlun eða að halda áfram að starfa í bænum. Það hentar alls ekki öllum fyrirtækum. Það hefur til að mynda áhrif á mörg fyrirtæki að nú þegar er ljóst að mun færri koma til með að búa í bænum þegar og ef aðstæður leyfa en nú þegar hefur fólk ákveðið að láta kaupa sig út. Um leið og húsnæði er keypt upp þá er verið að loka samfélaginu. Þegar þú ert að reka fyrirtæki þá þarftu að reka það í samfélagi. Þetta þarf að haldast í hendur. Þá er flækjustigið í aðgerðaráætlunni orðið alltof mikið,“ segir Halla. Halla segir að kröfur hópsins að aðgerðir stjórnvalda miði að þrenns konar úrræðum fyrir fyrirtæki. „Úrræðin þurfa að vera fyrir fyrirtæki sem vilja og geta starfað í Grindavík. Þau þurfa að vera fyrir þá sem vilja flytja sína starfsemi og svo þá sem vilja uppkaup á fasteignum sínum í bænum,“ segir Halla. Gagnrýni hópsins snúi enn fremur að bæjarstjórninni sem nú hafi aðsetur í Reykjavík. „Við hefðum vilja setjast niður með þeim. Heyra hvaða áform þau hafa fyrir Grindavík. Okkur finnst skorta á samráð við bæjarstjórnina,“ segir Halla. Þarf að bíða eftir greiðslu vegna burðarveggs Hún segist sjálf hafa lent í óþarfa flækjum eftir að vinnslurými veitingarstaðar hennar eyðilagðist. Það dragist að fá það bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). „Við höfum ekki enn þá fengið greitt frá NTÍ því ónýta byggingin er í samstæðu með sameiginlegt burðavirki. Við þurfum að fá lögfræðing til að útbúa bréf og fá samþykki allra þeirra sem eiga húsnæði í lengjunni. Það hefði verið einfaldara ef NTÍ hefði getað séð um slík mál. Við erum með nóg á okkar könnu þessa dagana,“ segir Halla.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira