Messenger gerir fjölmarga gráhærða Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2024 14:01 Eins og fjölmargir aðrir hefur Arnar Eggert lent í brasi með Messenger, sem er fyrir löngu orðinn gersamlega ómissandi í samskiptum fólks. vísir/samsett Arnar Eggert Thoroddson, sem er með doktorspróf í rokki og dægurmenningu, hefur eins og svo margir lent í basli með Messenger-forritið að undanförnu. Ef svo ólíklega vill til að einhver viti ekki hvað Messenger er þá er um að ræða spjallforrit sem tengt er við Facebook og þúsundir nota fyrir skilaboð og ýmis önnur samskipti. Eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Vandinn er sá að hlaupin er óþekkt af umtalsverðri gráðu í forritið sem er að gera ýmsa gráhærða. Þeirra á meðal Arnar Eggert. „Djöfull er Messenger furðulegur,“ segir Arnar Eggert og dæsir yfir þessu forriti. „Ef maður flettir upp manneskju sem maður er í sambandi við mjög reglulega kemur hún ekki. Og ekki hægt að fletta í samtölum eftir end-to-end breytinguna. Þannig lagað,“ segir Arnar Eggert og er ekki kátur. „Algjört rugl!“ Messenger afar vinsæll á Íslandi Arnar notar Messenger mikið eins og svo margir Íslendingar gera. „Sem skilaboðaskjóðu, samblandi af sms og símtali, eins og þú veist,“ segir Arnar Eggert og rifjar upp viðtal sem hann átti við blaðamann Vísis. Það fór alfarið fram í gegn um Messenger. „Einhverjir kvarta vissulega undan áreiti en þarna ertu í sambandi við annað fólk. Það er sérstakt þegar Menssenger er kominn í þennan hnút. Þetta gerðist eftir að þeir breyttu læsingu og þá er orðið erfitt að fletta upp í gömlum skilaboðum.“ Arnar Eggert fór á stúfana og fletti upp á netinu og komst að því að margir eru í standandi vandræðum, þeir eru með fullt af skýrslum inni á Messenger og ná þeim ekki út. Hann segir þetta auðvitað óvarlegt, að umgangast mikilvæg gögn með þessum hætti en þarna eru menn með ýmislegt inni sem þeir mega illa missa. Meta eins og púkinn á fjósbitanum Arnar segist sjálfur nota þetta til að mynda þegar hann þarf að eiga í samskiptum við tónlistarmenn sem staddir eru erlendis, hann er kannski að skrifa pistil og skutlar á þá þremur spurningum og biður um að svara. „Svo getur verið flæði í samtali á Messenger, þetta er oft rauntímaspjall, þægileg og fljótleg leið. Nemendur hafa verið að senda mér heilu BA-ritgerðirnar um Messenger.“ Arnar Eggert segir það áhyggjuefni þegar fyrirtæki eru orðin eins ráðandi á markaði og Meta er, að þá sé eins og þeir vilji kasta til höndunum með hitt og þetta og komast upp með það. Því hvert eigi menn svo sem að fara annað. Þetta sé fákeppni. „Það er bara einn pizzustaður uppi á horni og ef þeir klikka hvert eiga menn þá að fara? Þeir eru að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta er mjög sérstakt því þetta er notað einsog símalína og mjög algent á Íslandi.“ Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Ef svo ólíklega vill til að einhver viti ekki hvað Messenger er þá er um að ræða spjallforrit sem tengt er við Facebook og þúsundir nota fyrir skilaboð og ýmis önnur samskipti. Eins og nafnið reyndar gefur til kynna. Vandinn er sá að hlaupin er óþekkt af umtalsverðri gráðu í forritið sem er að gera ýmsa gráhærða. Þeirra á meðal Arnar Eggert. „Djöfull er Messenger furðulegur,“ segir Arnar Eggert og dæsir yfir þessu forriti. „Ef maður flettir upp manneskju sem maður er í sambandi við mjög reglulega kemur hún ekki. Og ekki hægt að fletta í samtölum eftir end-to-end breytinguna. Þannig lagað,“ segir Arnar Eggert og er ekki kátur. „Algjört rugl!“ Messenger afar vinsæll á Íslandi Arnar notar Messenger mikið eins og svo margir Íslendingar gera. „Sem skilaboðaskjóðu, samblandi af sms og símtali, eins og þú veist,“ segir Arnar Eggert og rifjar upp viðtal sem hann átti við blaðamann Vísis. Það fór alfarið fram í gegn um Messenger. „Einhverjir kvarta vissulega undan áreiti en þarna ertu í sambandi við annað fólk. Það er sérstakt þegar Menssenger er kominn í þennan hnút. Þetta gerðist eftir að þeir breyttu læsingu og þá er orðið erfitt að fletta upp í gömlum skilaboðum.“ Arnar Eggert fór á stúfana og fletti upp á netinu og komst að því að margir eru í standandi vandræðum, þeir eru með fullt af skýrslum inni á Messenger og ná þeim ekki út. Hann segir þetta auðvitað óvarlegt, að umgangast mikilvæg gögn með þessum hætti en þarna eru menn með ýmislegt inni sem þeir mega illa missa. Meta eins og púkinn á fjósbitanum Arnar segist sjálfur nota þetta til að mynda þegar hann þarf að eiga í samskiptum við tónlistarmenn sem staddir eru erlendis, hann er kannski að skrifa pistil og skutlar á þá þremur spurningum og biður um að svara. „Svo getur verið flæði í samtali á Messenger, þetta er oft rauntímaspjall, þægileg og fljótleg leið. Nemendur hafa verið að senda mér heilu BA-ritgerðirnar um Messenger.“ Arnar Eggert segir það áhyggjuefni þegar fyrirtæki eru orðin eins ráðandi á markaði og Meta er, að þá sé eins og þeir vilji kasta til höndunum með hitt og þetta og komast upp með það. Því hvert eigi menn svo sem að fara annað. Þetta sé fákeppni. „Það er bara einn pizzustaður uppi á horni og ef þeir klikka hvert eiga menn þá að fara? Þeir eru að fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Þetta er mjög sérstakt því þetta er notað einsog símalína og mjög algent á Íslandi.“
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira