Katrín hafi enn ekki ákveðið sig Árni Sæberg skrifar 5. apríl 2024 11:49 Guðmundur Ingi var brattur að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, segir forsætisráðherra ekki enn hafa tilkynnt ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð. Þetta sagði Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi. Fastlega er gert ráð fyrir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynni í dag hvort hún gefi kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Því biði margir í ofvæni eftir því að ríkisstjórnarfundi lyki í morgun. Guðmundur Ingi segir að ákvörðun Katrínar liggi ekki fyrir enn sem komið er. Því er ljóst að Katrín tilkynnti ríkisstjórn sinni ekki á fundinum að hún ætli frá borði. Gefur kost á sér í forystuna Guðmundur Ingi segir að verði niðurstaðan sú að Katrín fari fram taki hann þeirri ákvörðun fagnandi. „Ég hef gefið kost á mér í forystuna og mun reyna að axla þá ábyrgð eftir minni allra bestu getu.“ Það hafi ekki órað fyrir honum í upphafi árs að sá möguleiki væri fyrir hendi að forsætisráðherra byði sig fram til forseta. Getur hugsað sér að verða forsætisráðherra Hann segir að vilji Vinstri grænna að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram hvort sem Katrín verði með eða ekki. Hún sé gríðarlega sterkur leiðtogi en maður komi í manns stað. Hann hafi rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna tveggja um framhaldið fari Katrín fram en ekkert liggi fyrir um það hver tæki við forsætisráðuneytinu. Langar þig að verða forsætisráðherra? „Hvað vill maður ekki í pólitík? Vill maður ekki hafa áhrif? Þannig að ég útiloka ekki neitt í þeim efnum.“ Katrín Jakobsdóttir veitti ekki viðtöl að fundi loknum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Tengdar fréttir Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15 Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Þetta sagði Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi. Fastlega er gert ráð fyrir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynni í dag hvort hún gefi kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Því biði margir í ofvæni eftir því að ríkisstjórnarfundi lyki í morgun. Guðmundur Ingi segir að ákvörðun Katrínar liggi ekki fyrir enn sem komið er. Því er ljóst að Katrín tilkynnti ríkisstjórn sinni ekki á fundinum að hún ætli frá borði. Gefur kost á sér í forystuna Guðmundur Ingi segir að verði niðurstaðan sú að Katrín fari fram taki hann þeirri ákvörðun fagnandi. „Ég hef gefið kost á mér í forystuna og mun reyna að axla þá ábyrgð eftir minni allra bestu getu.“ Það hafi ekki órað fyrir honum í upphafi árs að sá möguleiki væri fyrir hendi að forsætisráðherra byði sig fram til forseta. Getur hugsað sér að verða forsætisráðherra Hann segir að vilji Vinstri grænna að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram hvort sem Katrín verði með eða ekki. Hún sé gríðarlega sterkur leiðtogi en maður komi í manns stað. Hann hafi rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna tveggja um framhaldið fari Katrín fram en ekkert liggi fyrir um það hver tæki við forsætisráðuneytinu. Langar þig að verða forsætisráðherra? „Hvað vill maður ekki í pólitík? Vill maður ekki hafa áhrif? Þannig að ég útiloka ekki neitt í þeim efnum.“ Katrín Jakobsdóttir veitti ekki viðtöl að fundi loknum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Tengdar fréttir Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15 Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33
Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15
Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46