Vill selja Ísraelum vopn fyrir tvær og hálfa billjón Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 14:35 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur verið undir nokkrum þrýstingi, og meðal annars innan Demókrataflokksins, um að draga úr eða jafnvel stöðva vopnasendingar til Ísrael. AP/Matt Kelley Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur beðið þingmenn um að samþykkja gífurlega umfangsmikla vopna- og hergagnasölu til Ísrael. Margir þingmenn hafa, auk annarra, kallað eftir takmörkun á vopnasölum til Ísrael vegna stríðsins á Gasaströndinni og framgöngu Ísraela þar. Meðal þess sem til stendur að selja Ísraelum eru allt að fimmtíu orrustuþotur af gerðinni F-15, flugskeyti og búnaður til að gera svokallaðar „heimskar“ sprengjur nákvæmar, samkvæmt frétt Politico. Verðmiðinn á vopnunum og hergögnunum sem Biden vill selja er um átján milljarðar dala en það samsvarar um tveimur og hálfri billjón króna (2.512.800.000.000 krónur). F-15 orrustuþoturnar yrðu smíðaðar frá grunni og þær fyrstu yrðu ekki afhentar fyrr en eftir minnst fimm ár. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Ísraelar einnig kaupa nýjar F-35 orrustuþotur á næstu árum. F-15 voru fyrst teknar í notkun árið 1976 og eru af fjórðu kynslóð orrustuþotna en nýjustu útgáfur þeirra eru meðal háþróuðust vopna Bandaríkjanna. Þær eru mjög hraðskreiðar og þykja sömuleiðis mjög fimar. Orrustuþoturnar eru einnig búnar háþróuðum ratsjám og tæknibúnaði og henta bæði til loftárása og til þess að skjóta niður aðrar orrustuþotur. Ísraelskur flugmaður á F-15 orrustuþotu.EPA/JIM HOLLANDER Hefur sent mikið magn vopna til Ísrael Barack Obama, fyrrverandi forseti, samþykkti árið 2016 tíu ára samkomulag við Ísrael um umfangsmikla hernaðaraðstoð. Frá því í október hefur Biden sent Ísraelum tvær vopnasendingar, án aðkomu þingsins, en þær sendingar hafa að mestu innihaldið skotfæri fyrir skriðdeka og stórskotalið. Frá því stríðið á Gasa hófst hafa rúmlega 32 þúsund Palestínumenn látið lífið, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Aðstæður fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins hafa versnað verulega og er svæðið sagt á barmi hungursneyðar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í París í gær að þessi vopnasala sneri ekki að stríðinu á Gasa, heldur öðrum aðilum sem ógni öryggi Ísraela eins og Hesbollah í Líbanon og Íran, auk annarra sem hafa heitið því að eyða Ísraelsríki. NYT hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að þeir óttist að það að hægja á eða stöðva vopnasendingar til Ísrael, eins og margir hafa kallað eftir, gæti grafið undan öryggi Ísraela og gert Írana og vígahópa sem þeir styðja líklegri til árása á Ísrael. Gagnrýnendur Ísraela benda á að ítrekuð áköll Bidens og annarra ráðamanna til Ísraela um að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara og þjáningu þeirra hafi engum árangri skilað. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Meðal þess sem til stendur að selja Ísraelum eru allt að fimmtíu orrustuþotur af gerðinni F-15, flugskeyti og búnaður til að gera svokallaðar „heimskar“ sprengjur nákvæmar, samkvæmt frétt Politico. Verðmiðinn á vopnunum og hergögnunum sem Biden vill selja er um átján milljarðar dala en það samsvarar um tveimur og hálfri billjón króna (2.512.800.000.000 krónur). F-15 orrustuþoturnar yrðu smíðaðar frá grunni og þær fyrstu yrðu ekki afhentar fyrr en eftir minnst fimm ár. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Ísraelar einnig kaupa nýjar F-35 orrustuþotur á næstu árum. F-15 voru fyrst teknar í notkun árið 1976 og eru af fjórðu kynslóð orrustuþotna en nýjustu útgáfur þeirra eru meðal háþróuðust vopna Bandaríkjanna. Þær eru mjög hraðskreiðar og þykja sömuleiðis mjög fimar. Orrustuþoturnar eru einnig búnar háþróuðum ratsjám og tæknibúnaði og henta bæði til loftárása og til þess að skjóta niður aðrar orrustuþotur. Ísraelskur flugmaður á F-15 orrustuþotu.EPA/JIM HOLLANDER Hefur sent mikið magn vopna til Ísrael Barack Obama, fyrrverandi forseti, samþykkti árið 2016 tíu ára samkomulag við Ísrael um umfangsmikla hernaðaraðstoð. Frá því í október hefur Biden sent Ísraelum tvær vopnasendingar, án aðkomu þingsins, en þær sendingar hafa að mestu innihaldið skotfæri fyrir skriðdeka og stórskotalið. Frá því stríðið á Gasa hófst hafa rúmlega 32 þúsund Palestínumenn látið lífið, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Aðstæður fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins hafa versnað verulega og er svæðið sagt á barmi hungursneyðar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í París í gær að þessi vopnasala sneri ekki að stríðinu á Gasa, heldur öðrum aðilum sem ógni öryggi Ísraela eins og Hesbollah í Líbanon og Íran, auk annarra sem hafa heitið því að eyða Ísraelsríki. NYT hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að þeir óttist að það að hægja á eða stöðva vopnasendingar til Ísrael, eins og margir hafa kallað eftir, gæti grafið undan öryggi Ísraela og gert Írana og vígahópa sem þeir styðja líklegri til árása á Ísrael. Gagnrýnendur Ísraela benda á að ítrekuð áköll Bidens og annarra ráðamanna til Ísraela um að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara og þjáningu þeirra hafi engum árangri skilað.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01
Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent