Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. apríl 2024 21:45 Starfsmennirnir sjö sátu í þremur bílum merktum samtökunum þegar árásin var gerð. AP Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. Starfsmennirnir sjö eru sagðir hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn er sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Teymið var á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í þremur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús þegar árásin var gerð. Í frétt BBC er fjallað nánar um starfsmennina sjö sem létu lífið í árásinni. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í ávarpi í dag að árásin hafi verið gerð fyrir mistök. Hann sagði málið til skoðunar hjá yfirvöldum og allt mögulegt yrði gert til að slíkt gerist ekki aftur. World Central Kitchen er meðal hjálparsamtaka sem hafa frestað aðgerðum á Gasa í kjölfar árásarinnar. Samtökin hafa gefið út að tryggja þurfi öryggi starfsfólksins til þess að hægt sé að fara með fleiri hjálpargögn til íbúa Gasa. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en tvö hundruð hjálparstarfsmenn látið lífið á svæðinu frá upphafi stríðs. Chris Skopec aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar heilsu hjá hjálparsamtökunum Project HOPE, sem rekur sjúkrahús á tveimur stöðum á Gasa og útvegar sjúkravörur, segir hryllilegt að vita af dauðsföllum saklausra borgara. „Ríkisstjórn Ísraels þarf að geta tryggt að hún flokki starfsfólk hjálparsamtaka sem lögmæta aðila á Gasa og að alþjóðalög verði virt. Við verðum að geta unnið þetta lífsnauðsynlega starf á öruggan hátt,“ sagði Skopec í dag. Samtökin Anera hafa séð íbúum Gasa fyrir að meðaltali 150 þúsund máltíðum á dag frá því að stríðið hófst. Steve Fake upplýsingafulltrúi Anera segir samtökin neyðast til þess að taka það fordæmalausa skref að hætta allri mannúðaraðstoð á Gasa um hríð. Hvenær samtökin hefja neyðaraðstoð að nýju segir Fake velta á öryggi starfsfólksins. Hjálparsamtökin The International Medical Corps, sem reka eitt stærsta sjúkrahúsið í Rafah hafa gefið út að verið sé að endurhugsa stefnu samtakanna. Til stóð að samtökin myndu byggja annað sjúkrahús í Deir al-Balah en þau áform séu nú til endurskoðunar. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálparstarf Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Starfsmennirnir sjö eru sagðir hafa verið frá Ástralíu, Póllandi, Bretlandi og Palestínu. Einn er sagður hafa verið með tvöfalt ríkisfang, í Bandaríkjunum og Kanada. Teymið var á ferð á svæði þar sem átök áttu að vera yfirstaðin, í þremur bifreiðum merktum samtökunum. Hópurinn var að ferja neyðargögn sem komu sjóleiðina til Gasa í vöruhús þegar árásin var gerð. Í frétt BBC er fjallað nánar um starfsmennina sjö sem létu lífið í árásinni. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í ávarpi í dag að árásin hafi verið gerð fyrir mistök. Hann sagði málið til skoðunar hjá yfirvöldum og allt mögulegt yrði gert til að slíkt gerist ekki aftur. World Central Kitchen er meðal hjálparsamtaka sem hafa frestað aðgerðum á Gasa í kjölfar árásarinnar. Samtökin hafa gefið út að tryggja þurfi öryggi starfsfólksins til þess að hægt sé að fara með fleiri hjálpargögn til íbúa Gasa. Samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum hafa meira en tvö hundruð hjálparstarfsmenn látið lífið á svæðinu frá upphafi stríðs. Chris Skopec aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar heilsu hjá hjálparsamtökunum Project HOPE, sem rekur sjúkrahús á tveimur stöðum á Gasa og útvegar sjúkravörur, segir hryllilegt að vita af dauðsföllum saklausra borgara. „Ríkisstjórn Ísraels þarf að geta tryggt að hún flokki starfsfólk hjálparsamtaka sem lögmæta aðila á Gasa og að alþjóðalög verði virt. Við verðum að geta unnið þetta lífsnauðsynlega starf á öruggan hátt,“ sagði Skopec í dag. Samtökin Anera hafa séð íbúum Gasa fyrir að meðaltali 150 þúsund máltíðum á dag frá því að stríðið hófst. Steve Fake upplýsingafulltrúi Anera segir samtökin neyðast til þess að taka það fordæmalausa skref að hætta allri mannúðaraðstoð á Gasa um hríð. Hvenær samtökin hefja neyðaraðstoð að nýju segir Fake velta á öryggi starfsfólksins. Hjálparsamtökin The International Medical Corps, sem reka eitt stærsta sjúkrahúsið í Rafah hafa gefið út að verið sé að endurhugsa stefnu samtakanna. Til stóð að samtökin myndu byggja annað sjúkrahús í Deir al-Balah en þau áform séu nú til endurskoðunar.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hjálparstarf Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent