Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. mars 2024 22:52 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði slökkvistarf á gróðureldum við gosstöðvarnar hafa gengið vel í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fór til Grindavíkur í dag og rétt náði að hitta á slökkviliðsmenn Slökkviliðs Grindavíkur þegar þeir voru að klára dagsverkið sem þeir voru ansi sáttir með. Aðgengi að gosinu var erfitt í dag og vindur mikill og því töluverð þreyta í mannskapnum. „Við vorum að bregðast mjög snemma við þannig við náðum að halda þessu niðri og höfum náð að halda þessu mjög vel niðri þannig við höfum lokið störfum í dag,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Meira reynsla eftir síðasta sumar Í eldgosinu síðasta sumar voru ansi miklir gróðureldar. Hafið þið tekið einhverja reynslu úr því? „Við tökum mikla reynslu úr því. Við erum að bregðast við miklu fyrr núna,“ sagði Einar. „Upp til hópa er þetta sami mannskapurinn og það er komin ákveðin reynsla og tækni og aðferðir sem við erum að nota. Þetta eru svona tíu til tuttugu manns og þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag og skutlaði nokkrum bömbum upp. Við eigum vatnsbirgðir núna uppi á gosstöðvunum,“ sagði hann. Slökkviliðsmenn í Grindavík vilja páskarigningu En aðstæður að öðru leyti, til dæmis veðrið? „Eins og við sjáum núna er gott veður. Það skín sól í heiði og gott að nota svona góða daga til útivistar. Þetta er kannski ekki mér að skapi, ég myndi nú vilja fá smá rigningu. Ég er viss um að það eru ekki margir sammála mér en það væri samt gott að fá smá rigningu. Það er orðið mjög þurrt og ekki rigningarspá á næstu dögum,“ sagði Einar. Þannig það eru kannski bara slökkviliðsmenn í Grindavík sem vilja að það rigni um páskana? „Ég hugsa að við séum í miklum minnihluta sem óskum rigningar,“ sagði Einar að lokum. Slökkvilið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Páskar Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira
Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fór til Grindavíkur í dag og rétt náði að hitta á slökkviliðsmenn Slökkviliðs Grindavíkur þegar þeir voru að klára dagsverkið sem þeir voru ansi sáttir með. Aðgengi að gosinu var erfitt í dag og vindur mikill og því töluverð þreyta í mannskapnum. „Við vorum að bregðast mjög snemma við þannig við náðum að halda þessu niðri og höfum náð að halda þessu mjög vel niðri þannig við höfum lokið störfum í dag,“ sagði Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Meira reynsla eftir síðasta sumar Í eldgosinu síðasta sumar voru ansi miklir gróðureldar. Hafið þið tekið einhverja reynslu úr því? „Við tökum mikla reynslu úr því. Við erum að bregðast við miklu fyrr núna,“ sagði Einar. „Upp til hópa er þetta sami mannskapurinn og það er komin ákveðin reynsla og tækni og aðferðir sem við erum að nota. Þetta eru svona tíu til tuttugu manns og þyrla Landhelgisgæslunnar kom í dag og skutlaði nokkrum bömbum upp. Við eigum vatnsbirgðir núna uppi á gosstöðvunum,“ sagði hann. Slökkviliðsmenn í Grindavík vilja páskarigningu En aðstæður að öðru leyti, til dæmis veðrið? „Eins og við sjáum núna er gott veður. Það skín sól í heiði og gott að nota svona góða daga til útivistar. Þetta er kannski ekki mér að skapi, ég myndi nú vilja fá smá rigningu. Ég er viss um að það eru ekki margir sammála mér en það væri samt gott að fá smá rigningu. Það er orðið mjög þurrt og ekki rigningarspá á næstu dögum,“ sagði Einar. Þannig það eru kannski bara slökkviliðsmenn í Grindavík sem vilja að það rigni um páskana? „Ég hugsa að við séum í miklum minnihluta sem óskum rigningar,“ sagði Einar að lokum.
Slökkvilið Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Páskar Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Sjá meira