Að róa til jafns Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. mars 2024 09:01 Taktfastur skilvirkur róður snýst um nokkra hluti. Að fólk fái sæti á réttum stað á bátnum, að árar séu vel mannaðar, að taktinum sé stýrt af festu, hvatningu og gleði af hálfu forystu sem veit hvert stefna skal og hvernig. Fólki líður vel, báturinn er notalegur, snyrtilegur, nægt rými, aðbúnaður er góður og atlæti framúrskarandi. Forystan er mild og sterk. Fólkið er sjálfstætt en samhuga, fjölbreytt en samtaka. Það skilur virði síns eigins framtaks og krafta til að bátsförin kljúfi vatnið á sem bestan máta hverju sinni – sama hvernig viðrar og hvaða aðstæður geta koma upp. Þegar ójafnræði ríkir miðar bátnum verr. Fólkið hefur það verr - þróttur þess þverr í huga og hönd – takturinn riðlast. Þannig er þó mál með vexti að á þjóðarskútunni Íslandi hefur fólk val og vald til að raða á árar og til sætis. Íbúum er ennfremur í sjálfsvald sett hver skal standa til forystu. Á Íslandi ríkir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Ef við veljum það og iðkum. Taktfastur skilvirkur róður er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Áhrifaþáttur á siglingavegferð þjóðarskútunnar er blöndun á ræðurum. Lýðbreytur landsins hafa breyst hratt. Þjóðin er ekki einsleit að kynjum, aldri og uppruna og fjölgar innflytjendum hratt, umtalsvert mun hraðar en íbúum sjálfum, enda Ísland vinsælt. Bæði til að búa á og heim að sækja. Hvernig komum við okkur á réttan stað á bátnum? Hvernig komumst við í sæti? Hvernig getum við tryggt góðan aðbúnað og framúrskarandi atlæti? Hvernig tryggjum við taktfastan skilvirkan róður þjóðarskútunnar? Átakalaust skal það vera. Við iðkum jákvæð, hreinskilin og opin samskipti. Við hlustum, sýnum samkennd, samúð og samstöðu. Við gefum rými, hliðrum til og erum óttalaus með Kærleikann í brjósti, því við trúum og treystum því að með því að hafa óbilandi trú á eigin getu og hæfileikum þá séu okkur allar siglingaleiðir færar. Það býr allt innra með okkur. Iðkun á tjáningarfrelsi tryggir að ólíkar raddir heyrist – fjölbreyttar skoðanir og sögur miðla lærdómi og þroska. Iðkun á átakalausu lýðræði eflir samfélagið, hvetur og knýr til framtaks. Jafnræði þýðir að allir fá sæti við hæfi. Réttur staður er sá staður þar sem hæfileikar einstaklings og geta komast sem best til skila fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna. Þjóðarskútunni er okkar að róa til jafns. Fyrir bjarta framtíð. Um leið og við njótum gleðilegra páska og fögnum hækkandi dagsbirtu skulum við leyfa okkur að ferðast með ljósinu, rísa upp í sameiningu og endurnýja okkur. Leggjum frá okkur það háttalag og hugarfar sem hentar ekki lengur, hægir á okkur og heftir róðurinn. Veitum athygli, eflum og styrkjum það sem léttir för, gleðir, hvetur og hjálpar okkur til framtíðar. Horfum stolt, keik og hnarreist með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. - Örn Arnarson Almættið blessi Ísland og alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Gleðilega páskahátíð. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Taktfastur skilvirkur róður snýst um nokkra hluti. Að fólk fái sæti á réttum stað á bátnum, að árar séu vel mannaðar, að taktinum sé stýrt af festu, hvatningu og gleði af hálfu forystu sem veit hvert stefna skal og hvernig. Fólki líður vel, báturinn er notalegur, snyrtilegur, nægt rými, aðbúnaður er góður og atlæti framúrskarandi. Forystan er mild og sterk. Fólkið er sjálfstætt en samhuga, fjölbreytt en samtaka. Það skilur virði síns eigins framtaks og krafta til að bátsförin kljúfi vatnið á sem bestan máta hverju sinni – sama hvernig viðrar og hvaða aðstæður geta koma upp. Þegar ójafnræði ríkir miðar bátnum verr. Fólkið hefur það verr - þróttur þess þverr í huga og hönd – takturinn riðlast. Þannig er þó mál með vexti að á þjóðarskútunni Íslandi hefur fólk val og vald til að raða á árar og til sætis. Íbúum er ennfremur í sjálfsvald sett hver skal standa til forystu. Á Íslandi ríkir lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Ef við veljum það og iðkum. Taktfastur skilvirkur róður er á sameiginlegri ábyrgð okkar allra. Áhrifaþáttur á siglingavegferð þjóðarskútunnar er blöndun á ræðurum. Lýðbreytur landsins hafa breyst hratt. Þjóðin er ekki einsleit að kynjum, aldri og uppruna og fjölgar innflytjendum hratt, umtalsvert mun hraðar en íbúum sjálfum, enda Ísland vinsælt. Bæði til að búa á og heim að sækja. Hvernig komum við okkur á réttan stað á bátnum? Hvernig komumst við í sæti? Hvernig getum við tryggt góðan aðbúnað og framúrskarandi atlæti? Hvernig tryggjum við taktfastan skilvirkan róður þjóðarskútunnar? Átakalaust skal það vera. Við iðkum jákvæð, hreinskilin og opin samskipti. Við hlustum, sýnum samkennd, samúð og samstöðu. Við gefum rými, hliðrum til og erum óttalaus með Kærleikann í brjósti, því við trúum og treystum því að með því að hafa óbilandi trú á eigin getu og hæfileikum þá séu okkur allar siglingaleiðir færar. Það býr allt innra með okkur. Iðkun á tjáningarfrelsi tryggir að ólíkar raddir heyrist – fjölbreyttar skoðanir og sögur miðla lærdómi og þroska. Iðkun á átakalausu lýðræði eflir samfélagið, hvetur og knýr til framtaks. Jafnræði þýðir að allir fá sæti við hæfi. Réttur staður er sá staður þar sem hæfileikar einstaklings og geta komast sem best til skila fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni. Hér er ekkert að óttast og til alls að vinna. Þjóðarskútunni er okkar að róa til jafns. Fyrir bjarta framtíð. Um leið og við njótum gleðilegra páska og fögnum hækkandi dagsbirtu skulum við leyfa okkur að ferðast með ljósinu, rísa upp í sameiningu og endurnýja okkur. Leggjum frá okkur það háttalag og hugarfar sem hentar ekki lengur, hægir á okkur og heftir róðurinn. Veitum athygli, eflum og styrkjum það sem léttir för, gleðir, hvetur og hjálpar okkur til framtíðar. Horfum stolt, keik og hnarreist með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hafið bláa, hafið hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. - Örn Arnarson Almættið blessi Ísland og alla sem þar búa. Megum við lifa heil og sæl saman. Gleðilega páskahátíð. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun