Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. mars 2024 18:34 Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í íslenskri heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Vísir Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Heilbrigðisstofnunum ber lögum samkvæmt að skrá öll óvænt atvik sem verða í heilbrigðisþjónustu, vinna úr þeim og tilkynna til embættis Landlæknis. Embættið sér svo um að taka tölurnar saman og heldur utan um rannsókn málanna. Ber að láta sjúklinga eða aðstandendur vita Alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu er lögum samkvæmt skilgreint sem óvænt atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum. Jafnframt skal lögum samkvæmt upplýsa sjúkling um hið óvænta atvik án ástæðulausra tafa og nánustu aðstandendur hans þegar það á við. Landlæknir fær tilkynningar frá heilbrigðisstofnunum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á landinu. Síðustu þrjú ár hefur 91 dauðsfall verið flokkað sem alvarlegt atvik. Vísir Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni var fjöldi alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu sextíu á síðasta ári, þau voru 47 árið 2022 og 64 árið 2021. Af þessum alvarlegu atvikum hafa árlega verið um og yfir þrjátíu tilkynningar þar sem um dauðsfall var að ræða síðustu þrjú ár. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Örkuml ekki sérstaklega skráð Samkvæmt skriflegu svari Landlæknisembættisins er ekki mögulegt að fá upplýsingar um tilkynningar um alvarleg atvik þar sem dauðsföll höfðu orðið á heilbrigðisstofnunum fyrir 2021 án frekari úrvinnslu á gögnum en fréttastofa óskaði eftir upplýsingum fyrir síðustu fimm ár. Þá heldur embættið ekki skrá yfir örkuml sem kunna að verða vegna alvarlegra atvika. Fram kemur í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu að unnið sé að því að innleiða nýtt skráningarkerfi sem muni auðvelda alla tölfræðiúrvinnslu. Landlæknir gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Þá var ekki unnt að fá viðbrögð frá stjórnendum Landspítalans sem er stærsta heilbrigðisstofnun landsins, vegna málsins í dag. Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Heilbrigðisstofnunum ber lögum samkvæmt að skrá öll óvænt atvik sem verða í heilbrigðisþjónustu, vinna úr þeim og tilkynna til embættis Landlæknis. Embættið sér svo um að taka tölurnar saman og heldur utan um rannsókn málanna. Ber að láta sjúklinga eða aðstandendur vita Alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu er lögum samkvæmt skilgreint sem óvænt atvik sem valdið hefur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum. Jafnframt skal lögum samkvæmt upplýsa sjúkling um hið óvænta atvik án ástæðulausra tafa og nánustu aðstandendur hans þegar það á við. Landlæknir fær tilkynningar frá heilbrigðisstofnunum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á landinu. Síðustu þrjú ár hefur 91 dauðsfall verið flokkað sem alvarlegt atvik. Vísir Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni var fjöldi alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu sextíu á síðasta ári, þau voru 47 árið 2022 og 64 árið 2021. Af þessum alvarlegu atvikum hafa árlega verið um og yfir þrjátíu tilkynningar þar sem um dauðsfall var að ræða síðustu þrjú ár. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Örkuml ekki sérstaklega skráð Samkvæmt skriflegu svari Landlæknisembættisins er ekki mögulegt að fá upplýsingar um tilkynningar um alvarleg atvik þar sem dauðsföll höfðu orðið á heilbrigðisstofnunum fyrir 2021 án frekari úrvinnslu á gögnum en fréttastofa óskaði eftir upplýsingum fyrir síðustu fimm ár. Þá heldur embættið ekki skrá yfir örkuml sem kunna að verða vegna alvarlegra atvika. Fram kemur í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu að unnið sé að því að innleiða nýtt skráningarkerfi sem muni auðvelda alla tölfræðiúrvinnslu. Landlæknir gaf ekki kost á viðtali vegna málsins í dag. Þá var ekki unnt að fá viðbrögð frá stjórnendum Landspítalans sem er stærsta heilbrigðisstofnun landsins, vegna málsins í dag.
Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðisstofnun Austurlands Landspítalinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira