546 Grindvíkingar vilja selja Þórkötlu húsið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2024 15:04 Frá Grindavík í vikunni þar sem jörðin gaf sig undan vinnuvél við jarðvegsprófun. Vísir/ArnarHalldórs Alls hafa 546 Grindvíkingar óskað eftir því að selja Fasteignafélaginu Þórkötlu ehf. íbúðarhúsnæði sitt. Þrátt fyrir mikinn fjölda umsókna stefnir félagið enn að því að hefja kaupin í byrjun apríl. Þetta kemur fram á vef Ísland.is. Þar segir að vinna standi yfir hjá félaginu, Stafrænu Íslandi og sýslumönnum við undirbúning á uppgreiðslu lána, afléttingu kvaða og nauðsynlega skjalagerð. Mörgum fyrirspurnum frá Grindvíkingum hafi verið svarað og unnið sé að greiningu og flokkun umsókna. Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað af ríkinu í þeim tilgangi að sjá um kaup og rekstur fasteigna í Grindavík fyrir hönd ríkissjóðs. Örn Viðar Skúlason er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Í ljósi fjölda umsókna og fyrirspurna vill félagið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Við forgangsröðun kaupanna verður í flestum tilvikum miðað við dagsetningu umsóknar í stafræna umsóknarkerfinu sem sett var upp sérstaklega fyrir verkefnið. Við þá flokkun verður þó tekið tillit til þeirra sem ekki gátu klárað umsókn vegna tæknilegra ágalla fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir stafrænar umsóknir, en hafa síðar gengið frá umsókn sinni. Í tilviki þeirra sem óskað hafa eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili í íbúðarhúsnæði kallar afgreiðslan á sérstaka skoðun á aðstæðum umsækjanda. Komi til þess að félagið telji ekki skilyrði til að fallast á undanþágubeiðnina mun umsækjanda gefast kostur á að andmæla áður en félagið tekur ákvörðun. Í tilviki húsa í smíðum mun afgreiðslan kalla á sérstaka skoðun á húsbyggingunni af hálfu félagsins. Slík skoðun verður framkvæmd í samráði við eigendur. Stefnt er að því að vinna við þær umsóknir hefjist upp úr miðjum apríl. Félagið hefur hafið samtal við Búmenn hsf. um lausn mála fyrir búseturéttarhafa. Lögð verður áhersla á að hraða málinu, en ólíklegt er að endanleg lausn fyrir búseturéttarhafa liggi fyrir, fyrr en í maí. Þrátt fyrir nokkur sérkenni lúta kaup félagsins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í öllum meginatriðum sömu reglum og gilda í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Félagið hefur einsett sér að eiga gott samstarf við núverandi eigendur íbúðarhúsnæðis við framkvæmd kaupanna. Ætlunin er að koma til móts við óskir eigenda um leigu eða eftir atvikum önnur afnot og/eða aðgengi að hinu selda húsnæði. Unnt verður að semja um slíkt fyrir afhendingu eða síðar. Unnið er að útfærslu á fyrirkomulagi leigu og öðrum skilmálum og verður upplýst um þau atriði í byrjun apríl. Í reglugerð um framkvæmd kaupanna segir að afhendingardagur húsnæðis skuli vera 1 – 3 mánuðum eftir undirritun kaupsamninga. Þannig má reikna með að fyrstu eignirnar verði afhentar fasteignafélaginu í byrjun maí. Endanlegur afhendingardagur verður ákveðinn í samráði við seljendur. Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Ísland.is. Þar segir að vinna standi yfir hjá félaginu, Stafrænu Íslandi og sýslumönnum við undirbúning á uppgreiðslu lána, afléttingu kvaða og nauðsynlega skjalagerð. Mörgum fyrirspurnum frá Grindvíkingum hafi verið svarað og unnið sé að greiningu og flokkun umsókna. Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað af ríkinu í þeim tilgangi að sjá um kaup og rekstur fasteigna í Grindavík fyrir hönd ríkissjóðs. Örn Viðar Skúlason er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Í ljósi fjölda umsókna og fyrirspurna vill félagið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Við forgangsröðun kaupanna verður í flestum tilvikum miðað við dagsetningu umsóknar í stafræna umsóknarkerfinu sem sett var upp sérstaklega fyrir verkefnið. Við þá flokkun verður þó tekið tillit til þeirra sem ekki gátu klárað umsókn vegna tæknilegra ágalla fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir stafrænar umsóknir, en hafa síðar gengið frá umsókn sinni. Í tilviki þeirra sem óskað hafa eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili í íbúðarhúsnæði kallar afgreiðslan á sérstaka skoðun á aðstæðum umsækjanda. Komi til þess að félagið telji ekki skilyrði til að fallast á undanþágubeiðnina mun umsækjanda gefast kostur á að andmæla áður en félagið tekur ákvörðun. Í tilviki húsa í smíðum mun afgreiðslan kalla á sérstaka skoðun á húsbyggingunni af hálfu félagsins. Slík skoðun verður framkvæmd í samráði við eigendur. Stefnt er að því að vinna við þær umsóknir hefjist upp úr miðjum apríl. Félagið hefur hafið samtal við Búmenn hsf. um lausn mála fyrir búseturéttarhafa. Lögð verður áhersla á að hraða málinu, en ólíklegt er að endanleg lausn fyrir búseturéttarhafa liggi fyrir, fyrr en í maí. Þrátt fyrir nokkur sérkenni lúta kaup félagsins á íbúðarhúsnæði í Grindavík í öllum meginatriðum sömu reglum og gilda í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Félagið hefur einsett sér að eiga gott samstarf við núverandi eigendur íbúðarhúsnæðis við framkvæmd kaupanna. Ætlunin er að koma til móts við óskir eigenda um leigu eða eftir atvikum önnur afnot og/eða aðgengi að hinu selda húsnæði. Unnt verður að semja um slíkt fyrir afhendingu eða síðar. Unnið er að útfærslu á fyrirkomulagi leigu og öðrum skilmálum og verður upplýst um þau atriði í byrjun apríl. Í reglugerð um framkvæmd kaupanna segir að afhendingardagur húsnæðis skuli vera 1 – 3 mánuðum eftir undirritun kaupsamninga. Þannig má reikna með að fyrstu eignirnar verði afhentar fasteignafélaginu í byrjun maí. Endanlegur afhendingardagur verður ákveðinn í samráði við seljendur.
Grindavík Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sjá meira