Níu svæði í Grindavík girt af Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 12:13 Ljóst er að lokanirnar hafa áhrif íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Grindavíkurbær Búið er að girða af níu svæði í Grindavík sem talin eru hættuleg og vísbendingar eru um holrými. Það var gert um helgina í kjölfar niðurstaðna jarðkönnunnarverkefnis almannavarna. Verkefnastjóri segir vísbendingar um að fleiri svæði í bænum séu verr farin. Frumniðurstöður úr fyrsta fasa jarðkönnunarverkefnis almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra liggja nú fyrir. Í þessum fyrsta fasa voru götur í vesturhluta Grindavíkurbæjar, það er vestan Víkurbrautar, sjónskoðaðar og mældar með jarðsjám sem ná niður á 4 - 4,5 metra dýpi. „Við förum hratt yfir með cobra jarðsjá sem sér grunnt og svo förum við yfir með dýpri jarðsjá á þeim stöðum þar sem við sjáum vísbendingar um sprungur eða holrými,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar hjá Verkís. „Og það sem hefur komið í ljós er að í vesturbænum eru níu staðir sem við þurfum að skoða betur og munum skila þeim niðurstöðum til almannavarna. Í þessari viku vinnum við að því að segulmæla á þeim svæðum sem gefa okkur betri mynd af því sem er að gerast og í framhaldinu er tekin ákvörðun um hvort það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir á svæðinu.“ „Allt á hreyfingu þarna ennþá“ Verkís sér um jarðkönnunina fyrir hönd almannavarna en það er svo í höndum bæjarstjórnar Grindavíkur að ákveða hvað er gert í framhaldinu við niðurstöðurnar. Um helgina voru nokkur svæði í Grindavík girt af. „Við erum náttúrulega bara að sjá um jarðkönnunina og ráðleggjum almannavörnum og bænum hvað sé best að gera á hverjum stað,“ segir Hallgrímur. „Hvort það sé girt af eða hvort það sé farið í að fylla í sprungur, grafa upp eða laga vegi eða hvort staðirnir séu settir í vöktun, einhverskonar gjörgæslu þar sem er fylgst með því, það er náttúrulega allt á hreyfingu þarna ennþá.“ „Út frá þessum niðurstöðum sem við erum að skila er hægt að sjá á hvaða dýpi þessi holrými eru og hvort þau liggja á virkum sprungum. Svo þarf að meta hættuna á hverjum stað miðað við hvaða umferð er, hvort það sé bílaumferð eða fótgangandi. Það verður gert einhverskonar áhættumat sem stýrir því hvort það sé ásættanlegt hvort fólk búi í bænum eða ekki.“ Önnur svæði í bænum verr farin Hallgrímur segir vesturhlutann, það svæði sem búið er að fara yfir, í raun betur farin en restina af bænum. „Við erum að skoða mikið fyrir norðan Austurveginn. Þar erum við að sjá fleiri vísbendingar heldur en við sjáum í vesturhlutanum. Við stefnum á að skila niðurstöðunum þaðan fljótlega eftir páska. Svo erum við að skoða hafnarsvæðið líka, á því svæði erum við að sjá einhverjar vísbendingar en ekki jafn mikið og norðanmegin,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar í Grindavík . Unnið að mótvægisaðgerðum Á vef Grindavíkurbæjar segir að ljóst sé að lokanirnar hafi áhrif á íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Þá er tekið fram að kappkostað sé að vinna í mótvægisaðgerðum þannig að hægt verði að koma umferð á þau svæði sem í dag sæta lokunum sem allra fyrst. Íbúar sem eiga fasteignir sem sæta takmörkuðu aðgengi geta komið við hjá vettvangsstjórn í björgunarsveitarhúsinu við Seljabót 10 og rætt við öryggisstjóra á vettvangi um málið. Eftirfarandi er mikilvægt fyrir íbúa að hafa í huga: Göturnar Sunnubraut og Kirkjustígur eru lokaðar vegna girðinga. Aðgengi að Laut og Dalbraut er um göngustíg frá Ásabraut. Aðgengi að Fornuvör er um flóttaleið frá Nesvegi Flóttaleið frá Ásabraut er lokuð öðrum en þeim sem búa við Fornuvör. Hringakstur um Glæsivellir/Ásvelli er lokaður. Víkurbraut er lokuð neðan frá Kvennó niður fyrir Sunnubraut. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Frumniðurstöður úr fyrsta fasa jarðkönnunarverkefnis almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra liggja nú fyrir. Í þessum fyrsta fasa voru götur í vesturhluta Grindavíkurbæjar, það er vestan Víkurbrautar, sjónskoðaðar og mældar með jarðsjám sem ná niður á 4 - 4,5 metra dýpi. „Við förum hratt yfir með cobra jarðsjá sem sér grunnt og svo förum við yfir með dýpri jarðsjá á þeim stöðum þar sem við sjáum vísbendingar um sprungur eða holrými,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar hjá Verkís. „Og það sem hefur komið í ljós er að í vesturbænum eru níu staðir sem við þurfum að skoða betur og munum skila þeim niðurstöðum til almannavarna. Í þessari viku vinnum við að því að segulmæla á þeim svæðum sem gefa okkur betri mynd af því sem er að gerast og í framhaldinu er tekin ákvörðun um hvort það þurfi að fara í mótvægisaðgerðir á svæðinu.“ „Allt á hreyfingu þarna ennþá“ Verkís sér um jarðkönnunina fyrir hönd almannavarna en það er svo í höndum bæjarstjórnar Grindavíkur að ákveða hvað er gert í framhaldinu við niðurstöðurnar. Um helgina voru nokkur svæði í Grindavík girt af. „Við erum náttúrulega bara að sjá um jarðkönnunina og ráðleggjum almannavörnum og bænum hvað sé best að gera á hverjum stað,“ segir Hallgrímur. „Hvort það sé girt af eða hvort það sé farið í að fylla í sprungur, grafa upp eða laga vegi eða hvort staðirnir séu settir í vöktun, einhverskonar gjörgæslu þar sem er fylgst með því, það er náttúrulega allt á hreyfingu þarna ennþá.“ „Út frá þessum niðurstöðum sem við erum að skila er hægt að sjá á hvaða dýpi þessi holrými eru og hvort þau liggja á virkum sprungum. Svo þarf að meta hættuna á hverjum stað miðað við hvaða umferð er, hvort það sé bílaumferð eða fótgangandi. Það verður gert einhverskonar áhættumat sem stýrir því hvort það sé ásættanlegt hvort fólk búi í bænum eða ekki.“ Önnur svæði í bænum verr farin Hallgrímur segir vesturhlutann, það svæði sem búið er að fara yfir, í raun betur farin en restina af bænum. „Við erum að skoða mikið fyrir norðan Austurveginn. Þar erum við að sjá fleiri vísbendingar heldur en við sjáum í vesturhlutanum. Við stefnum á að skila niðurstöðunum þaðan fljótlega eftir páska. Svo erum við að skoða hafnarsvæðið líka, á því svæði erum við að sjá einhverjar vísbendingar en ekki jafn mikið og norðanmegin,“ segir Hallgrímur Örn Arngrímsson, verkefnastjóri jarðkönnunar í Grindavík . Unnið að mótvægisaðgerðum Á vef Grindavíkurbæjar segir að ljóst sé að lokanirnar hafi áhrif á íbúa Grindavíkurbæjar, sér í lagi við Sunnubraut og Kirkjustíg. Þá er tekið fram að kappkostað sé að vinna í mótvægisaðgerðum þannig að hægt verði að koma umferð á þau svæði sem í dag sæta lokunum sem allra fyrst. Íbúar sem eiga fasteignir sem sæta takmörkuðu aðgengi geta komið við hjá vettvangsstjórn í björgunarsveitarhúsinu við Seljabót 10 og rætt við öryggisstjóra á vettvangi um málið. Eftirfarandi er mikilvægt fyrir íbúa að hafa í huga: Göturnar Sunnubraut og Kirkjustígur eru lokaðar vegna girðinga. Aðgengi að Laut og Dalbraut er um göngustíg frá Ásabraut. Aðgengi að Fornuvör er um flóttaleið frá Nesvegi Flóttaleið frá Ásabraut er lokuð öðrum en þeim sem búa við Fornuvör. Hringakstur um Glæsivellir/Ásvelli er lokaður. Víkurbraut er lokuð neðan frá Kvennó niður fyrir Sunnubraut.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira