„Gasið hefur ekkert risið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 14:35 Eldgosið við Sundhnúkagíga. Vísir/Arnar Hætta er á gasmengun við Hafnir og í Grindavík í dag að sögn veðurfræðings hjá veðurstofunni, en há gildi brennisteinsdíoxíðs mældust þar í nótt og í morgun. Hraun lekur ennþá ofan í Melholsnámu og áfram er unnið að hækkun varnargarðanna. Talsverð gasmengun mældist í Grindavík og við Hafnir í nótt. Í Grindavík mældust gildi brennisteinsdíoxíðs um 9000 míkrógrömm á rúmmetra seint í gærkvöldi og eru það gildi sem talin eru óholl öllum. Við Hafnir mældust gildin um 2000 míkrógrömm á rúmmetra og er það talið óhollt fyrir viðkvæma. Vindáttin beinir gasinu í átt að Höfnum og Reykjanesbæ fram eftir degi. Tilkynning barst svo frá almannavörnum síðdegis í dag þar sem mælst var til þess að íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mikillar gasmengunar. „Vindáttin er þannig í dag að þetta ætti svona að blása í átt að Höfnum og mögulega Reykjanesbæ. En síðan er spurningin hvort að mökkurinn nái að lyfta sér, en það sem hefur einmitt skapað þessi háu gildi er að gasið hefur ekkert risið, það hefur verið við jörðu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að vindáttin snúist svo í norð-austur í kvöld og gasmenguninn verði þá mest við Grindavík. Hér má sjá upplýsingabækling almannavarna um loftmengun frá eldgosum. Áfram er unnið við hækkun varnargarðanna og hraun lekur enn ofan í Melholsnámu. „Það er áfram að flæða ofan í námuna heyrðum við á fundi með viðbragðsaðilum í morgun, og virðist ekki vera byrjað að flæða upp úr henni eða í áttina að Grindavíkurvegi í dag,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Talsverð gasmengun mældist í Grindavík og við Hafnir í nótt. Í Grindavík mældust gildi brennisteinsdíoxíðs um 9000 míkrógrömm á rúmmetra seint í gærkvöldi og eru það gildi sem talin eru óholl öllum. Við Hafnir mældust gildin um 2000 míkrógrömm á rúmmetra og er það talið óhollt fyrir viðkvæma. Vindáttin beinir gasinu í átt að Höfnum og Reykjanesbæ fram eftir degi. Tilkynning barst svo frá almannavörnum síðdegis í dag þar sem mælst var til þess að íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mikillar gasmengunar. „Vindáttin er þannig í dag að þetta ætti svona að blása í átt að Höfnum og mögulega Reykjanesbæ. En síðan er spurningin hvort að mökkurinn nái að lyfta sér, en það sem hefur einmitt skapað þessi háu gildi er að gasið hefur ekkert risið, það hefur verið við jörðu,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að vindáttin snúist svo í norð-austur í kvöld og gasmenguninn verði þá mest við Grindavík. Hér má sjá upplýsingabækling almannavarna um loftmengun frá eldgosum. Áfram er unnið við hækkun varnargarðanna og hraun lekur enn ofan í Melholsnámu. „Það er áfram að flæða ofan í námuna heyrðum við á fundi með viðbragðsaðilum í morgun, og virðist ekki vera byrjað að flæða upp úr henni eða í áttina að Grindavíkurvegi í dag,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Íbúar í Höfnum loki gluggum vegna mengunar Á mælum Umhverfisstofununar mælist nú mikil mengun í Höfnum. Vegna þess mæla Almannavarnir með að íbúar á svæðinu loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. 24. mars 2024 13:50