Hraunið að færast upp á varnargarðana Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 14:48 Hraunrennsli þrýstir nú á varnargarða við Grindavík og mögulegt er að það fari yfir garðana. Vísir/Arnar Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur skriðið kröftuglega fram í dag og þrýstir nú á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Mögulegt er að hraunið komist yfir garðana á næstu klukkustundum. Virknin upp úr gígunum er stöðug og er svipuð og undanfarna daga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að vendingar hafi orðið upp úr hádegi þegar hraunrásin tók að skríða kröftugar fram. Hraunið er komið upp að varnargörðum L7 og L11 sem umlykja Grindavík og er að þrýsta á þá. „Þannig það er spurning hvort hraunið komist þarna yfir á næstu klukkustundum eða seinna í kvöld eða nótt,“ segir Elísabet. Er veruleg hætta á því? „Auðvitað viljum við að varnargarðarnir stoppi þetta en þarna hefur byggst upp hátt hraun sem hefur ferðast á myndarlegum hraða síðustu klukkustundir. Þannig já, það getur farið þarna yfir og þá er auðvitað Grindavík þarna fyrir framan.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Aðspurð um hversu langt sé fyrir hraunið að fyrstu húsum í Grindavík eftir að það færi yfir garðana, segir Elísabet gróflega áætla að það séu um 800 metrar. „Þannig það er ekki eitthvað sem við búumst við að gerist í dag og hugsanlega er hægt að gera eitthvað til að koma veg fyrir það.“ Hraunbreiðan meira og minna öll á hreyfingu Á mynd sem fylgir nýrri færslu á vef Eldgosa og náttúruváhóps Suðurlands sést hvar hraunbráð er að leka undan því sem virðist vera storknaður hraunmassi. Bráðin sýnir hinsvegar að kjarni þessa hraunbreiðu er bráðinn og hefur hún verið meir og minna öll á hreyfingu síðustu klukkutíma. Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Í uppfærði frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að út frá gögnum sem safnað var í því flugi sé áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. „Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall 2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar.“ Þá þykir ljóst að kvika sem safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Virknin upp úr gígunum er stöðug og er svipuð og undanfarna daga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að vendingar hafi orðið upp úr hádegi þegar hraunrásin tók að skríða kröftugar fram. Hraunið er komið upp að varnargörðum L7 og L11 sem umlykja Grindavík og er að þrýsta á þá. „Þannig það er spurning hvort hraunið komist þarna yfir á næstu klukkustundum eða seinna í kvöld eða nótt,“ segir Elísabet. Er veruleg hætta á því? „Auðvitað viljum við að varnargarðarnir stoppi þetta en þarna hefur byggst upp hátt hraun sem hefur ferðast á myndarlegum hraða síðustu klukkustundir. Þannig já, það getur farið þarna yfir og þá er auðvitað Grindavík þarna fyrir framan.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Aðspurð um hversu langt sé fyrir hraunið að fyrstu húsum í Grindavík eftir að það færi yfir garðana, segir Elísabet gróflega áætla að það séu um 800 metrar. „Þannig það er ekki eitthvað sem við búumst við að gerist í dag og hugsanlega er hægt að gera eitthvað til að koma veg fyrir það.“ Hraunbreiðan meira og minna öll á hreyfingu Á mynd sem fylgir nýrri færslu á vef Eldgosa og náttúruváhóps Suðurlands sést hvar hraunbráð er að leka undan því sem virðist vera storknaður hraunmassi. Bráðin sýnir hinsvegar að kjarni þessa hraunbreiðu er bráðinn og hefur hún verið meir og minna öll á hreyfingu síðustu klukkutíma. Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Í uppfærði frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að út frá gögnum sem safnað var í því flugi sé áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. „Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall 2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar.“ Þá þykir ljóst að kvika sem safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26