Ræða að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2024 07:09 Slökkviliðsmenn berjast við eld í fjölbýlishúsi í Kænugarði í morgun. Á myndinni sést gígur sem myndaðist í árásum Rússa í nótt. AP/Vadim Ghirda Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins munu funda í Brussel í dag en á dagskránni verða meðal annars umdeildar hugmyndir um að veita vöxtum af frystum eignum Rússa til Úkraínu. „Nú þegar við stöndum frammi fyrir mestu öryggisógninni síðan í seinni heimstyrjöldinni er tími til að taka róttæk og ákveðin skref til að efla varnir okkar og undirbúa efnahag Evrópusambandsins fyrir stríð,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í bréfi til leiðtoganna fyrir fundinn. Vandræðagangur vestanhafs hvað varðar fjárveitingar til Úkraínu er meðal þess sem hefur vakið Evrópubúa til aukinnar meðvitunar um heldur bága stöðu varnarmála í álfunni og nauðsyn þess að auka fjárframlög til málaflokksins og styðja Úkraínumenn gegn ásækni Rússa. Michel sagði aukin hernaðaraðstoð til Úkraínu eitt brýnasta málið sem leiðtogarnir þyrftu að ná saman um. Leiðtogarnir munu einnig ræða útgáfu „varnarskuldabréfa“ til að fjármagna aukna fjárfestingu í varnarmálum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er meðal stuðningsmanna skuldabréfanna en Holland og Finnland hafa sett sig upp á móti sameiginlegri skuldsetningu sem gæti komið niður á skattgreiðendum í marga áratugi. Það hefur einnig verið lagt til að aðildarríkin skuldbindi sig til að leggja tvö prósent af vergri landsframleiðslu til að efla varnir Evrópu. Samanlögð gæti upphæðin náð 80 milljörðum evra. Guardian hefur eftir heimildarmönnum að sú leið að nýta vexti af frystum eignum Rússa til að styðja við Úkraínumenn sé afar erfið í útfærslu lagalega séð og stjórnvöld í Rússlandi segja það myndu fela í sér „fordæmalaust brot á alþjóðalögum“. Nokkur ríki eru engu að síður sögð velta því alvarlega fyrir sér hvort mögulega væri hægt að ganga á höfðstól eignanna, ekki bara vextina. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
„Nú þegar við stöndum frammi fyrir mestu öryggisógninni síðan í seinni heimstyrjöldinni er tími til að taka róttæk og ákveðin skref til að efla varnir okkar og undirbúa efnahag Evrópusambandsins fyrir stríð,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í bréfi til leiðtoganna fyrir fundinn. Vandræðagangur vestanhafs hvað varðar fjárveitingar til Úkraínu er meðal þess sem hefur vakið Evrópubúa til aukinnar meðvitunar um heldur bága stöðu varnarmála í álfunni og nauðsyn þess að auka fjárframlög til málaflokksins og styðja Úkraínumenn gegn ásækni Rússa. Michel sagði aukin hernaðaraðstoð til Úkraínu eitt brýnasta málið sem leiðtogarnir þyrftu að ná saman um. Leiðtogarnir munu einnig ræða útgáfu „varnarskuldabréfa“ til að fjármagna aukna fjárfestingu í varnarmálum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er meðal stuðningsmanna skuldabréfanna en Holland og Finnland hafa sett sig upp á móti sameiginlegri skuldsetningu sem gæti komið niður á skattgreiðendum í marga áratugi. Það hefur einnig verið lagt til að aðildarríkin skuldbindi sig til að leggja tvö prósent af vergri landsframleiðslu til að efla varnir Evrópu. Samanlögð gæti upphæðin náð 80 milljörðum evra. Guardian hefur eftir heimildarmönnum að sú leið að nýta vexti af frystum eignum Rússa til að styðja við Úkraínumenn sé afar erfið í útfærslu lagalega séð og stjórnvöld í Rússlandi segja það myndu fela í sér „fordæmalaust brot á alþjóðalögum“. Nokkur ríki eru engu að síður sögð velta því alvarlega fyrir sér hvort mögulega væri hægt að ganga á höfðstól eignanna, ekki bara vextina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira