70% færri kvartanir vegna vetrarþjónustu í kjölfar úrbóta Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. mars 2024 17:31 Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Þegar sérlega erfiður vetur skall á 2022-2023 barst Reykjavíkurborg margar ábendingar um það sem þurfti að bæta í vetrarþjónustunni og fyrir þær erum við þakklát. Vetrarþjónustan var endurskoðuð undir forystu okkar Pírata með það fyrir sjónum að breyta, auka og bæta þjónustuna í samræmi við ábendingar. Í þessum breytingum sem voru innleiddar haustið 2023 er verið að bæta þjónustu við húsagötur en það var sérstakt umkvörtunarefni í fyrra og við erum farin frá því að klára hreinsun húsagatna á 4-5 dögum þegar snjóþyngd er mikil yfir í að klára á 1-2 dögum. Áhersla var á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi enda þarf hugmyndafræðin um valfrelsi um ferðamáta að standast líka á veturna. Búið er að bæta þar þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum með tvöföldum mannskap á tvískiptum vöktum þar sem verið er að dekka stærra tímabil yfir daginn. Hreinsun gönguþverana er í meiri forgangi með þessum úrbótum en við þekkjum hvað það er takmarkandi þegar skaflar frá hreinsun akvega koma í veg fyrir að óvarðir vegfarendur komist leiðar sinnar. Stofnanalóðir grunn- og leikskóla og strætóskýli eru svo í sérstöku utanumhaldi og þar hefur þjónusta verið aukin og samræmd enda mikilvægt að aðgengi að almenningssamgöngum sé tryggt allan ársins hring. Við erum þó ekki komin í land þegar kemur að þessu og nýverið samþykktum við samhljóma í umhverfis- og skipulagsráði að skoða leiðir til að bæta enn frekar vetrarþjónustu við gangandi og hjólandi þar sem þörf er á í góðu samráði við hagsmunaaðila. Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni. Upplýstar ákvarðanir styðja við skilvirkni og að farið sé vel með fé. Við erum að nýta ferilvöktun tækja þannig að okkur berast nákvæmar upplýsingar um ferð tækja á okkar vegum til að geta dregið lærdóm af því sem gert er og til að hafa betri yfirsýn. Nú eru þau gögn komin inn í Borgarvefsjá og því geta íbúar sjálfir nýtt þær upplýsingar til að vita hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. Yfirsýnin er nú meira með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar. Ennfremur voru úrbætur þegar kemur að upplýsingaflæði með nýrri miðlunaráætlun og skilvirkari miðlun til íbúa og fjölmiðla um framvindu vetrarþjónustu. Árangur þessara umfangsmiklu breytinga lætur ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hefur aukist verulega þrátt fyrir að veturinn sem er að líða hafi verið að minnsta kosti jafn erfiður og í fyrra samkvæmt gögnum. Ábendingum og kvörtunum vegna vetrarþjónustu hefur í kjölfar heildarendurskoðunarinnar snarfækkað um 70%. Við gleðjumst yfir því og höldum áfram að hlusta og bregðast við þegar úrbóta er þörf. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Skipulag Píratar Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ánægja með vetrarþjónustu Reykjavíkur hefur stóraukist með breyttu verklagi eftir heildarendurskoðun. Þegar sérlega erfiður vetur skall á 2022-2023 barst Reykjavíkurborg margar ábendingar um það sem þurfti að bæta í vetrarþjónustunni og fyrir þær erum við þakklát. Vetrarþjónustan var endurskoðuð undir forystu okkar Pírata með það fyrir sjónum að breyta, auka og bæta þjónustuna í samræmi við ábendingar. Í þessum breytingum sem voru innleiddar haustið 2023 er verið að bæta þjónustu við húsagötur en það var sérstakt umkvörtunarefni í fyrra og við erum farin frá því að klára hreinsun húsagatna á 4-5 dögum þegar snjóþyngd er mikil yfir í að klára á 1-2 dögum. Áhersla var á úrbætur í þágu gangandi og hjólandi enda þarf hugmyndafræðin um valfrelsi um ferðamáta að standast líka á veturna. Búið er að bæta þar þjónustu á göngu- og hjólastofnstígum með tvöföldum mannskap á tvískiptum vöktum þar sem verið er að dekka stærra tímabil yfir daginn. Hreinsun gönguþverana er í meiri forgangi með þessum úrbótum en við þekkjum hvað það er takmarkandi þegar skaflar frá hreinsun akvega koma í veg fyrir að óvarðir vegfarendur komist leiðar sinnar. Stofnanalóðir grunn- og leikskóla og strætóskýli eru svo í sérstöku utanumhaldi og þar hefur þjónusta verið aukin og samræmd enda mikilvægt að aðgengi að almenningssamgöngum sé tryggt allan ársins hring. Við erum þó ekki komin í land þegar kemur að þessu og nýverið samþykktum við samhljóma í umhverfis- og skipulagsráði að skoða leiðir til að bæta enn frekar vetrarþjónustu við gangandi og hjólandi þar sem þörf er á í góðu samráði við hagsmunaaðila. Fleiri hlutir voru þó bættir með þessum breytingum á vetrarþjónustu. Verið er að byggja undir gagnadrifnar ákvarðanir með betri veðurspám og ráðgjöf frá sérfræðingum um hvar eigi að leggja mesta áherslu á hreinsun hverju sinni. Upplýstar ákvarðanir styðja við skilvirkni og að farið sé vel með fé. Við erum að nýta ferilvöktun tækja þannig að okkur berast nákvæmar upplýsingar um ferð tækja á okkar vegum til að geta dregið lærdóm af því sem gert er og til að hafa betri yfirsýn. Nú eru þau gögn komin inn í Borgarvefsjá og því geta íbúar sjálfir nýtt þær upplýsingar til að vita hvaða leiðir eru orðnar greiðar hverju sinni. Yfirsýnin er nú meira með skilvirkara miðlægu eftirliti og milliliðalausu sambandi við fólkið á tækjunum. Nú halda eftirlitsmenn okkar utan um markvissar skráningar á aðgerðum svo hægt sé að fylgjast vel með hvernig verktakar eru að uppfylla samningsskyldur sínar. Ennfremur voru úrbætur þegar kemur að upplýsingaflæði með nýrri miðlunaráætlun og skilvirkari miðlun til íbúa og fjölmiðla um framvindu vetrarþjónustu. Árangur þessara umfangsmiklu breytinga lætur ekki á sér standa og ánægja með vetrarþjónustuna hefur aukist verulega þrátt fyrir að veturinn sem er að líða hafi verið að minnsta kosti jafn erfiður og í fyrra samkvæmt gögnum. Ábendingum og kvörtunum vegna vetrarþjónustu hefur í kjölfar heildarendurskoðunarinnar snarfækkað um 70%. Við gleðjumst yfir því og höldum áfram að hlusta og bregðast við þegar úrbóta er þörf. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun