Mikilvægar breytingar á úrræði greiðsluaðlögunar Ásta S. Helgadóttir skrifar 20. mars 2024 08:31 Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga taka gildi 1. apríl nk. Umboðsmaður skuldara (UMS) annast framkvæmd greiðsluaðlögunar sem er mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðsluerfiðleikum og gerir þeim kleift að leita frjálsra samninga við kröfuhafa með milligöngu UMS. Markmiðið með greiðsluaðlögun er að ná jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og tilgangur breytinganna er bæði að auka skilvirkni úrræðisins og mæta betur þörfum umsækjenda. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum UMS getur nú lagt til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðkröfum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir veðlána við ákveðnar aðstæður og heimild til að leggja til lægri afborganir veðlána er rýmkuð. Breytt greiðslufyrirkomulag getur alla jafna varað í allt að eitt ár. Markmiðið er að mæta sérstökum aðstæðum á borð við hátt vaxtastig eða tímabundnum aðstæðum eins og tekjuleysi.Þá geta umsækjendur leitað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar hjá UMS á meðan samningaviðræður við kröfuhafa standa yfir. Verður þannig hægt að óska eftir lækkun á veðsetningu svo að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heildstæðara úrræði Til að úrræðið verði heildstæðara verða gerðar ákveðnar breytingar á meðferð krafna sem standa utan greiðsluaðlögunar. Kröfur á borð við virðisaukaskatt, fésektir og meðlagsskuldir geta með þessu orðið hluti af greiðsluáætlun samnings þrátt fyrir að ekki sé heimilt að kveða á um eftirgjöf á þeim. Með þessu móti þurfa einstaklingar ekki að semja sjálfir sérstaklega við hlutaðeigandi kröfuhafa. Þá er sú breyting gerð að virkar kröfur vegna ábyrgðarskuldbindinga á námslánum falla undir úrræðið. Ábyrgðarmenn á námslánum, sem glíma við fjárhagserfiðleika, geta nú leitað heildstæðrar lausnar í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Rýmkun á skilyrðum Skilyrði eru rýmkuð með það að markmiði að fleiri geti leitað greiðsluaðlögunar. Þá geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis nú leitað greiðsluaðlögunar vegna íslenskra krafna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig ber að nefna að umsækjendum er nú auðveldað til muna að óska eftir breytingu á samningi um greiðsluaðlögun ef upp koma sérstakar eða ófyrirsjáanlegar aðstæður. Heimildir Creditinfo takmarkaðar Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár. Greiðsluaðlögun var fyrst sett á laggirnar árið 2010 og hafa um 8.800 umsóknir borist frá upphafi. Úrræðið hefur margsannað gildi sitt en mikil þörf hefur verið fyrir endurskoðun laganna. UMS fagnar því mjög breytingunum sem byggjast á þeirri reynslu og þekkingu sem orðið hefur til á málaflokknum gegnum árin. Höfundur er umboðsmaður skuldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Sjá meira
Breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga taka gildi 1. apríl nk. Umboðsmaður skuldara (UMS) annast framkvæmd greiðsluaðlögunar sem er mikilvægt úrræði fyrir einstaklinga í verulegum greiðsluerfiðleikum og gerir þeim kleift að leita frjálsra samninga við kröfuhafa með milligöngu UMS. Markmiðið með greiðsluaðlögun er að ná jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og tilgangur breytinganna er bæði að auka skilvirkni úrræðisins og mæta betur þörfum umsækjenda. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Betri heimildir gagnvart fasteignaeigendum UMS getur nú lagt til við kröfuhafa að samþykkja gjaldfrest af veðkröfum ef skuldari getur ekki greitt raunafborganir veðlána við ákveðnar aðstæður og heimild til að leggja til lægri afborganir veðlána er rýmkuð. Breytt greiðslufyrirkomulag getur alla jafna varað í allt að eitt ár. Markmiðið er að mæta sérstökum aðstæðum á borð við hátt vaxtastig eða tímabundnum aðstæðum eins og tekjuleysi.Þá geta umsækjendur leitað eftir leiðréttingu á yfirveðsetningu fasteignar hjá UMS á meðan samningaviðræður við kröfuhafa standa yfir. Verður þannig hægt að óska eftir lækkun á veðsetningu svo að hún miðist við markaðsverðmæti fasteignar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heildstæðara úrræði Til að úrræðið verði heildstæðara verða gerðar ákveðnar breytingar á meðferð krafna sem standa utan greiðsluaðlögunar. Kröfur á borð við virðisaukaskatt, fésektir og meðlagsskuldir geta með þessu orðið hluti af greiðsluáætlun samnings þrátt fyrir að ekki sé heimilt að kveða á um eftirgjöf á þeim. Með þessu móti þurfa einstaklingar ekki að semja sjálfir sérstaklega við hlutaðeigandi kröfuhafa. Þá er sú breyting gerð að virkar kröfur vegna ábyrgðarskuldbindinga á námslánum falla undir úrræðið. Ábyrgðarmenn á námslánum, sem glíma við fjárhagserfiðleika, geta nú leitað heildstæðrar lausnar í gegnum úrræði greiðsluaðlögunar. Rýmkun á skilyrðum Skilyrði eru rýmkuð með það að markmiði að fleiri geti leitað greiðsluaðlögunar. Þá geta einstaklingar sem eru ótímabundið búsettir erlendis nú leitað greiðsluaðlögunar vegna íslenskra krafna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Einnig ber að nefna að umsækjendum er nú auðveldað til muna að óska eftir breytingu á samningi um greiðsluaðlögun ef upp koma sérstakar eða ófyrirsjáanlegar aðstæður. Heimildir Creditinfo takmarkaðar Óheimilt verður fyrir Creditinfo að skrá upplýsingar um greiðsluaðlögun umsækjanda í vanskilaskrá eða annars konar gagnasafn sem miðlað er. Þá mun fyrirtækið eingöngu geta nýtt upplýsingar um greiðsluaðlögunina í þágu skýrslu um lánshæfi í eitt ár. Greiðsluaðlögun var fyrst sett á laggirnar árið 2010 og hafa um 8.800 umsóknir borist frá upphafi. Úrræðið hefur margsannað gildi sitt en mikil þörf hefur verið fyrir endurskoðun laganna. UMS fagnar því mjög breytingunum sem byggjast á þeirri reynslu og þekkingu sem orðið hefur til á málaflokknum gegnum árin. Höfundur er umboðsmaður skuldara.
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar