Fimm nýir stjórnendur í framkvæmdastjórn Daga Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2024 08:29 Guðfinna, Brynhildur, Ísak, Ingigerður og Sigurður. Aðsend Dagar hafa ráðið þau Guðfinnu Eyrúnu Ingjaldsdóttur, Brynhildi Guðmundsdóttur, Ísak Erni Kristinsson, Ingigerði Erlingsdóttur og Sigurð Hjaltalín Þórisson í stöður nýrra stjórnenda hjá fyrirtækinu. Þau taka einnig sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og hafa þegar hafið störf. Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem hafi tekið gildi í byrjun árs. „Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir er nýr sviðsstjóri mannauðs og sjálfbærni. Hún kemur til Daga frá Reykjavíkurborg þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri frá 2021. Áður starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá Marel. Guðfinna er með B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Bifröst og meistaragráðu í stjórnun, stefnumótun og leiðtogahæfni í Aarhus University. Einnig er hún markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Brynhildur Guðmundsdóttir er nýr sviðsstjóri þjónustu og ræstingar. Hún kemur til Daga frá Icelandair hótelum þar sem hún starfaði í tæp 30 ár, meðal annars sem sem hótel- og verkefnastjóri (General Manager) auk þess að leiða fjölbreyttar innleiðingar þvert á deildir. Brynhildur fór í miniMBA við HR og nam auk þess hótelstjórnun við Hilton Univeristy. Ísak Ernir Kristinsson er nýr fjármálastjóri Daga en áður var hann sérfræðingur á fjármálasviði og sviðsstjóri fasteignaumsjóna hjá fyrirtækinu. Ísak Ernir kom til Daga frá Securitas þar sem hann starfaði sem stjórnandi mannaðrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur setið stjórnum ýmissa félaga, þar á meðal í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, undanfarin fimm ár. Ísak er með með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með sérstaka áherslu á reikningsskil. Ingigerður Erlingsdóttir er nýr sviðsstjóri eignaumsjónar. Hún kemur til Daga frá Icelandair þar sem hún starfaði sem flotastjóri (e. Fleet Manager). Áður var hún stjórnandi viðhalds og innkaupa í innanlandsflugi Icelandair. Ingigerður er með Executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc. í verkfræði og stjórnun frá University of Glasgow og B.Sc. í Byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún setið námskeið í samningatækni hjá Berkley School of Business. Sigurður Hjaltalín Þórisson er nýr sviðsstjóri sölu- og markaðsmála en hann hefur verið markaðsstjóri Daga frá 2021. Hann kom til fyrirtækisins frá N1 þar sem hann leiddi stafræna þróun. Áður starfaði Sigurður m.a. hjá LEGO Group þar sem hann bar ábyrgð á stafrænni markaðssetningu vörumerkja. Hann er með M.Sc. International Marketing and Management frá CBS í Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. Tæplega átta hundruð manns starfa hjá Dögum sem starfa á sviði ræstinga, þrifa, fasteignaumsjónar og vinnustaðalausna. Vistaskipti Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Í tilkynningu segir að ráðningarnar séu liður í skipulagsbreytingum hjá Dögum sem hafi tekið gildi í byrjun árs. „Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir er nýr sviðsstjóri mannauðs og sjálfbærni. Hún kemur til Daga frá Reykjavíkurborg þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri frá 2021. Áður starfaði hún sem mannauðsstjóri hjá Marel. Guðfinna er með B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Bifröst og meistaragráðu í stjórnun, stefnumótun og leiðtogahæfni í Aarhus University. Einnig er hún markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík. Brynhildur Guðmundsdóttir er nýr sviðsstjóri þjónustu og ræstingar. Hún kemur til Daga frá Icelandair hótelum þar sem hún starfaði í tæp 30 ár, meðal annars sem sem hótel- og verkefnastjóri (General Manager) auk þess að leiða fjölbreyttar innleiðingar þvert á deildir. Brynhildur fór í miniMBA við HR og nam auk þess hótelstjórnun við Hilton Univeristy. Ísak Ernir Kristinsson er nýr fjármálastjóri Daga en áður var hann sérfræðingur á fjármálasviði og sviðsstjóri fasteignaumsjóna hjá fyrirtækinu. Ísak Ernir kom til Daga frá Securitas þar sem hann starfaði sem stjórnandi mannaðrar þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur setið stjórnum ýmissa félaga, þar á meðal í stjórn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, undanfarin fimm ár. Ísak er með með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, með sérstaka áherslu á reikningsskil. Ingigerður Erlingsdóttir er nýr sviðsstjóri eignaumsjónar. Hún kemur til Daga frá Icelandair þar sem hún starfaði sem flotastjóri (e. Fleet Manager). Áður var hún stjórnandi viðhalds og innkaupa í innanlandsflugi Icelandair. Ingigerður er með Executive MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc. í verkfræði og stjórnun frá University of Glasgow og B.Sc. í Byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún setið námskeið í samningatækni hjá Berkley School of Business. Sigurður Hjaltalín Þórisson er nýr sviðsstjóri sölu- og markaðsmála en hann hefur verið markaðsstjóri Daga frá 2021. Hann kom til fyrirtækisins frá N1 þar sem hann leiddi stafræna þróun. Áður starfaði Sigurður m.a. hjá LEGO Group þar sem hann bar ábyrgð á stafrænni markaðssetningu vörumerkja. Hann er með M.Sc. International Marketing and Management frá CBS í Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá sama skóla,“ segir í tilkynningunni. Tæplega átta hundruð manns starfa hjá Dögum sem starfa á sviði ræstinga, þrifa, fasteignaumsjónar og vinnustaðalausna.
Vistaskipti Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent