Vannýtt tækifæri Kristín Fríða Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2024 08:00 Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum. Háskólinn getur haft gríðarleg áhrif út á við með sín tengsl við fjölmarga kima samfélagsins og er auk þess ein af fjölmennustu stofnunum landsins. Skólann sækja tæplega fjórtán þúsund stúdentar og þar starfa um tvö þúsund manns. Því er gríðarlega stórt sóknarfæri til að móta háskólaumhverfið þannig að stærri hópur fólks geti nýtt sér vistvænni samgöngumáta. Í sjálfbærniskýrslu HÍ 2022 er lögð áhersla á mikilvægi þess að sett séu metnaðarfull markmið og tímaáætlun í samgöngumálum sem auðveldar starfsfólki og nemendum að nota vistvæna samgöngumáta og innleiða hvata til að draga úr bílferðum. Þrátt fyrir þessa viðleitni kastaði háskólinn frá sér einstaklega góðu tækifæri til þess að skapa jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta sér almenningssamgöngur þegar horfið var frá áformum um U-passa. U-passi að erlendri fyrirmynd er í grunninn ódýrt samgöngukort ætlað stúdentum og veitir aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum sem og öðrum vistvænum ferðamátum á borð við deilibíla og rafskútur. Ýmsar útfærslur af slíkum pössum bjóðast til að mynda stúdentum víða í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku og Noregi. Röskva hefur lengi barist fyrir því að teknir séu upp slíkir passar hér á landi og fulltrúar Röskvu hafa sótt málið hart á fjölda funda með háskólayfirvöldum, fulltrúum strætó og fleiri hagaðilum. Sigurinn virtist í höfn þegar rektor gaf fulltrúum Röskvu munnlegt loforð í mars í fyrra um að U-passi yrði tekinn upp áður en gjaldtaka hæfist á bílastæðum við skólann. Á háskólaþingi síðastliðinn janúar var útfærsla á U-passanum síðan kynnt, sem fæli í sér aðgang að Strætó fyrir 30.000 krónur á ári. Þrátt fyrir að sú útfærsla gangi ekki nógu langt, hefði hún þó verið skref í rétta átt. Því miður var fallið var frá þeim áformum vegna kostnaðar. Röskva telur ekki síður mikilvægt að komið sé til móts við þá hópa sem hafa hvorki aðgengi né gagn af þess lags almenningssamgöngum, svo sem fólk með hreyfihömlun og fólk á landsbyggðinni. Réttlát umskipti (e. just transition) þegar kemur að samgöngu- og umhverfismálum skipta höfuðmáli og það er lykilatriði að staðið sé rétt að stórtækum breytingum svo að þær hafi ekki hlutfallslega óhófleg áhrif á ákveðna hópa. Það að háskólinn hafi ekki fjárhagslega burði til að standa straum af kostnaði við verkefnið er afleiðing sinnuleysis stjórnvalda þegar kemur að fjármögnun skólans. Staðan er þó sú að umferðarþungi í Vatnsmýrinni verður hreinlega of mikill á næstu árum þegar nýr Landspítali verður tekinn í notkun og menntavísindasvið færir starfsemi sína í Vatnsmýrina samhlið frekari uppbyggingu á svæðinu. Ljóst er að ekki er hægt að fresta mótvægisaðgerðum frekar, þar sem umferðarþungi mun bara koma til með að aukast og lausum bílastæðum mun bara halda áfram að fækka. Röskva mun halda áfram að berjast fyrir bættu aðgengi stúdenta að fjölbreyttum samgöngum til að tryggja aðgengi, og þar með jafnrétti allra til náms. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Umhverfismál Samgöngur Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur farið fögrum orðum um áherslur sínar í umhverfis- og loftslagsmálum. Ein af fjórum áherslunum í stefnu skólans til 2026 snýr að „Sjálfbærni og fjölbreytileika.“ Þessu höfum við í Röskvu fagnað enda höfum við krafist þess að háskólinn taki þessum málum föstum tökum. Háskólinn getur haft gríðarleg áhrif út á við með sín tengsl við fjölmarga kima samfélagsins og er auk þess ein af fjölmennustu stofnunum landsins. Skólann sækja tæplega fjórtán þúsund stúdentar og þar starfa um tvö þúsund manns. Því er gríðarlega stórt sóknarfæri til að móta háskólaumhverfið þannig að stærri hópur fólks geti nýtt sér vistvænni samgöngumáta. Í sjálfbærniskýrslu HÍ 2022 er lögð áhersla á mikilvægi þess að sett séu metnaðarfull markmið og tímaáætlun í samgöngumálum sem auðveldar starfsfólki og nemendum að nota vistvæna samgöngumáta og innleiða hvata til að draga úr bílferðum. Þrátt fyrir þessa viðleitni kastaði háskólinn frá sér einstaklega góðu tækifæri til þess að skapa jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta sér almenningssamgöngur þegar horfið var frá áformum um U-passa. U-passi að erlendri fyrirmynd er í grunninn ódýrt samgöngukort ætlað stúdentum og veitir aðgang að fjölbreyttum almenningssamgöngum sem og öðrum vistvænum ferðamátum á borð við deilibíla og rafskútur. Ýmsar útfærslur af slíkum pössum bjóðast til að mynda stúdentum víða í Bandaríkjunum, Kanada, Danmörku og Noregi. Röskva hefur lengi barist fyrir því að teknir séu upp slíkir passar hér á landi og fulltrúar Röskvu hafa sótt málið hart á fjölda funda með háskólayfirvöldum, fulltrúum strætó og fleiri hagaðilum. Sigurinn virtist í höfn þegar rektor gaf fulltrúum Röskvu munnlegt loforð í mars í fyrra um að U-passi yrði tekinn upp áður en gjaldtaka hæfist á bílastæðum við skólann. Á háskólaþingi síðastliðinn janúar var útfærsla á U-passanum síðan kynnt, sem fæli í sér aðgang að Strætó fyrir 30.000 krónur á ári. Þrátt fyrir að sú útfærsla gangi ekki nógu langt, hefði hún þó verið skref í rétta átt. Því miður var fallið var frá þeim áformum vegna kostnaðar. Röskva telur ekki síður mikilvægt að komið sé til móts við þá hópa sem hafa hvorki aðgengi né gagn af þess lags almenningssamgöngum, svo sem fólk með hreyfihömlun og fólk á landsbyggðinni. Réttlát umskipti (e. just transition) þegar kemur að samgöngu- og umhverfismálum skipta höfuðmáli og það er lykilatriði að staðið sé rétt að stórtækum breytingum svo að þær hafi ekki hlutfallslega óhófleg áhrif á ákveðna hópa. Það að háskólinn hafi ekki fjárhagslega burði til að standa straum af kostnaði við verkefnið er afleiðing sinnuleysis stjórnvalda þegar kemur að fjármögnun skólans. Staðan er þó sú að umferðarþungi í Vatnsmýrinni verður hreinlega of mikill á næstu árum þegar nýr Landspítali verður tekinn í notkun og menntavísindasvið færir starfsemi sína í Vatnsmýrina samhlið frekari uppbyggingu á svæðinu. Ljóst er að ekki er hægt að fresta mótvægisaðgerðum frekar, þar sem umferðarþungi mun bara koma til með að aukast og lausum bílastæðum mun bara halda áfram að fækka. Röskva mun halda áfram að berjast fyrir bættu aðgengi stúdenta að fjölbreyttum samgöngum til að tryggja aðgengi, og þar með jafnrétti allra til náms. Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Verkfræði- og Náttúruvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun