Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar 19. mars 2024 07:31 Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 19. mars en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema alþjóðadagsins í ár er “Buen Vivir: Shared Future for Transformative Change” eða Gott líf: Sameiginleg framtíð fyrir gagngerar breytingar (þýðing höfundar). Formaður Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa, Joachim Mumba segir að við skulum fagna þessari meginreglu og berjast fyrir framtíð þar sem samfélög og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi, framtíð þar sem félagsráðgjafar munu, ásamt almennum borgurum, hanna og byggja saman friðsamleg samfélög sem eru mikilvæg fyrir sameiginlega sjálfbæra framtíð okkar allra. Það verða margvíslegir viðburðir um allan heim til að fagna Alþjóðadegi félagsráðgjafar, bæði staðfundir og rafræn málþing. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð að málþingi 15. mars sl. í samstarfi við aðgerðarhóp félagsráðgjafa, þar sem fjallað var um Græna félagsráðgjöf og hvað það þýðir fyrir dagleg störf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafar starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi en Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað (https://felagsradgjof.is/felagsradgjof/sidareglur/). Félagsráðgjafar eru meðvitaðir um hlutverk sitt og vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og eru hluti af því félagslega neti sem við stólum á þegar áföll verða. Félagsráðgjafar hitta fyrir í sínum störfum þau sem eru í hættu á jaðarsetningu af margvíslegum toga. Þeir huga að velferð einstaklinga, hópa og samfélaga með áherslu á að enginn sé skilinn eftir í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meðal þeirra markmiða er að útrýma ofbeldi gagnvart konum, efla forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, útrýma sárafátækt og að fátækum fækki um helming til ársins 2030 auk þess að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar ásamt því að tyggja félagslegt öryggi allra. Markmiðin ganga út á það að búa til betri heim fyrir alla og þurfa allir að taka þátt ekki síst stjórnvöld og sveitarfélög sem skipta þar miklu máli. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir á þessu sviði og hafa hlutverki að gegna þegar kemur að því að uppfylla markmiðin. Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum þar sem fjallað er um helstu verkefni, áætlanir og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin er mikilvægi fálagsráðgjafa sem fagstéttar í innleiðingarferlinu auðséð og ekki síður mikilvægi þess að rödd félagsráðgjafa berist innan úr kerfi hins opinbera til þeirra sem taka ákvarðanir um innleiðingu Heimsmarkmiðana. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa um árabil lagt áherslu á félagsráðgjöf og sjálfbærni þar sem umræða er um aðkomu félagsráðgjafar að framkvæmd þessara markmiða. Alþjóðasamtökin hafa jafnframt vakið máls á áhrifum loftlagsbreytinga á jaðarsetta hópa. Evrópusamtök félagsráðgjafa hafa vakiðathygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu, sérstaklega tengdum fólksflutningum sem ekkert lát virðist vera á vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra og bæta samfélagið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur félagsráðgjafar er í dag 19. mars en árlega taka félagsráðgjafar um allan heim höndum saman til að fagna deginum og koma á framfæri sameiginlegum skilaboðum. Þema alþjóðadagsins í ár er “Buen Vivir: Shared Future for Transformative Change” eða Gott líf: Sameiginleg framtíð fyrir gagngerar breytingar (þýðing höfundar). Formaður Alþjóðasamtaka félagsráðgjafa, Joachim Mumba segir að við skulum fagna þessari meginreglu og berjast fyrir framtíð þar sem samfélög og náttúra lifa saman í sátt og samlyndi, framtíð þar sem félagsráðgjafar munu, ásamt almennum borgurum, hanna og byggja saman friðsamleg samfélög sem eru mikilvæg fyrir sameiginlega sjálfbæra framtíð okkar allra. Það verða margvíslegir viðburðir um allan heim til að fagna Alþjóðadegi félagsráðgjafar, bæði staðfundir og rafræn málþing. Félagsráðgjafafélag Íslands stóð að málþingi 15. mars sl. í samstarfi við aðgerðarhóp félagsráðgjafa, þar sem fjallað var um Græna félagsráðgjöf og hvað það þýðir fyrir dagleg störf félagsráðgjafa. Félagsráðgjafar starfa eftir siðareglum félagsráðgjafa á Íslandi en Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað (https://felagsradgjof.is/felagsradgjof/sidareglur/). Félagsráðgjafar eru meðvitaðir um hlutverk sitt og vinna að þessum markmiðum á hverjum degi og eru hluti af því félagslega neti sem við stólum á þegar áföll verða. Félagsráðgjafar hitta fyrir í sínum störfum þau sem eru í hættu á jaðarsetningu af margvíslegum toga. Þeir huga að velferð einstaklinga, hópa og samfélaga með áherslu á að enginn sé skilinn eftir í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Meðal þeirra markmiða er að útrýma ofbeldi gagnvart konum, efla forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, útrýma sárafátækt og að fátækum fækki um helming til ársins 2030 auk þess að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar ásamt því að tyggja félagslegt öryggi allra. Markmiðin ganga út á það að búa til betri heim fyrir alla og þurfa allir að taka þátt ekki síst stjórnvöld og sveitarfélög sem skipta þar miklu máli. Félagsráðgjafar eru ein þeirra fagstétta sem þekkja vel hvar skórinn kreppir á þessu sviði og hafa hlutverki að gegna þegar kemur að því að uppfylla markmiðin. Fyrir liggur skýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum þar sem fjallað er um helstu verkefni, áætlanir og áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þegar rýnt er í Heimsmarkmiðin er mikilvægi fálagsráðgjafa sem fagstéttar í innleiðingarferlinu auðséð og ekki síður mikilvægi þess að rödd félagsráðgjafa berist innan úr kerfi hins opinbera til þeirra sem taka ákvarðanir um innleiðingu Heimsmarkmiðana. Alþjóðasamtök félagsráðgjafa hafa um árabil lagt áherslu á félagsráðgjöf og sjálfbærni þar sem umræða er um aðkomu félagsráðgjafar að framkvæmd þessara markmiða. Alþjóðasamtökin hafa jafnframt vakið máls á áhrifum loftlagsbreytinga á jaðarsetta hópa. Evrópusamtök félagsráðgjafa hafa vakiðathygli á vaxandi félagslegum vanda í Evrópu, sérstaklega tengdum fólksflutningum sem ekkert lát virðist vera á vegna stríðsátaka og náttúruhamfara. Félagsráðgjafar búa yfir vitneskju um hvaða afleiðingar félagslegur vandi hefur fyrir einstaklinga og á efnahag þjóða. Félagsráðgjöf snýst um mannréttindi og munu félagsráðgjafar halda áfram að vinna með fólki, óháð uppruna þeirra og aðstæðum, til að stuðla að velferð þeirra og bæta samfélagið. Höfundur er félagsráðgjafi MPA og formaður FÍ.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun