Spáð fyrir um endalok umbrota við Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 20:24 Kristján Már fór yfir spá tveggja jarðvísindamanna sem hafa reiknað út að ef kvikuinnflæði fylgir línulegri þróun þá ljúki umbrotunum við Grindavík síðsumars. Stöð 2 Merki eru um að meira magn kviku þurfi að safnast fyrir undir Svartsengi en áður, til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og ríkir meiri óvissa um tímasetningu þess. Tveir jarðvísindamenn segja kvikusöfnunina vera að hægja á sér og hafa þeir spáð fyrir um lok umbrotanna við Grindavík síðsumars. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór yfir stöðuna á kvikuflæðinu undir Svartsengi með Sindra Sindrason fréttaþuli í kvöldfréttum í kvöld. Kristján byrjaði á að ræða spár vísindamannanna Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um kvikusöfnunina undir Svartsengi. „Þeir spá því að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars, það er að segja eftir fjóra til fimm mánuði. Og það má rifja upp að í holuhraunsgosinu sem hófst í ágústlok 2014 þá var Haraldur svo djarfur að hann spáði því um haustið að því gosi myndi ljúka í lok febrúar eða byrjun mars. Hann gat vart verið nákvæmari því goslokum var lýst yfir 28. febrúar. Það er því ástæða til að hlusta á spárnar frá honum Haraldi,“ sagði Kristján. Kristján segir vísindamennina tvo byggja á gögnum Veðurstofunnar, þar á meðal á línuriti sem sýni atburðina fimm frá því í nóvember, þrjú eldgos og tvö kvikuhlaup sem enduðu ekki með gosi. Það línurit má sjá hér að neðan. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Út frá þeim gögnum hafa vísindamennirnir tveir gert sitt eigið línurit til að spá fyrir um endalok umbrotanna. „Það sýnir hvernig það hefur jafnt og þétt verið að hægja á kvikuinnstreyminu innan undir Svartsengi. Í látunum í nóvember þegar allt hristist og skalf þá mældist kvikuinnnstreymið yfir 700 þúsund rúmmetra á dag. Síðan hefur jafnt og þétt dregist úr innstreyminu Myndin frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota í Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágúst.vulkan.blog.is Kristján segir vísindamennina telja þetta innstreymi kvikunnar fylgja línulegri þróun. Út frá þeirri þróun spái þeir að þessum atburði verði lokið einhvern tímann á tímabilinu frá 1. júlí og fram til 15. ágúst. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, fór yfir stöðuna á kvikuflæðinu undir Svartsengi með Sindra Sindrason fréttaþuli í kvöldfréttum í kvöld. Kristján byrjaði á að ræða spár vísindamannanna Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um kvikusöfnunina undir Svartsengi. „Þeir spá því að umbrotunum við Grindavík ljúki síðsumars, það er að segja eftir fjóra til fimm mánuði. Og það má rifja upp að í holuhraunsgosinu sem hófst í ágústlok 2014 þá var Haraldur svo djarfur að hann spáði því um haustið að því gosi myndi ljúka í lok febrúar eða byrjun mars. Hann gat vart verið nákvæmari því goslokum var lýst yfir 28. febrúar. Það er því ástæða til að hlusta á spárnar frá honum Haraldi,“ sagði Kristján. Kristján segir vísindamennina tvo byggja á gögnum Veðurstofunnar, þar á meðal á línuriti sem sýni atburðina fimm frá því í nóvember, þrjú eldgos og tvö kvikuhlaup sem enduðu ekki með gosi. Það línurit má sjá hér að neðan. Línurnar tákna viðburðina í yfirstandandi eldgosahrinu. Stjörnurnar tákna eldgos.Veðurstofan Út frá þeim gögnum hafa vísindamennirnir tveir gert sitt eigið línurit til að spá fyrir um endalok umbrotanna. „Það sýnir hvernig það hefur jafnt og þétt verið að hægja á kvikuinnstreyminu innan undir Svartsengi. Í látunum í nóvember þegar allt hristist og skalf þá mældist kvikuinnnstreymið yfir 700 þúsund rúmmetra á dag. Síðan hefur jafnt og þétt dregist úr innstreyminu Myndin frumgerð spár Haraldar og Gríms um lok umbrota í Grindavík. Hraði innstreymis í kvikuhólfið undir Svartsengi er teiknaður á móti tíma, með bláum punktum og línu. Gert er ráð fyrir línulegri hegðun og tvær spálínur sýndar. Þessi aðferð spáir því að innstreymi kviku í lagganginn undir Svartsengi ljúki síðsumars árið 2024, á tímabilinu frá júlíbyrjun og fram undir miðjan ágúst.vulkan.blog.is Kristján segir vísindamennina telja þetta innstreymi kvikunnar fylgja línulegri þróun. Út frá þeirri þróun spái þeir að þessum atburði verði lokið einhvern tímann á tímabilinu frá 1. júlí og fram til 15. ágúst.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira