Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 19:33 Myndin birtist í fjölmiðlum um allan heim en hefur nú verið afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að henni hefur verið breytt. Vilhjálmur Bretaprins Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag. Þetta segir Phil Chetwynd, fréttastjóri AFP, í samtali við útvarpsþáttinn Media Show á BBC 4. Nú er hirð hjónanna ekki lengur flokkuð sem „trusted source“ og verða því allar ljósmyndir sem koma úr þeirra herbúðum í framtíðinni skoðaðar ítarlega áður en þær eru birtar hjá fréttaveitunni. Chetwynd segir myndbirtinguna hafa skapað mikið vesen fyrir fréttaveituna. Hún hefði, að hans sögn, aldrei átt að birta myndina þar sem myndin var í trássi við ritstjórnarreglur. Katrín hefur beðist afsökunar á „ruglingnum“ sem myndin olli og sagðist í yfirlýsingu hafa átt við myndina sjálf, eins og margir áhugaljósmyndarar. Kensington höll, hirð Katrínar og Vilhjálms, hefur ekki bætt neinu við yfirlýsingu Katrínar en neitað að birta upprunalegu myndina, sem Vilhjálmur er sagður hafa tekið á þessu ári. Myndin birtist í fjölmiðlum út um allan heim á sunnudag. Myndin var afturkölluð af myundaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og gáfu út svokallað „kill notice“ skömmu eftir að hún fór í dreifingu. Chetwynd segir að tilkynning hafi verið send öllum innan AFP um að Kensington væri ekki hægt að treysta lengur og að skoða þurfi vel allar myndir sem sendar eru inn til veitunnar. Það sé þá nokkuð óalgengt að gefin sé út svokölluð „kill notice“. „Að drepa eitthvað vegna þess að átt hefur verið við það er mjög óalgengt. Við gerum það kannski einu sinni á ári, sjaldnar vona ég. Þau skipti sem það hefur verið gert er vegna mynda sem borist hafa frá ríkisútvarpi Norður-Kóreu eða ríkisútvarpi Íran.“ Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Ljósmyndun Tengdar fréttir Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55 Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34 Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Þetta segir Phil Chetwynd, fréttastjóri AFP, í samtali við útvarpsþáttinn Media Show á BBC 4. Nú er hirð hjónanna ekki lengur flokkuð sem „trusted source“ og verða því allar ljósmyndir sem koma úr þeirra herbúðum í framtíðinni skoðaðar ítarlega áður en þær eru birtar hjá fréttaveitunni. Chetwynd segir myndbirtinguna hafa skapað mikið vesen fyrir fréttaveituna. Hún hefði, að hans sögn, aldrei átt að birta myndina þar sem myndin var í trássi við ritstjórnarreglur. Katrín hefur beðist afsökunar á „ruglingnum“ sem myndin olli og sagðist í yfirlýsingu hafa átt við myndina sjálf, eins og margir áhugaljósmyndarar. Kensington höll, hirð Katrínar og Vilhjálms, hefur ekki bætt neinu við yfirlýsingu Katrínar en neitað að birta upprunalegu myndina, sem Vilhjálmur er sagður hafa tekið á þessu ári. Myndin birtist í fjölmiðlum út um allan heim á sunnudag. Myndin var afturkölluð af myundaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og gáfu út svokallað „kill notice“ skömmu eftir að hún fór í dreifingu. Chetwynd segir að tilkynning hafi verið send öllum innan AFP um að Kensington væri ekki hægt að treysta lengur og að skoða þurfi vel allar myndir sem sendar eru inn til veitunnar. Það sé þá nokkuð óalgengt að gefin sé út svokölluð „kill notice“. „Að drepa eitthvað vegna þess að átt hefur verið við það er mjög óalgengt. Við gerum það kannski einu sinni á ári, sjaldnar vona ég. Þau skipti sem það hefur verið gert er vegna mynda sem borist hafa frá ríkisútvarpi Norður-Kóreu eða ríkisútvarpi Íran.“
Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Ljósmyndun Tengdar fréttir Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55 Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34 Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55
Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34
Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58