Metfjöldi skemmtiferðaskipa í sumar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2024 16:01 Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir tímabært að bærinn sé með stefnu um hversu mörgum ferðamönnum skemmtiferðaskipa hann sé tilbúinn að taka á móti. Vísir/Einar Aldrei hafa jafn mörg skemmtiferðaskip boðað koma sína á Ísafjörð líkt og í sumar. Bæjarstjórinn segir unnið að því að tryggja að ferðamenn í bænum verði ekki fleiri en innviðirnir þola. Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt á Ísafjörð í apríl. Þegar hafa 218 skip boðað komu sína þetta árið. „Skipum hefur fjölgað verulega síðustu árin. Nema náttúrulega Covid árin en við erum að sjá verulega fjölgun og það er auðvitað metfjöldi skipa bókaður í sumar,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Skipin verða nokkuð fleiri en í fyrra en þá komu rúmlega hundrað og áttatíu skip. Tæplega fjögur þúsund manns búa í bænum en farþegarnir í stærstu skipunum geta verið nokkuð fleiri. Þegar mest er um að vera eru yfir sex þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á rölti um bæinn. „Það er ofboðslega mikið álag þá á alla innviði og við finnum að það eru þungir dagar. Meðan við erum ekki með meiri afþreyingu og ekki fleiri rútur þá er þetta bara þungt. Það hefur verulega neikvæð áhrif á gesti þessara skipa ef Ísafjörður er fullur og á nágrannabyggðir. Þá er þetta bara neikvæð upplifun og það viljum við ekki.“ Arna segir að bæjaryfirvöld séu að vinna sérstaka stefnu í mótttöku skemmtiferðaskipa með það í huga að tryggja að ferðamennirnir verði ekki fleiri en innviðirnir þola. „Í þessari stefnu sem núna er til umsagnar þá setjum við stopp við þegar farþegafjöldinn er kominn upp í átta þúsund hámarksfjöldi í skipi.“ Á síðustu árum hefur töluvert verið um framkvæmdir á hafnarsvæðinu. „Við höfum verið í stórum framkvæmdum á Sundabakka. Við höfum verið að lengja hann og í miklum landvinningum og það hefur orðið til þess að við erum að fá nýjar lóðir þar sem við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki hér eru að fara að byggja upp. Við erum þegar búin að gera viljayfirlýsingu við Vélsmiðjuna Þrym sem verður þarna með hafsækna starfsemi og svo liggur fyrir að bæði Kerecis og Háafell munu byggja líka á Suðurtanganum. Þannig að það er bara ofboðslega margt í gangi og margt skemmtilegt.“ Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er væntanlegt á Ísafjörð í apríl. Þegar hafa 218 skip boðað komu sína þetta árið. „Skipum hefur fjölgað verulega síðustu árin. Nema náttúrulega Covid árin en við erum að sjá verulega fjölgun og það er auðvitað metfjöldi skipa bókaður í sumar,“ segir Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Skipin verða nokkuð fleiri en í fyrra en þá komu rúmlega hundrað og áttatíu skip. Tæplega fjögur þúsund manns búa í bænum en farþegarnir í stærstu skipunum geta verið nokkuð fleiri. Þegar mest er um að vera eru yfir sex þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á rölti um bæinn. „Það er ofboðslega mikið álag þá á alla innviði og við finnum að það eru þungir dagar. Meðan við erum ekki með meiri afþreyingu og ekki fleiri rútur þá er þetta bara þungt. Það hefur verulega neikvæð áhrif á gesti þessara skipa ef Ísafjörður er fullur og á nágrannabyggðir. Þá er þetta bara neikvæð upplifun og það viljum við ekki.“ Arna segir að bæjaryfirvöld séu að vinna sérstaka stefnu í mótttöku skemmtiferðaskipa með það í huga að tryggja að ferðamennirnir verði ekki fleiri en innviðirnir þola. „Í þessari stefnu sem núna er til umsagnar þá setjum við stopp við þegar farþegafjöldinn er kominn upp í átta þúsund hámarksfjöldi í skipi.“ Á síðustu árum hefur töluvert verið um framkvæmdir á hafnarsvæðinu. „Við höfum verið í stórum framkvæmdum á Sundabakka. Við höfum verið að lengja hann og í miklum landvinningum og það hefur orðið til þess að við erum að fá nýjar lóðir þar sem við sjáum fyrir okkur að fyrirtæki hér eru að fara að byggja upp. Við erum þegar búin að gera viljayfirlýsingu við Vélsmiðjuna Þrym sem verður þarna með hafsækna starfsemi og svo liggur fyrir að bæði Kerecis og Háafell munu byggja líka á Suðurtanganum. Þannig að það er bara ofboðslega margt í gangi og margt skemmtilegt.“
Ísafjarðarbær Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. 29. desember 2022 18:23