„Kölluðu starfsfólk borgarinnar út“ og gerðu æfingar Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2024 11:05 Starfsfólk borgarinnar við Höfðatorg var leitt áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi var „kallað út“ og safnaðist saman í bakgarðinum þar sem sem „Heilsuverðirnir“ Gunni og Felix tóku á móti því og gerðu með þeim æfingar. Um var að ræða viðburð í tengslum við Mottumars og svipaði „útkallið“ til brunaútkalls sem allir þekkja svo vel. „Heilsuvörður Mottumars“ tók ásamt vel þjálfuðu „crowd-control liði“ á móti fólkinu og fylgdi þeim í garðinn á milli húsanna. Heilsuverðirnir að þessu sinni voru þeir Gunni og Felix, það er Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Hópurinn var leiddur áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Gunni og Felix stýrðu æfingunum.Vísir/Vilhelm Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því innsæi að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Í tilkynningu segir að það sé hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfi sig reglulega. Í hreyfingu felist einföldustu og sjálfsögðustu forvarnir sem þekktar séu gegn krabbameini. Kallaútkall Mottumars gangi út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Ekki þurfi nema örfáar mínútur á dag. „Miðað við rannsóknir er ekki vanþörf á að redda fleiri körlum frá heilsuspillandi kyrrsetu. Eins er önnur hlið á Kallaútkallinu að mörgum gengur betur að hreyfa sig í félagsskap við aðra karla. Vísir/Vilhelm Spár um fjölgun krabbameinstilvika eru alls ekki nógu jákvæðar spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukning til ársins 2040. Því vill Krabbameinsfélagið leggja áherslu á hversu mikilvægt er að samfélagið allt leggist á árarnar til að reyna að koma í veg fyrir að spárnar rætist. Góðar lífvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því viljum við í Mottumars nýta öll tækifæri til að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að með þessu „Kallaútkalli“ hjá Reykjavíkurborg muni aðrir fjölmennir vinnustaðir fylgja fordæminu því það skiptir máli að við gerum allt sem við getum til að snúa þeirri spá sem við okkur blasir við,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilsa Reykjavík Tengdar fréttir Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Um var að ræða viðburð í tengslum við Mottumars og svipaði „útkallið“ til brunaútkalls sem allir þekkja svo vel. „Heilsuvörður Mottumars“ tók ásamt vel þjálfuðu „crowd-control liði“ á móti fólkinu og fylgdi þeim í garðinn á milli húsanna. Heilsuverðirnir að þessu sinni voru þeir Gunni og Felix, það er Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Hópurinn var leiddur áfram í léttum og vel skipulögðum æfingum á meðan skemmtileg tónlist hljómaði. Gunni og Felix stýrðu æfingunum.Vísir/Vilhelm Herferð Mottumars í ár ber nafnið Kallaútkall og byggir á því innsæi að um þriðjungur krabbameinstilvika eru lífsstílstengd og hægt er að draga úr líkum á þeim með heilsusamlegum lífsstíl. Í tilkynningu segir að það sé hins vegar grátleg staðreynd að of fáir karlmenn hreyfi sig reglulega. Í hreyfingu felist einföldustu og sjálfsögðustu forvarnir sem þekktar séu gegn krabbameini. Kallaútkall Mottumars gangi út á að vekja kyrrsetumenn af þyrnirósarsvefni sínum með rótsterku og óblönduðu orkuskoti. Ekki þurfi nema örfáar mínútur á dag. „Miðað við rannsóknir er ekki vanþörf á að redda fleiri körlum frá heilsuspillandi kyrrsetu. Eins er önnur hlið á Kallaútkallinu að mörgum gengur betur að hreyfa sig í félagsskap við aðra karla. Vísir/Vilhelm Spár um fjölgun krabbameinstilvika eru alls ekki nógu jákvæðar spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi á næstu árum eða 57% aukning til ársins 2040. Því vill Krabbameinsfélagið leggja áherslu á hversu mikilvægt er að samfélagið allt leggist á árarnar til að reyna að koma í veg fyrir að spárnar rætist. Góðar lífvenjur minnka líkur á krabbameinum og þar skiptir máli að við hreyfum okkur reglulega og höldum kyrrsetu í lágmarki. Því viljum við í Mottumars nýta öll tækifæri til að hvetja fólk til að hreyfa sig meira. Það er von okkar að með þessu „Kallaútkalli“ hjá Reykjavíkurborg muni aðrir fjölmennir vinnustaðir fylgja fordæminu því það skiptir máli að við gerum allt sem við getum til að snúa þeirri spá sem við okkur blasir við,“ segir í tilkynningunni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilsa Reykjavík Tengdar fréttir Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Guðni hoppaði í fyrsta Mottumarssokkaparinu Guðni Th. Jóhannesson fékk fyrsta parið af Mottumarssokkunum sem seldir eru til styrktar Krabbameinsfélaginu í Mottumars. Guðni hefur árlega tekið við fyrsta pari sokkanna frá árinu 2018 þegar þeir voru fyrst framleiddir. 26. febrúar 2024 16:31