Spá 25 punkta lækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 12:54 Jón Bjarki Bentsson er aðahagfræðingur Íslandsbanka. Greining bankans telur að stýrivextir gætu verið komnir niður fyrir átta prósent um næstu áramót og undir sex prósent að tveimur árum liðnum. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig þegar næsta vaxtaákvörðun verður kynnt á miðvikudaginn í næstu viku. Nokkrar líkur séu einnig á að vöxtum verði haldið óbreyttum fram í maí. Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka, en stýrivextir eru nú 9,25 prósent og hefur bankinn haldið þeim óbreyttum síðustu þrjá vaxtaákvörðunardaga. Fram kemur á vef Íslandsbanka að fari svo að vextir verði lækkaðir nú muni hagfelld niðurstaða kjarasamninga, minni verðbólguþrýstingur og merki um kólnandi hagkerfi vega þyngra en háar verðbólguvæntingar og öfugt ef niðurstaðan verðióbreyttir vextir. „Stýrivextir gætu verið komnir niður fyrir 8% um næstu áramót og undir 6% að tveimur árum liðnum. Við spáum því að langþráð vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á næsta vaxtaákvörðunardegi, 20. mars næstkomandi. Gerum við ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentur og meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verði 9,0%. Nokkrar líkur eru þó á því að peningastefnunefnd bankans ákveði að bíða átekta fram í maí, halda vöxtum óbreyttum að þessu sinni og sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað verðbólguþróun, lyktir þeirra kjarasamninga sem enn er ólokið og áframhaldandi kólnun hagkerfisins varðar. Gætu skoðanir innan nefndarinnar orðið skiptar hvað þetta varðar líkt og raunin var í febrúar. Okkar skoðun er hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða með lækkun vaxta eftir fremur hagfellda niðurstöðu kjarasamninga á stórum hluta hins almenna vinnumarkaðar, hjöðnun verðbólgu á flesta ef ekki alla kvarða síðustu mánuði og sífellt skýrari vísbendingar um kólnandi hagkerfi eftir stutt en snarpt þensluskeið,“ segir á vef Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Íslandsbanka, en stýrivextir eru nú 9,25 prósent og hefur bankinn haldið þeim óbreyttum síðustu þrjá vaxtaákvörðunardaga. Fram kemur á vef Íslandsbanka að fari svo að vextir verði lækkaðir nú muni hagfelld niðurstaða kjarasamninga, minni verðbólguþrýstingur og merki um kólnandi hagkerfi vega þyngra en háar verðbólguvæntingar og öfugt ef niðurstaðan verðióbreyttir vextir. „Stýrivextir gætu verið komnir niður fyrir 8% um næstu áramót og undir 6% að tveimur árum liðnum. Við spáum því að langþráð vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á næsta vaxtaákvörðunardegi, 20. mars næstkomandi. Gerum við ráð fyrir því að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentur og meginvextir bankans, vextir á 7 daga bundnum innlánum, verði 9,0%. Nokkrar líkur eru þó á því að peningastefnunefnd bankans ákveði að bíða átekta fram í maí, halda vöxtum óbreyttum að þessu sinni og sjá hvað næstu mánuðir bera í skauti sér hvað verðbólguþróun, lyktir þeirra kjarasamninga sem enn er ólokið og áframhaldandi kólnun hagkerfisins varðar. Gætu skoðanir innan nefndarinnar orðið skiptar hvað þetta varðar líkt og raunin var í febrúar. Okkar skoðun er hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða með lækkun vaxta eftir fremur hagfellda niðurstöðu kjarasamninga á stórum hluta hins almenna vinnumarkaðar, hjöðnun verðbólgu á flesta ef ekki alla kvarða síðustu mánuði og sífellt skýrari vísbendingar um kólnandi hagkerfi eftir stutt en snarpt þensluskeið,“ segir á vef Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira