Fjárfest í stafrænni þjónustu fyrir eldra fólk - Reykjavíkurborg leiðandi á Norðurlöndunum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2024 08:31 Reykjavíkurborg leiðir stafræna þjónustu við eldra fólk ekki bara á landsvísu heldur líka á Norðurlöndunum og hefur fjárfest tæplega 356 milljónum króna síðustu sex árin ásamt að hafa fengið um 141 milljón króna mótframlag frá ríkinu - samtals fjárfesting upp á hálfan milljarð króna sem varið hefur verið í stafræna þjónustu umbreytingu hjá velferðarsviði. Utan landsteinanna hefur verið tekið eftir hvað Reykjavíkurborg er þjónustumiðuð en Velferðamiðstöð Norðurlandanna (s. Nordens Välfärdscenter) sem heldur utan um nýsköpun í þjónustu er tengist velferð og kallast í daglegu máli velferðartækni, tilgreinir Reykjavíkurborg í sinni samantekt Norðurlandaþjóðanna sem leiðandi afl á Norðurlöndunum en ekki Ísland. Rafræn miðstöð - fyrsta stopp! Fjölbreytt er hlutverk rafrænnar miðstöðvar en hún tekur við fyrstu erindum og þjónustu beiðnum frá borgarbúum í þörf fyrir velferðarþjónustu með það markmiði að veita íbúum framúrskarandi þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar með rafrænum hætti. Miðstöðin vinnur markvisst að umbótum á þjónustu velferðarsviðs með þarfir íbúa borgarinnar, gæði og skilvirkni að leiðarljósi og er leiðandi í þjónustumenningu, nýtingu stafrænna lausna og velferðartækni hjá velferðarsviði. Hjá Rafrænni miðstöð taka síðan fimm teymi við sem annast fjölbreytta þjónustu meðal annars við eldra fólk en þau eru Þjónustuteymi, Ráðgjafarteymi, Umbótateymi, Velferðartæknismiðja og Skjáver. Öldrunarráðgjöf fyrir borgara og aðstandendur Sérstök öldrunarráðgjöf var tekin í gagnið á síðsta ári hjá Rafrænni miðstöð en þar er hægt að bóka beint símtal á netinu og veita borgaranum og aðstandendum leiðbeiningar, upplýsingar og ráðgjöf. Félagsráðgjafi tekur símtölin, kynnir fjölbreytta þjónustu og eftir atvikum að tengir borgarann við miðstöðvar innan hverfanna sem og aðra þjónustu sem veitt er af hálfu borgarinnar. Skjáheimsóknir, fjarvöktun sjúkdóma og lyfjaskammtarar Skjáverið þjónustar 84 virka notendur í skjáheimsóknum en um er að ræða 800 samtöl á mánuði, sjö daga vikunnar, líka á kvöldin. Heimahjúkrun býður upp á fjarvöktun sjúkdóma fyrir 31 borgaraen um er að ræða fjarvöktun og eftirlit með sjúkdómum sem tengjast hjarta, blóðsykri, krabbameini og blóðþrýstingi. Sem dæmi er eftirlit með hjartabilun til prófunar í 12 mánuði fyrir 20 einstaklinga og er samvinnuverkefni með göngudeild hjartabilunar á Landspítalanum. Blóðþrýstings- og súrefnismælum er komið fyrir á heimilum og eru send sjálfvirk gögn til Skjávers er seinna vöktun og eftirliti með einkennum. Teknir hafa verið í notkun 73 lyfjaskammtarar í heimaþjónustu en Skjáverið sér um rafræna vöktun, utanumhald og annast starfsfólk heimaþjónustu um að fylla á skammtarana. Lyfjaskammtararnir hafa létt verulega undir með starfsfólki þannig að mannauður nýtist betur, tími sparast og valdefling er fyrir þau sem geta tekið lyfin sín sjálf en þurfa stuðning og eftirlit. Fjarsjúkraþjálfun, umönnunaráætlanir og aðstandendur Fjarsjúkraþjálfun er tilraunaverkefni til 9 mánaða en endurhæfingarteymi mun nýta tæknina fyrir sína skjólstæðinga og fær borgarinn til sín spjaldtölvu, gerir æfingar sjálfstætt heima og fylgir þjálfara, einstakling á skjánum, og gera þau æfingar saman. Forritið minnir á þegar æfingatími hefst og annast Skjáverið umsýslu og eftirfylgd. Nýjasta viðbótin í stafrænu umbreytingu við eldra fólk í heimaþjónustu og búsetuþjónustu er Dala-care. Dala care er smáforrit sem heldur utan um umönnunaráætlanir, sem verða aðgengilegar í rauntíma, gefa notanda, aðstandendum og fagfólki kleift að fylgst með. Kerfið heldur utan um skráningu upplýsinga og um leið eykur öryggi notenda, auðveldar starfsfólki skipulagningu og veitingu þjónustunnar og gefur aðstandendum aðgang sé þess þörf. Þannig nýtist dýrmætur tími starfsfólk við persónulega þjónustu þeirra sem þess þurfa í stað þess að verja honum í gagnainnslátt og umsýslu. Innleiðing mun snerta 5000 notendur fyrir utan aðstandendur en fjöldi notenda í heimaþjónustu eru um 4000 borgarar, 474 starfa í heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar, 176 starfa í heimahjúkrun og 298 í heimastuðningi. Þúsundir Reykvíkinga munu njóta góðs af þessari þjónustu þegar fram líða stundir. Þarfir borgarans í öndvegi Reykjavíkurborg leiðir starfræna þjónustuþróun á Norðurlöndunum við eldra fólk. Viðkvæm og mikilvæg þjónusta sem komin til að vera. Er viðbót við persónulega þjónustu, hentar sumum en ekki öllum. Við þurfum að þjónusta öll. Ávinningurinn er betri nýting mannafla, aukin skilvirkni, tími og fjármunir sparast. Reykvíkingar geta verið stoltir af þessari mikilvægu vinnu í þágu okkar allra. Áframhaldandi verkefni liggja í loftinu eins og eftirfylgd eftir endurhæfingu, útskrift af spítala og jafnvel hóp- hittingar í gegnum Sjáverið til að taka á einmanaleika og depurð. Tækifærin leynast víða og mun vera spennandi að fylgjast með smiðju velferðatækni næstu misserin í þróun sinni í betri þjónustu fyrir sístækkandi hóp borgarbúa. Við erum á fleygi ferð! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Stafræn þróun Eldri borgarar Borgarstjórn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg leiðir stafræna þjónustu við eldra fólk ekki bara á landsvísu heldur líka á Norðurlöndunum og hefur fjárfest tæplega 356 milljónum króna síðustu sex árin ásamt að hafa fengið um 141 milljón króna mótframlag frá ríkinu - samtals fjárfesting upp á hálfan milljarð króna sem varið hefur verið í stafræna þjónustu umbreytingu hjá velferðarsviði. Utan landsteinanna hefur verið tekið eftir hvað Reykjavíkurborg er þjónustumiðuð en Velferðamiðstöð Norðurlandanna (s. Nordens Välfärdscenter) sem heldur utan um nýsköpun í þjónustu er tengist velferð og kallast í daglegu máli velferðartækni, tilgreinir Reykjavíkurborg í sinni samantekt Norðurlandaþjóðanna sem leiðandi afl á Norðurlöndunum en ekki Ísland. Rafræn miðstöð - fyrsta stopp! Fjölbreytt er hlutverk rafrænnar miðstöðvar en hún tekur við fyrstu erindum og þjónustu beiðnum frá borgarbúum í þörf fyrir velferðarþjónustu með það markmiði að veita íbúum framúrskarandi þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar með rafrænum hætti. Miðstöðin vinnur markvisst að umbótum á þjónustu velferðarsviðs með þarfir íbúa borgarinnar, gæði og skilvirkni að leiðarljósi og er leiðandi í þjónustumenningu, nýtingu stafrænna lausna og velferðartækni hjá velferðarsviði. Hjá Rafrænni miðstöð taka síðan fimm teymi við sem annast fjölbreytta þjónustu meðal annars við eldra fólk en þau eru Þjónustuteymi, Ráðgjafarteymi, Umbótateymi, Velferðartæknismiðja og Skjáver. Öldrunarráðgjöf fyrir borgara og aðstandendur Sérstök öldrunarráðgjöf var tekin í gagnið á síðsta ári hjá Rafrænni miðstöð en þar er hægt að bóka beint símtal á netinu og veita borgaranum og aðstandendum leiðbeiningar, upplýsingar og ráðgjöf. Félagsráðgjafi tekur símtölin, kynnir fjölbreytta þjónustu og eftir atvikum að tengir borgarann við miðstöðvar innan hverfanna sem og aðra þjónustu sem veitt er af hálfu borgarinnar. Skjáheimsóknir, fjarvöktun sjúkdóma og lyfjaskammtarar Skjáverið þjónustar 84 virka notendur í skjáheimsóknum en um er að ræða 800 samtöl á mánuði, sjö daga vikunnar, líka á kvöldin. Heimahjúkrun býður upp á fjarvöktun sjúkdóma fyrir 31 borgaraen um er að ræða fjarvöktun og eftirlit með sjúkdómum sem tengjast hjarta, blóðsykri, krabbameini og blóðþrýstingi. Sem dæmi er eftirlit með hjartabilun til prófunar í 12 mánuði fyrir 20 einstaklinga og er samvinnuverkefni með göngudeild hjartabilunar á Landspítalanum. Blóðþrýstings- og súrefnismælum er komið fyrir á heimilum og eru send sjálfvirk gögn til Skjávers er seinna vöktun og eftirliti með einkennum. Teknir hafa verið í notkun 73 lyfjaskammtarar í heimaþjónustu en Skjáverið sér um rafræna vöktun, utanumhald og annast starfsfólk heimaþjónustu um að fylla á skammtarana. Lyfjaskammtararnir hafa létt verulega undir með starfsfólki þannig að mannauður nýtist betur, tími sparast og valdefling er fyrir þau sem geta tekið lyfin sín sjálf en þurfa stuðning og eftirlit. Fjarsjúkraþjálfun, umönnunaráætlanir og aðstandendur Fjarsjúkraþjálfun er tilraunaverkefni til 9 mánaða en endurhæfingarteymi mun nýta tæknina fyrir sína skjólstæðinga og fær borgarinn til sín spjaldtölvu, gerir æfingar sjálfstætt heima og fylgir þjálfara, einstakling á skjánum, og gera þau æfingar saman. Forritið minnir á þegar æfingatími hefst og annast Skjáverið umsýslu og eftirfylgd. Nýjasta viðbótin í stafrænu umbreytingu við eldra fólk í heimaþjónustu og búsetuþjónustu er Dala-care. Dala care er smáforrit sem heldur utan um umönnunaráætlanir, sem verða aðgengilegar í rauntíma, gefa notanda, aðstandendum og fagfólki kleift að fylgst með. Kerfið heldur utan um skráningu upplýsinga og um leið eykur öryggi notenda, auðveldar starfsfólki skipulagningu og veitingu þjónustunnar og gefur aðstandendum aðgang sé þess þörf. Þannig nýtist dýrmætur tími starfsfólk við persónulega þjónustu þeirra sem þess þurfa í stað þess að verja honum í gagnainnslátt og umsýslu. Innleiðing mun snerta 5000 notendur fyrir utan aðstandendur en fjöldi notenda í heimaþjónustu eru um 4000 borgarar, 474 starfa í heimaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar, 176 starfa í heimahjúkrun og 298 í heimastuðningi. Þúsundir Reykvíkinga munu njóta góðs af þessari þjónustu þegar fram líða stundir. Þarfir borgarans í öndvegi Reykjavíkurborg leiðir starfræna þjónustuþróun á Norðurlöndunum við eldra fólk. Viðkvæm og mikilvæg þjónusta sem komin til að vera. Er viðbót við persónulega þjónustu, hentar sumum en ekki öllum. Við þurfum að þjónusta öll. Ávinningurinn er betri nýting mannafla, aukin skilvirkni, tími og fjármunir sparast. Reykvíkingar geta verið stoltir af þessari mikilvægu vinnu í þágu okkar allra. Áframhaldandi verkefni liggja í loftinu eins og eftirfylgd eftir endurhæfingu, útskrift af spítala og jafnvel hóp- hittingar í gegnum Sjáverið til að taka á einmanaleika og depurð. Tækifærin leynast víða og mun vera spennandi að fylgjast með smiðju velferðatækni næstu misserin í þróun sinni í betri þjónustu fyrir sístækkandi hóp borgarbúa. Við erum á fleygi ferð! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun