Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. mars 2024 18:36 Ásdís María Viðarsdóttir einn höfunda lagsins segir samvisku sína ekki leyfa sér það. Sunna Ben Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. Hún hefur ákveðið að slíta á tengsl sín við lagið og fer ekki til Svíþjóðar á lokakeppnina verði ákveðið að senda það þangað út. RÚV greinir frá því að niðurstaða keppninnar hafi setið í henni frá því að úrslitin komu í ljós síðustu helgi. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ hefur RÚV eftir henni. Vildi að Bashar færi út í staðinn Ásdís hafi viljað að lagið Wild West í flutningi Palestínumannsins Bashars Murad sem laut í lægra haldi í lokaeinvíginu fengi að fara út í lokakeppnina í stað lagsins hennar Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar. Hún hafi lagt til að niðurstaða fyrri umferðarinnar, þar sem Bashar hlaut langflest atkvæða, yrði látin standa og að í staðinn fengi Hera kannski að fara á næsta ári en þeirri hugmynd hafnaði Ríkisútvarpið. Ásdís segir jafnframt þá sem komu að Söngvakeppninni hafa fullvissað sig um að hún yrði ekki sett í þá stöðu sem hún finnur sig í núna. „Ég upplifi mig í ömurlegri stöðu, en samt er ég stolt af Heru og hennar óaðfinnanlegu frammistöðu. Það er fullt af fólki sem lagði allt sitt í að gera atriðið eins gott og raunin var. Ég geri þetta í fullum kærleik og virðingu við Heru og öll hin,“ hefur RÚV eftir henni. Fá að taka þátt með breyttum texta Þátttaka Ísraels í Eurovision þykir mörgum skjóta skökku við vegna látlausra átaka á Gasasvæðinu þar sem meira en þrjátíu þúsund Palestínubúar hafa látið lífið. Ísraelar fengu að taka þátt með því skilyrði að texta lagsins sem Ísraelar munu senda í lokakeppnina October Rain í flutningi Eden Golan yrði breytt. Lagið virtist mörgum fjalla um árás Hamas á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn. Stjórnendum Eurovision er heimilt að útiloka keppendur ef þeir þykja hafa brotið gegn reglum keppninnar gegn pólitískum áróðri. Eurovision Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Hún hefur ákveðið að slíta á tengsl sín við lagið og fer ekki til Svíþjóðar á lokakeppnina verði ákveðið að senda það þangað út. RÚV greinir frá því að niðurstaða keppninnar hafi setið í henni frá því að úrslitin komu í ljós síðustu helgi. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ hefur RÚV eftir henni. Vildi að Bashar færi út í staðinn Ásdís hafi viljað að lagið Wild West í flutningi Palestínumannsins Bashars Murad sem laut í lægra haldi í lokaeinvíginu fengi að fara út í lokakeppnina í stað lagsins hennar Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar. Hún hafi lagt til að niðurstaða fyrri umferðarinnar, þar sem Bashar hlaut langflest atkvæða, yrði látin standa og að í staðinn fengi Hera kannski að fara á næsta ári en þeirri hugmynd hafnaði Ríkisútvarpið. Ásdís segir jafnframt þá sem komu að Söngvakeppninni hafa fullvissað sig um að hún yrði ekki sett í þá stöðu sem hún finnur sig í núna. „Ég upplifi mig í ömurlegri stöðu, en samt er ég stolt af Heru og hennar óaðfinnanlegu frammistöðu. Það er fullt af fólki sem lagði allt sitt í að gera atriðið eins gott og raunin var. Ég geri þetta í fullum kærleik og virðingu við Heru og öll hin,“ hefur RÚV eftir henni. Fá að taka þátt með breyttum texta Þátttaka Ísraels í Eurovision þykir mörgum skjóta skökku við vegna látlausra átaka á Gasasvæðinu þar sem meira en þrjátíu þúsund Palestínubúar hafa látið lífið. Ísraelar fengu að taka þátt með því skilyrði að texta lagsins sem Ísraelar munu senda í lokakeppnina October Rain í flutningi Eden Golan yrði breytt. Lagið virtist mörgum fjalla um árás Hamas á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn. Stjórnendum Eurovision er heimilt að útiloka keppendur ef þeir þykja hafa brotið gegn reglum keppninnar gegn pólitískum áróðri.
Eurovision Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40
Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56