Frelsis- og mannúðarmál að heimila dánaraðstoð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2024 13:04 Dánaraðstoð verður lögleg á Íslandi ef frumvarp Viðreisnar nær fram að ganga en þó með skilyrðum. Frumvarpið er á dagskrá þingsins í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta vera frelsis- og mannúðarmál. Markmið frumvarpsins er að heimila fólki með ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu að þiggja dánaraðstoð. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Ég held að við höfum langflest persónulega reynslu af því að horfa upp á ástvin þjást af völdum banvæns sjúkdóms og viljum gera betur í þeim efnum og þó svo að líknameðferð sem við komandi hefur fengið hafi verið góð þá er viðkomandi kannski bara löngu tilbúinn að kveðja,“ segir Katrín. Í þessum skrifuðu orðum er verið að ræða efni frumvarpsins á Alþingi. Hægt er að fylgjast með umræðum í beinni útsendingu á vef Alþingis. Dánaraðstoð yrði þó aðeins heimil að skilyrðum uppfylltum. Sjúklingur sem vill þiggja dánaraðstoð þyrfti að lýsa yfir afdráttarlausum og óvéfengjanlegum vilja, að eigin frumkvæði. „Þetta er í grunninn frelsis- og mannúðarmál. Hér erum við að tala um yfirráðsrétt einstaklingsins yfir eigin lífi og líkama en við erum líka að tala um þegar við erum búin að berjast til síðasta blóðdropa, getum ekki meir, og erum bara svolítið tilbúin að fara að við sé okkur gert kleift að hafa einhverja stjórn á því.“ Læknum gefið samviskufrelsi Læknum bæri skylda til að ganga úr skugga um að viðkomandi sjúklingur uppfylli skilyrði samkvæmt frumvarpinu en þeir þyrftu líka að leita álits óháðs læknis sem annast hefur sjúklinginn. Mánuður þyrfti að líða frá því sjúklingur óskar eftir dánaraðstoð og þar til hún yrði veitt. Samkvæmt frumvarpinu gætu læknar neitað að framkvæma dánaraðstoð stangist hún á við trúarleg eða siðferðisleg viðhorf þeirra. „Það er bara ótrúlega mikilvægt að þeim sé veitt það því þrátt fyrir að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks sé orðið mun jákvæðara í garð dánar aðstoðar en það var áður þá er þetta náttúrulega alveg siðferðisleg spurning sem hver og einn verður að meta fyrir sjálfan sig.“ Viðreisn Alþingi Dánaraðstoð Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Markmið frumvarpsins er að heimila fólki með ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu að þiggja dánaraðstoð. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. „Ég held að við höfum langflest persónulega reynslu af því að horfa upp á ástvin þjást af völdum banvæns sjúkdóms og viljum gera betur í þeim efnum og þó svo að líknameðferð sem við komandi hefur fengið hafi verið góð þá er viðkomandi kannski bara löngu tilbúinn að kveðja,“ segir Katrín. Í þessum skrifuðu orðum er verið að ræða efni frumvarpsins á Alþingi. Hægt er að fylgjast með umræðum í beinni útsendingu á vef Alþingis. Dánaraðstoð yrði þó aðeins heimil að skilyrðum uppfylltum. Sjúklingur sem vill þiggja dánaraðstoð þyrfti að lýsa yfir afdráttarlausum og óvéfengjanlegum vilja, að eigin frumkvæði. „Þetta er í grunninn frelsis- og mannúðarmál. Hér erum við að tala um yfirráðsrétt einstaklingsins yfir eigin lífi og líkama en við erum líka að tala um þegar við erum búin að berjast til síðasta blóðdropa, getum ekki meir, og erum bara svolítið tilbúin að fara að við sé okkur gert kleift að hafa einhverja stjórn á því.“ Læknum gefið samviskufrelsi Læknum bæri skylda til að ganga úr skugga um að viðkomandi sjúklingur uppfylli skilyrði samkvæmt frumvarpinu en þeir þyrftu líka að leita álits óháðs læknis sem annast hefur sjúklinginn. Mánuður þyrfti að líða frá því sjúklingur óskar eftir dánaraðstoð og þar til hún yrði veitt. Samkvæmt frumvarpinu gætu læknar neitað að framkvæma dánaraðstoð stangist hún á við trúarleg eða siðferðisleg viðhorf þeirra. „Það er bara ótrúlega mikilvægt að þeim sé veitt það því þrátt fyrir að viðhorf heilbrigðisstarfsfólks sé orðið mun jákvæðara í garð dánar aðstoðar en það var áður þá er þetta náttúrulega alveg siðferðisleg spurning sem hver og einn verður að meta fyrir sjálfan sig.“
Viðreisn Alþingi Dánaraðstoð Tengdar fréttir Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01 Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 12. september 2023 08:01
Mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á opinn hátt Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra telur mikilvægt að umræðan um dánaraðstoð fái að þróast áfram á uppbyggilegan og opinn hátt. Þá þurfi að halda áfram nauðsynlegri vinnu áður en hægt sé að taka afstöðu til „þessa viðkvæma og mikilvæga málefnis“. 16. nóvember 2022 11:26