Þverpólitísk samstaða í Alabama um ný lög um notkun fósturvísa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 06:58 Lögin eru sögð mynda nokkurs konar verndarskjöld um starfsemi þeirra sem aðstoða einstaklinga sem glíma við ófrjósemi. Getty/Washington Post/Jay L. Clendenin Þingmenn í Alabama í Bandaríkjunum hafa samþykkt lög til að vernda heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfsmenn frá mögulegum sak- og lögsóknum, eftir að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði að fósturvísar væru manneskjur og nytu sömu réttinda og börn. Ýmsar heilbrigðisstofnanir sem buðu upp á þjónustu við einstaklinga sem glímdu við ófrjósemi hættu starfsemi eftir að dómurinn féll en hann gerði það að verkum að eyðilegging fósturvísa, viljandi eða óviljandi, gat nú allt í einu talist manndráp. Umrædd lög sem samþykkt voru á þinginu í gær njóta þverpólitísks stuðnings og voru samþykkt með 81 atkvæði gegn 12 í neðri deildinni og 29 atkvæðum gegn einu í efri deildinni. Ríkisstjórinn og Repúblikaninn Kay Ivey undirritaði lögin um leið og þau höfðu verið samþykkt. Lögin eru sögð vernda heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfsmenn frá ábyrgð ef fósturvísra eyðileggjast eða „deyja“ og vonir standa til að þær stofnanir sem höfðu lokað verði opnaðar á ný. Demókratar segja lögin hins vegar aðeins plástur á sárið, þar sem eftir standi sú ákvörðun hæstaréttar að fósturvísar séu börn. Málið hefur verið til mestu vandræða fyrir Repúblikana, sem hafa bæði talað fyrir því að allt „líf“ sé heilagt en einnig að standa þurfi vörð um bandarískar fjölskyldur og tryggja að þær geti fjölgað sér. Hafa sumir þeirra viðurkennt að það verði erfiðara ef fólk veigrar sér nú við því að notast við tæknifrjóvgun. Frjósemi Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Ýmsar heilbrigðisstofnanir sem buðu upp á þjónustu við einstaklinga sem glímdu við ófrjósemi hættu starfsemi eftir að dómurinn féll en hann gerði það að verkum að eyðilegging fósturvísa, viljandi eða óviljandi, gat nú allt í einu talist manndráp. Umrædd lög sem samþykkt voru á þinginu í gær njóta þverpólitísks stuðnings og voru samþykkt með 81 atkvæði gegn 12 í neðri deildinni og 29 atkvæðum gegn einu í efri deildinni. Ríkisstjórinn og Repúblikaninn Kay Ivey undirritaði lögin um leið og þau höfðu verið samþykkt. Lögin eru sögð vernda heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisstarfsmenn frá ábyrgð ef fósturvísra eyðileggjast eða „deyja“ og vonir standa til að þær stofnanir sem höfðu lokað verði opnaðar á ný. Demókratar segja lögin hins vegar aðeins plástur á sárið, þar sem eftir standi sú ákvörðun hæstaréttar að fósturvísar séu börn. Málið hefur verið til mestu vandræða fyrir Repúblikana, sem hafa bæði talað fyrir því að allt „líf“ sé heilagt en einnig að standa þurfi vörð um bandarískar fjölskyldur og tryggja að þær geti fjölgað sér. Hafa sumir þeirra viðurkennt að það verði erfiðara ef fólk veigrar sér nú við því að notast við tæknifrjóvgun.
Frjósemi Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira