Skórinn skal passa- sama hvað tautar og raular! Helga Jóhanna Oddsdóttir skrifar 6. mars 2024 10:01 Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn. Nú á þann hátt að það minnir óþægilega á ævintýrið um Öskubusku, þar sem það eina sem yfirstíga þurfti til að önnur stjúpsystra söguhetjunnar, fengi að lifa hamingjusöm til æviloka með prinsinum fagra, var nettur glerskór. Við munum öll hver framvindan var, vonda stjúpan veigraði sér ekki við að höggva tær af dætrum sínum til að fætur þeirra pössuðu í skóinn. Í skóinn skyldu þær hvað sem tautaði og raulaði! Í okkar raunveruleika má segja að óskhyggja meirihlutans sé ígildi óljósrar ímyndar prinsins, og að meirihlutinn sjálfur sé í hlutverki vondu stjúpunnar sem veigrar sér ekki við að höggva af starfsemi Rokksafnsins og tónlistarskólans, til að hægt sé að troða bókasafninu í sama húsnæði, hálf löskuðu. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar leggjumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið gegn því að bókasafnið verði flutt í Hljómahöll og á sama tíma verði Rokksafni Íslands lokað. Það er óskiljanlegt að ákvörðun sem þessi skuli tekin, án þess að fyrir liggi heildræn sýn á nýtingu menningarhúsnæðis sveitarfélagsins, hvaða hlutverki hver og ein stofnun eigi að gegna og hvernig efla megi menningarstarf til framtíðar. Heildræn sýn er ekki til staðar, heldur er ítrekað gripið til spennandi hugtaka í máttlausri tilraun til rökstuðnings. Það skal stórefla tónleika- og viðburðahald, bjóða upp á upplestur, fjölbreyttar sýningar og allskonar smiðjur. Gott og vel, við fögnum að sjálfsögðu að unnið skuli að metnaðarfullu og fjölbreyttu menningarstarfi. Þegar spurt er um heildarsýn, hvaða menningarhús eigi að bjóða upp á hvað, er hins vegar fátt um svör frá meirihlutanum. Svo virðist sem meirihlutanum þyki best að þær stofnanir, sem heyra undir menningarhluta menningar- og þjónustusviðs, grautist allar í öllu, starfi hver í sínu horni með sína eigin stefnu og framtíðarsýn með tilheyrandi losarabrag. Við skulum þó halda því til haga, að þegar hugmyndin var fyrst viðruð og bæjarráð hafði samþykkt að taka hana til nánari skoðunar, var sett á laggirnar nefnd. Nefndin átti að fjalla um fýsileika þess að flytja bókasafnið í Hljómahöll og var undirrituð skipuð sem fulltrúi minnihluta í þeirri vinnu. Til grundvallar var framtíðarsýn bókasafnsins sem unnin var árið 2019 og gildir til 2030 (við erum sem sagt þegar hálfnuð með þann tíma sem framtíðarsýnin tekur til). Eins voru lagðar fram teikningar arkitekta af svæðum sem bókasafnið fengi til afnota í Hljómahöll. Í framtíðarsýn bókasafnsins kemur berlega í ljós að húsnæðisþörf þess verði ekki mætt nema til hálfs við flutning í Hljómahöll, þrátt fyrir að húsnæði tónlistarskólans verði skert og Rokksafninu lokað. Þvi er skemmst frá að segja að nefndin varð hvorki fugl né fiskur og var slitið af þáverandi formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingar, eftir þrjá fundi. Ljóst var að hið sanna markmið nefndarinnar náðist ekki, enda var það, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, að sannfæra fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ágæti þessarar hugmyndar án þess að færa fyrir henni fullnægjandi rök. Þá niðurstöðu meirihlutans hefði allt eins mátt orða svo; „Nefndin komst ekki að samkomulagi þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkti ekki flutning bókasafns í Hljómahöll þegjandi og hljóðalaust, heldur fór fram á að nánari greining á hugmynd meirihlutans, uppfærð þarfagreining og framtíðarsýn bókasafns, heildstæð skoðun á húsnæðismálum menningarstofnana og vel unnin kostnaðaráætlun, væri lögð fram.“ Undirrituð lagði sem sagt áherslu á, að til að komast að ábyrgri niðurstöðu, væri mikilvægt að faglegri vinnubrögðum væri beitt, og nánari skoðun færi fram á því hvernig framtíð bókasafnsins og annarra menningarstofnana sveitarfélagsins í heild væri best fyrir komið. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur í svona verkefnum og ljóst að heildarsýn á notkun menningarhúsnæðis sveitarfélagsins er ekki til staðar og svo virðist sem slík vinnubrögð séu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar um megn. Helga Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Vinstri meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur enn og aftur sýnt hvers hann er megnugur þegar kemur að því að því að forðast fagleg vinnubrögð og umræðu um þau eins og heitan eldinn. Nú á þann hátt að það minnir óþægilega á ævintýrið um Öskubusku, þar sem það eina sem yfirstíga þurfti til að önnur stjúpsystra söguhetjunnar, fengi að lifa hamingjusöm til æviloka með prinsinum fagra, var nettur glerskór. Við munum öll hver framvindan var, vonda stjúpan veigraði sér ekki við að höggva tær af dætrum sínum til að fætur þeirra pössuðu í skóinn. Í skóinn skyldu þær hvað sem tautaði og raulaði! Í okkar raunveruleika má segja að óskhyggja meirihlutans sé ígildi óljósrar ímyndar prinsins, og að meirihlutinn sjálfur sé í hlutverki vondu stjúpunnar sem veigrar sér ekki við að höggva af starfsemi Rokksafnsins og tónlistarskólans, til að hægt sé að troða bókasafninu í sama húsnæði, hálf löskuðu. Í ljósi þeirra vinnubragða sem viðhöfð hafa verið í aðdraganda þessarar ákvörðunar leggjumst við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins alfarið gegn því að bókasafnið verði flutt í Hljómahöll og á sama tíma verði Rokksafni Íslands lokað. Það er óskiljanlegt að ákvörðun sem þessi skuli tekin, án þess að fyrir liggi heildræn sýn á nýtingu menningarhúsnæðis sveitarfélagsins, hvaða hlutverki hver og ein stofnun eigi að gegna og hvernig efla megi menningarstarf til framtíðar. Heildræn sýn er ekki til staðar, heldur er ítrekað gripið til spennandi hugtaka í máttlausri tilraun til rökstuðnings. Það skal stórefla tónleika- og viðburðahald, bjóða upp á upplestur, fjölbreyttar sýningar og allskonar smiðjur. Gott og vel, við fögnum að sjálfsögðu að unnið skuli að metnaðarfullu og fjölbreyttu menningarstarfi. Þegar spurt er um heildarsýn, hvaða menningarhús eigi að bjóða upp á hvað, er hins vegar fátt um svör frá meirihlutanum. Svo virðist sem meirihlutanum þyki best að þær stofnanir, sem heyra undir menningarhluta menningar- og þjónustusviðs, grautist allar í öllu, starfi hver í sínu horni með sína eigin stefnu og framtíðarsýn með tilheyrandi losarabrag. Við skulum þó halda því til haga, að þegar hugmyndin var fyrst viðruð og bæjarráð hafði samþykkt að taka hana til nánari skoðunar, var sett á laggirnar nefnd. Nefndin átti að fjalla um fýsileika þess að flytja bókasafnið í Hljómahöll og var undirrituð skipuð sem fulltrúi minnihluta í þeirri vinnu. Til grundvallar var framtíðarsýn bókasafnsins sem unnin var árið 2019 og gildir til 2030 (við erum sem sagt þegar hálfnuð með þann tíma sem framtíðarsýnin tekur til). Eins voru lagðar fram teikningar arkitekta af svæðum sem bókasafnið fengi til afnota í Hljómahöll. Í framtíðarsýn bókasafnsins kemur berlega í ljós að húsnæðisþörf þess verði ekki mætt nema til hálfs við flutning í Hljómahöll, þrátt fyrir að húsnæði tónlistarskólans verði skert og Rokksafninu lokað. Þvi er skemmst frá að segja að nefndin varð hvorki fugl né fiskur og var slitið af þáverandi formanni bæjarráðs og oddvita Samfylkingar, eftir þrjá fundi. Ljóst var að hið sanna markmið nefndarinnar náðist ekki, enda var það, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, að sannfæra fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ágæti þessarar hugmyndar án þess að færa fyrir henni fullnægjandi rök. Þá niðurstöðu meirihlutans hefði allt eins mátt orða svo; „Nefndin komst ekki að samkomulagi þar sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins samþykkti ekki flutning bókasafns í Hljómahöll þegjandi og hljóðalaust, heldur fór fram á að nánari greining á hugmynd meirihlutans, uppfærð þarfagreining og framtíðarsýn bókasafns, heildstæð skoðun á húsnæðismálum menningarstofnana og vel unnin kostnaðaráætlun, væri lögð fram.“ Undirrituð lagði sem sagt áherslu á, að til að komast að ábyrgri niðurstöðu, væri mikilvægt að faglegri vinnubrögðum væri beitt, og nánari skoðun færi fram á því hvernig framtíð bókasafnsins og annarra menningarstofnana sveitarfélagsins í heild væri best fyrir komið. Við erum ekki að tjalda til einnar nætur í svona verkefnum og ljóst að heildarsýn á notkun menningarhúsnæðis sveitarfélagsins er ekki til staðar og svo virðist sem slík vinnubrögð séu meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar um megn. Helga Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar