Finnst verðlaunaféð á HM í frjálsum fáránlega lágt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2024 13:31 Josh Kerr hrósaði sigri í þrjátíu þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow. getty/Alex Pantling Heimsmeistaranum í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss finnst verðlaunaféð á HM í frjálsum íþróttum vera fáránlegt lágt og kallar eftir að aukinni fjárfestingu í greininni. Skotinn Josh Kerr stóð uppi sem sigurvegari í þrjú þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow um helgina. Fyrir sigurinn fékk hann fjörutíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúma fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það finnst Kerr alltof lág upphæð. Hann kveðst hrifinn af hugmyndum gömlu stjörnunnar Michaels Johnson um að setja frjálsíþróttadeild í Bandaríkjunum á laggirnar á næsta ári. „Smáatriðin eru ekki komin í ljós en hann er stór rödd, vill vera með ys og þys og það hljómar vel í mín eyru. Frá sjónarhóli íþróttamanna gefur þetta okkur möguleika og það er það sem við erum að leita eftir til að eiga í okkur og á og sýna okkur og sanna. Svo lengi sem það eru engin ólögleg lyf í spilinu,“ sagði Kerr. Eins og áður sagði fengu gullverðlaunahafar á HM fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé. Silfurverðlaunahafar fengu tuttugu þúsund Bandaríkjadali (2,8 milljónir íslenskra króna) og bronsverðlaunahafar tíu þúsund Bandaríkjadali (1,4 milljónir íslenskra króna). „Það er brjálæði miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Kerr. „Við erum heppin að hafa keppendur eins og Noah Lyles, Grant Halloway og Femke Bol; frábært íþróttafólk sem kemur hingað og gerir sitt. En þessar tölur eru lægri en þátttökuféð fyrir íþróttafólk í þessum gæðaflokki.“ Sádi-Arabar hafa gert sig gildandi í íþróttaheiminum undanfarin misseri og komið með aukið fjármagn inn í hann. Kerr er ekki mótfallinn sádi-arabískri fjárfestingu í frjálsum íþróttum. „Þetta er fín lína, eins og með LIV golfið, en ef fólk vill koma og fjárfesta í íþróttinni er það vel þegið,“ sagði Kerr. „Frjálsíþróttasambandið er að gera það sem það getur til að auka áhuga fjárfesta og auka áhorf. Það er það sem 2024 snýst um.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Skotinn Josh Kerr stóð uppi sem sigurvegari í þrjú þúsund metra hlaupi á HM innanhúss í Glasgow um helgina. Fyrir sigurinn fékk hann fjörutíu þúsund Bandaríkjadali, eða rúma fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það finnst Kerr alltof lág upphæð. Hann kveðst hrifinn af hugmyndum gömlu stjörnunnar Michaels Johnson um að setja frjálsíþróttadeild í Bandaríkjunum á laggirnar á næsta ári. „Smáatriðin eru ekki komin í ljós en hann er stór rödd, vill vera með ys og þys og það hljómar vel í mín eyru. Frá sjónarhóli íþróttamanna gefur þetta okkur möguleika og það er það sem við erum að leita eftir til að eiga í okkur og á og sýna okkur og sanna. Svo lengi sem það eru engin ólögleg lyf í spilinu,“ sagði Kerr. Eins og áður sagði fengu gullverðlaunahafar á HM fjörutíu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé. Silfurverðlaunahafar fengu tuttugu þúsund Bandaríkjadali (2,8 milljónir íslenskra króna) og bronsverðlaunahafar tíu þúsund Bandaríkjadali (1,4 milljónir íslenskra króna). „Það er brjálæði miðað við aðrar íþróttir,“ sagði Kerr. „Við erum heppin að hafa keppendur eins og Noah Lyles, Grant Halloway og Femke Bol; frábært íþróttafólk sem kemur hingað og gerir sitt. En þessar tölur eru lægri en þátttökuféð fyrir íþróttafólk í þessum gæðaflokki.“ Sádi-Arabar hafa gert sig gildandi í íþróttaheiminum undanfarin misseri og komið með aukið fjármagn inn í hann. Kerr er ekki mótfallinn sádi-arabískri fjárfestingu í frjálsum íþróttum. „Þetta er fín lína, eins og með LIV golfið, en ef fólk vill koma og fjárfesta í íþróttinni er það vel þegið,“ sagði Kerr. „Frjálsíþróttasambandið er að gera það sem það getur til að auka áhuga fjárfesta og auka áhorf. Það er það sem 2024 snýst um.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira