Hvatning frá Reykjalundi: Nálgumst offitu með faglegum hætti Árdís Björk Ármannsdóttir og Pétur Magnússon skrifa 4. mars 2024 09:00 Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan. Á þessu sama tímabili hefur viðhorf til offitu breyst mikið. Þar vegur þyngst að offita er nú viðurkenndur efnaskiptasjúkdómur og þekking á honum ásamt meðferðarúrræðum hefur tekið miklum framförum. Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu og fordómar fara minnkandi, þó þar sé enn nokkuð í land. En samt sem áður er þessi aukning á algengi offitu uggvænleg þróun fyrir samfélagið og nauðsynlegt er að gera betur, ekki síst varðandi forvarnir og meðferð. Þar spilar heilbrigðisstarfsfólk stórt hlutverk. Nálgast þarf þennan sjúkdóm af virðingu og fagmennsku, líkt og í tilfelli annarra sjúkdóma. Einföld skilaboð um að hreyfa sig meira og borða minna virka einfaldlega ekki í þessum tilfellum. Reykjalundur sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla. Sérstakt meðferðarteymi sem sinnir offitu hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Meðferðarteymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar og í teyminu situr hópur sérmenntaðs heilbrigðisstarfsfólks með ólíkan bakgrunn. Þetta eru læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við þarfir hverju sinni og í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar. Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur. Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs. Um 170 manns njóta þjónustunnar árlega en því miður er biðlistinn þreföld þessi tala og fer stækkandi. Sérfræðingar Reykjalundar í meðferð offitu hafa undanfarið kallað á almenna vitundarvakningu í samfélaginu, ekki síst meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í tilefni alþjóðadagsins hefur Reykjalundur boðið til fræðsluráðstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dag undir nafninu „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi.“ Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra frá ýmsum starfsstéttum heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum offitu. Markmiðið er að vinna að bættri meðferð einstaklinga með offituen fjallað verður um þær miklu framfarir sem hafa orðið í þekkingu á offitusjúkdómi og þróun í meðferðarúrræðum. Áhuginn er mikill sem er ánægjuefni og vonumst við á Reykalundi eftir að ráðstefnan verði ekki einstakur viðburður heldur upphaf að frekari og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks í málaflokknum. Meðferð offitu er mikilvægt samfélagslegt verkefni að þarf að vinna og við heilbrigðisstarfsfólk gegnum þar lykilhlutverki. Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan. Á þessu sama tímabili hefur viðhorf til offitu breyst mikið. Þar vegur þyngst að offita er nú viðurkenndur efnaskiptasjúkdómur og þekking á honum ásamt meðferðarúrræðum hefur tekið miklum framförum. Viðhorfsbreyting hefur orðið í samfélaginu og fordómar fara minnkandi, þó þar sé enn nokkuð í land. En samt sem áður er þessi aukning á algengi offitu uggvænleg þróun fyrir samfélagið og nauðsynlegt er að gera betur, ekki síst varðandi forvarnir og meðferð. Þar spilar heilbrigðisstarfsfólk stórt hlutverk. Nálgast þarf þennan sjúkdóm af virðingu og fagmennsku, líkt og í tilfelli annarra sjúkdóma. Einföld skilaboð um að hreyfa sig meira og borða minna virka einfaldlega ekki í þessum tilfellum. Reykjalundur sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla. Sérstakt meðferðarteymi sem sinnir offitu hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á Reykjalundi. Meðferðarteymið sinnir meðferð einstaklinga með alvarlega offitu og fylgikvilla hennar og í teyminu situr hópur sérmenntaðs heilbrigðisstarfsfólks með ólíkan bakgrunn. Þetta eru læknar, hjúkrunarfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafi og íþróttafræðingur. Meðferðin er í stöðugri þróun í takt við þarfir hverju sinni og í samræmi við nýjustu rannsóknir og klínískar leiðbeiningar. Markmið teymisins er að bæta heilsu og lífsgæði einstaklinga með offitu og unnið er markvisst að því að hjálpa einstaklingum að bæta lífshætti sína, líðan og neysluvenjur. Meðferðin felst í atferlismeðferð, fræðslu, kennslu um næringu, hreyfingu og góðar venjur. Líkamleg þjálfun skipar stóran sess í meðferðinni. Unnið er með sjálfsstyrkingu, sálfélagslega þætti, slökun og skipulag daglegs lífs. Um 170 manns njóta þjónustunnar árlega en því miður er biðlistinn þreföld þessi tala og fer stækkandi. Sérfræðingar Reykjalundar í meðferð offitu hafa undanfarið kallað á almenna vitundarvakningu í samfélaginu, ekki síst meðal heilbrigðisstarfsfólks. Í tilefni alþjóðadagsins hefur Reykjalundur boðið til fræðsluráðstefnu fyrir heilbrigðisstarfsfólk í dag undir nafninu „Offita – Fagleg nálgun á samfélagstengdum sjúkdómi.“ Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra fyrirlestra frá ýmsum starfsstéttum heilbrigðisþjónustunnar sem vinna að málefnum offitu. Markmiðið er að vinna að bættri meðferð einstaklinga með offituen fjallað verður um þær miklu framfarir sem hafa orðið í þekkingu á offitusjúkdómi og þróun í meðferðarúrræðum. Áhuginn er mikill sem er ánægjuefni og vonumst við á Reykalundi eftir að ráðstefnan verði ekki einstakur viðburður heldur upphaf að frekari og aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsfólks í málaflokknum. Meðferð offitu er mikilvægt samfélagslegt verkefni að þarf að vinna og við heilbrigðisstarfsfólk gegnum þar lykilhlutverki. Árdís Björk Ármannsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi.Pétur Magnússon forstjóri Reykjalundar.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun