Þurfti að gera skiptingar vegna meiðsla og ekki á allt sáttur með dómara leiksins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 23:31 Ten Hag fór yfir víðan völl eftir leik. EPA-EFE/TIM KEETON Erk ten Hag taldi lið sitt hafa spilað ágætlega en Manchester United mátti þola 3-1 tap gegn Manchester City á útivelli í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Man Utd leiddi í hálfleik en það dugði skammt gegn ríkjandi Englandsmeisturum. „Mér fannst frammistaðan nokkuð góð þegar á heildina er litið. Við komumst 1-0 yfir og við áttum okkar augnablik til að bæta öðru marki við. Við vörðumst vel en það voru nokkur afmörkuð augnablik þegar við vorum næstum sloppnir í gegn skömmu áður en þeir skoruðu. Við verðum að sætta okkur við það en það voru tækifæri til að ná í að lágmarki eitt stig en sigur var einnig möguleiki.“ Ten Hag staðfesti einnig að þeir Jonny Evans og Marcus Rashford hefðu ekki verið 100 prósent klárir í leik dagsins. Báðir voru teknir af velli í síðari hálfleik. „Þeir gáfu samt sem áður allt sem þeir áttu, eins og allt liðið og við erum óánægðir með niðurstöðu leiksins. Þeir börðust saman, liðsheildin og frammistaðan var góð. Á öðrum degi hefðum við getað unnið. Það eru litlu hlutirnir. Rashford komst í álitlegar stöður til að skora og Alejandro Garnacho átti sín augnablik.“ Um uppleggið „Markmiðið var að komast inn fyrir varnarlínu þeirra með hraðanum sem við búum yfir í Garnacho og Rashford. Við lokuðum miðjunni og eigin vítateig vel. Við fórum eftir leikplani og áttum okkar augnablik. Ég tel planið hafa gengið ágætlega, það munaði mjög litlu. Get ekki annað en hrósað Man City fyrir hversu stöðug spilamennska þeirra er.“ Ten Hag fékk gult spjald í leiknum eftir að Man City jafnaði. „Segjum að það megi deila um það hvort það hafi verið snerting (þegar Rashford féll niður eftir viðskipti sín við Kyle Walker í aðdraganda fyrsta marks gestanna). Þetta er augnablik sem hefur mikil áhrif á leikinn. Þeir sóttu hratt og skoruðu. Þetta var lítil snerting en þegar þú ert á fullu gasi þá þarf lítið til að missa jafnvægið, þess vegna féll hann til jarðar.“ Um meiðslin „Ég veit ekki (hversu lengi þeir eru frá). Þeir þurftu að koma út af en ég hefði viljað halda þeim lengur inn á þar sem skipulagið og samheldnin var góð.“ Um tapið „Við þurfum að ná eitthvað af þessum stigum til baka. Allir geta unnið alla og hlutirnir geta breyst hratt. Fimmta sætið gæti líka veitt þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu svo við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Ten Hag að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01 „Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan nokkuð góð þegar á heildina er litið. Við komumst 1-0 yfir og við áttum okkar augnablik til að bæta öðru marki við. Við vörðumst vel en það voru nokkur afmörkuð augnablik þegar við vorum næstum sloppnir í gegn skömmu áður en þeir skoruðu. Við verðum að sætta okkur við það en það voru tækifæri til að ná í að lágmarki eitt stig en sigur var einnig möguleiki.“ Ten Hag staðfesti einnig að þeir Jonny Evans og Marcus Rashford hefðu ekki verið 100 prósent klárir í leik dagsins. Báðir voru teknir af velli í síðari hálfleik. „Þeir gáfu samt sem áður allt sem þeir áttu, eins og allt liðið og við erum óánægðir með niðurstöðu leiksins. Þeir börðust saman, liðsheildin og frammistaðan var góð. Á öðrum degi hefðum við getað unnið. Það eru litlu hlutirnir. Rashford komst í álitlegar stöður til að skora og Alejandro Garnacho átti sín augnablik.“ Um uppleggið „Markmiðið var að komast inn fyrir varnarlínu þeirra með hraðanum sem við búum yfir í Garnacho og Rashford. Við lokuðum miðjunni og eigin vítateig vel. Við fórum eftir leikplani og áttum okkar augnablik. Ég tel planið hafa gengið ágætlega, það munaði mjög litlu. Get ekki annað en hrósað Man City fyrir hversu stöðug spilamennska þeirra er.“ Ten Hag fékk gult spjald í leiknum eftir að Man City jafnaði. „Segjum að það megi deila um það hvort það hafi verið snerting (þegar Rashford féll niður eftir viðskipti sín við Kyle Walker í aðdraganda fyrsta marks gestanna). Þetta er augnablik sem hefur mikil áhrif á leikinn. Þeir sóttu hratt og skoruðu. Þetta var lítil snerting en þegar þú ert á fullu gasi þá þarf lítið til að missa jafnvægið, þess vegna féll hann til jarðar.“ Um meiðslin „Ég veit ekki (hversu lengi þeir eru frá). Þeir þurftu að koma út af en ég hefði viljað halda þeim lengur inn á þar sem skipulagið og samheldnin var góð.“ Um tapið „Við þurfum að ná eitthvað af þessum stigum til baka. Allir geta unnið alla og hlutirnir geta breyst hratt. Fimmta sætið gæti líka veitt þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu svo við verðum að berjast fyrir því,“ sagði Ten Hag að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01 „Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Fótbolti Fleiri fréttir Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Sjá meira
Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. 3. mars 2024 19:01
„Hvert tap skaðar félagið“ Það var ekki bjart yfir Bruno Fernandes, fyrirliða Manchester United, þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-1 tap liðsins í Manchester-slagnum í dag. Bruno lagði upp markið sem kom Man Utd yfir á Etihad-vellinum en þrjú mörk í síðari hálfleik tryggðu betra liðinu sigurinn í dag. 3. mars 2024 18:16