„Hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2024 19:30 Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, hélt ræðu á mótmælafundi á Austurvelli í dag þar sem sagði að ákvörðun íslenskra stórnvalda um að frysta fjárframlög til UNRWA væri ekki aðeins óhófleg heldur líka vond, líkt og hún komst að orði í ræðu sinni. Vísir/Vilhelm Fólk kom í dag saman á Austurvelli, í frosti og kulda, til knýja íslensk stjórnvöld til að hætta við ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Utanríkisráðherra tók ákvörðun um að frysta greiðslur í lok janúar í kjölfar ásakana Ísraelsmanna á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um að hafa átt aðild að árás á Ísrael 7. október. Ekki er þó útilokað að greiðslur Íslands berist á réttum tíma því samkvæmt samningi berst framlag Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir ákvörðun Íslands og fleiri ríkja hafa verið afar afdrifaríka. „Við sjáum það að þessi ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annarra ríkja, hefur gríðarlega vondar afleiðingar fyrir líf milljónir Palestínubúa og það lítur út fyrir það að fái Palestínuflóttamannaaðstoðin ekki styrki þá leggist starfsemi hennar af núna í mars og þetta er í rauninni bara hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu.“ Sólveig Hauksdóttir, einn mótmælenda, hefur fylgst vel með fréttum frá Gasa. Sólveig Hauksdóttir hefur fylgst með fréttum frá Gasa harmi slegin.Vísir/Vilhelm „Þetta er orðið svo sárt. Á hverjum degi er verður alltaf verra og verra og verra og núna síðast þegar skotið er aftan á fólk sem er að reyna að ná sér í örlítið matvæli.“ Hún segir ákvörðun um að frysta fjárstuðning forkastanlega. „Og óskiljanlega; að svipta fólk þeirri litlu hjálp sem það getur fengið.“ Mohammad Alhaw er frá Palestínu. Hann mætti á mótmælafund til að reyna að telja stjórnvöldum hughvarf.Vísir/Vilhelm Mohammed Alhaw er sjálfur frá Palestínu og veit hversu mikil neyðin er. Hann biðlar til stjórnvalda að styðja áfram við UNRWA. „Þau þurfa á stuðningi að halda því allt á svæðinu er hræðilegt.“ Nokkrir mótmælendanna mættu með skilti til að láta í ljós hugsun sína.Vísir/vilhelm Frost og kuldi kom ekki í veg fyrir að fólkið á þessari ljósmynd mætti niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælafundi.Vísir/Vilhelm Frá mótmælunum í dag.Vísir/vilhelm Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Utanríkisráðherra tók ákvörðun um að frysta greiðslur í lok janúar í kjölfar ásakana Ísraelsmanna á hendur nokkrum starfsmönnum UNRWA um að hafa átt aðild að árás á Ísrael 7. október. Ekki er þó útilokað að greiðslur Íslands berist á réttum tíma því samkvæmt samningi berst framlag Íslands á fyrstu þremur mánuðum ársins. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, segir ákvörðun Íslands og fleiri ríkja hafa verið afar afdrifaríka. „Við sjáum það að þessi ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar, ásamt fjölda annarra ríkja, hefur gríðarlega vondar afleiðingar fyrir líf milljónir Palestínubúa og það lítur út fyrir það að fái Palestínuflóttamannaaðstoðin ekki styrki þá leggist starfsemi hennar af núna í mars og þetta er í rauninni bara hluti af skipulagðri hungursneyð sem er verið að búa til á svæðinu.“ Sólveig Hauksdóttir, einn mótmælenda, hefur fylgst vel með fréttum frá Gasa. Sólveig Hauksdóttir hefur fylgst með fréttum frá Gasa harmi slegin.Vísir/Vilhelm „Þetta er orðið svo sárt. Á hverjum degi er verður alltaf verra og verra og verra og núna síðast þegar skotið er aftan á fólk sem er að reyna að ná sér í örlítið matvæli.“ Hún segir ákvörðun um að frysta fjárstuðning forkastanlega. „Og óskiljanlega; að svipta fólk þeirri litlu hjálp sem það getur fengið.“ Mohammad Alhaw er frá Palestínu. Hann mætti á mótmælafund til að reyna að telja stjórnvöldum hughvarf.Vísir/Vilhelm Mohammed Alhaw er sjálfur frá Palestínu og veit hversu mikil neyðin er. Hann biðlar til stjórnvalda að styðja áfram við UNRWA. „Þau þurfa á stuðningi að halda því allt á svæðinu er hræðilegt.“ Nokkrir mótmælendanna mættu með skilti til að láta í ljós hugsun sína.Vísir/vilhelm Frost og kuldi kom ekki í veg fyrir að fólkið á þessari ljósmynd mætti niður á Austurvöll til að taka þátt í mótmælafundi.Vísir/Vilhelm Frá mótmælunum í dag.Vísir/vilhelm
Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Skora á ríkisstjórnina að láta af frystingu Íslandsdeild Amnesty International (AI) hefur sent út áskorun til íslenskra stjórnvalda þar sem hvatt er til þess að þau láti af frystingu framlags til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Málið enn til skoðunar hjá ráðuneytinu. 26. febrúar 2024 10:26
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40
„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. 30. janúar 2024 13:01