Taka þurfi styttingu framhaldsskólans til skoðunar Árni Sæberg skrifar 1. mars 2024 15:47 Ásmundur Einar er ráðherra menntamála. Vísir/Einar Mennta- og barnamálaráðherra segir koma til greina að endurskoða styttingu framhaldsskóla úr fjórum árum í þrjú. Þess í stað yrði grunnskólanám stytt um eitt ár. Nám á framhaldsskólastigi var stytt um eitt ár frá skólaárinu 2015 - 2016 og hefur síðan þá verið þrjú ár. Nýja kerfið hefur verið umdeilt allt frá upphafi. Nýverið var greint frá því að samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefði stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, segir að taka þurfi gagnrýni alvarlega. „Markmiðin með þessum breytingum á sínum tíma voru mjög göfug en það er alltaf þannig þegar við förum í svona breytingar að þá þurfum við að vera tilbúin til að rýna þær. Þess vegna eru þessar rannsóknir gríðarlega mikilvægar og það eru svona ákveðnar vísbendingar, svona á breiðum grunni, sem erum að horfa á núna eftir þessa reynslu.“ Nemendur hafi ekki tíma fyrir tómstundir Þar nefnir hann meðal annars að grunnur nemenda sé ekki nógu sterkur eftir framhaldskóla fyrir háskólanám, álag sé að aukast á framhaldsskólanema, nemendur upplifi að farið sé í gegnum námið á hraðferð, nemendur hafi ekki svigrúm fyrir félagslíf og aðrar tómstundir, sem hafi verið mjög mikilvægt. „Þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þessa rannsókn, og aðrar sem hafa komið, og umræðu um þetta alvarlega og vera tilbúin til að rýna það.“ Ekki skynsamlegt að hætta við bara til þess að hætta við Ásmundur segir að til greina komi að gera frekari breytingar á skólakerfinu, en það þurfi að gera að vel ígrunduðu máli og í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Það er grunnur undir að taka heildrænt samtal um skólakerfið. Ég held að það væri ekki skynsamlegt að stíga bara til baka til að stíga til baka, í styttingunni, heldur frekar að rýna samfelluna, það er að segja grunnskólann og framhaldsskólann saman á breiðum grunni.“ Ráðuneyti hans hafi þegar átt óformlegt samtal við sveitarfélögin en hann vilji að það verði tekið lengra. „Þannig að við værum ekki að ana að neinu en við verðum að taka vísbendingarnar sem við sjáum í skólakerfinu en horfa heildrænt á það. Ekki út frá sílóinu ég er ríki og sveitarfélag er sveitarfélag, heldur út frá barninu og menntakerfinu í held sinni.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Nám á framhaldsskólastigi var stytt um eitt ár frá skólaárinu 2015 - 2016 og hefur síðan þá verið þrjú ár. Nýja kerfið hefur verið umdeilt allt frá upphafi. Nýverið var greint frá því að samkvæmt rannsókn við Háskóla Íslands hefði stytting framhaldsskólans haft slæm áhrif á einkunnir ungmenna í háskóla, fjölda eininga teknum í háskóla og brotthvarf úr háskóla. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, segir að taka þurfi gagnrýni alvarlega. „Markmiðin með þessum breytingum á sínum tíma voru mjög göfug en það er alltaf þannig þegar við förum í svona breytingar að þá þurfum við að vera tilbúin til að rýna þær. Þess vegna eru þessar rannsóknir gríðarlega mikilvægar og það eru svona ákveðnar vísbendingar, svona á breiðum grunni, sem erum að horfa á núna eftir þessa reynslu.“ Nemendur hafi ekki tíma fyrir tómstundir Þar nefnir hann meðal annars að grunnur nemenda sé ekki nógu sterkur eftir framhaldskóla fyrir háskólanám, álag sé að aukast á framhaldsskólanema, nemendur upplifi að farið sé í gegnum námið á hraðferð, nemendur hafi ekki svigrúm fyrir félagslíf og aðrar tómstundir, sem hafi verið mjög mikilvægt. „Þannig að ég held að það sé mikilvægt að taka þessa rannsókn, og aðrar sem hafa komið, og umræðu um þetta alvarlega og vera tilbúin til að rýna það.“ Ekki skynsamlegt að hætta við bara til þess að hætta við Ásmundur segir að til greina komi að gera frekari breytingar á skólakerfinu, en það þurfi að gera að vel ígrunduðu máli og í góðu samstarfi við alla hlutaðeigandi. „Það er grunnur undir að taka heildrænt samtal um skólakerfið. Ég held að það væri ekki skynsamlegt að stíga bara til baka til að stíga til baka, í styttingunni, heldur frekar að rýna samfelluna, það er að segja grunnskólann og framhaldsskólann saman á breiðum grunni.“ Ráðuneyti hans hafi þegar átt óformlegt samtal við sveitarfélögin en hann vilji að það verði tekið lengra. „Þannig að við værum ekki að ana að neinu en við verðum að taka vísbendingarnar sem við sjáum í skólakerfinu en horfa heildrænt á það. Ekki út frá sílóinu ég er ríki og sveitarfélag er sveitarfélag, heldur út frá barninu og menntakerfinu í held sinni.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira