Mun færri nýir bílar á götum landsins þetta árið Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 12:04 Flestir nýir bílar í febrúar voru frá Toyota. Vísir/Vilhelm Sala nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman í byrjun árs miðað við síðustu ár. Samdrátturinn mælist 57,5 prósent í febrúar samanborið við sama mánuð síðasta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bílgreinasambandsins. 397 nýir bílar voru skráðir í febrúar en 935 í fyrra. Alls hafa 854 nýir bílar verið skráðir það sem af er árs en þeir voru 1.668 í fyrra. Það hafa ekki verið færri nýir bílar skráðir í að minnsta sex ár. Fyrstu tvo mánuði 2019 voru þeir 1.647, árið 2020 1.403, árið 2021 1.133, árið 2022 1.767 og 2023 1.668. Gögn Bílgreinasambandsins fyrir fyrstu tvo mánuði síðustu sex ára. Sala nýrra fólksbíla dregst meira saman hjá fyrirtækjum en einstaklingum. Í febrúar 2023 keyptu einstaklingar 443 nýja bíla en nú 207. Fyrirtæki keyptu 178 bíla í fyrra, nú einungis 67. Flestir nýskráðra bíla eru rafbílar eða 31,1 prósent. Tengiltvinnbílar eru 21,8 prósent, hybrid 19,6 prósent, dísel 19,4 prósent og bensín átta prósent. Samdrátturinn er mestur hjá bensínbílum, 64,6 prósent, og rafmagnsbílum 60,1 prósent. María Jóna Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.Bílgreinasambandið Rafmagnsbílar voru mun stærri hluti nýskráðra bíla á síðasta ári, 50,1 prósent. Hlutfallið náði hámarki í desember þegar 91,7 prósent nýskráðra bíla voru rafmagnsbílar. Ætla má að margir hafi drifið sig í að kaupa rafbíla áður en virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Flestir nýir bílar þetta árið eru af gerðinni Toyota, eða 20,5 prósent. Næst á eftir kemur Dacia með 8,1 prósent og svo Land Rover með 7,7 prósent. Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bílgreinasambandsins. 397 nýir bílar voru skráðir í febrúar en 935 í fyrra. Alls hafa 854 nýir bílar verið skráðir það sem af er árs en þeir voru 1.668 í fyrra. Það hafa ekki verið færri nýir bílar skráðir í að minnsta sex ár. Fyrstu tvo mánuði 2019 voru þeir 1.647, árið 2020 1.403, árið 2021 1.133, árið 2022 1.767 og 2023 1.668. Gögn Bílgreinasambandsins fyrir fyrstu tvo mánuði síðustu sex ára. Sala nýrra fólksbíla dregst meira saman hjá fyrirtækjum en einstaklingum. Í febrúar 2023 keyptu einstaklingar 443 nýja bíla en nú 207. Fyrirtæki keyptu 178 bíla í fyrra, nú einungis 67. Flestir nýskráðra bíla eru rafbílar eða 31,1 prósent. Tengiltvinnbílar eru 21,8 prósent, hybrid 19,6 prósent, dísel 19,4 prósent og bensín átta prósent. Samdrátturinn er mestur hjá bensínbílum, 64,6 prósent, og rafmagnsbílum 60,1 prósent. María Jóna Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.Bílgreinasambandið Rafmagnsbílar voru mun stærri hluti nýskráðra bíla á síðasta ári, 50,1 prósent. Hlutfallið náði hámarki í desember þegar 91,7 prósent nýskráðra bíla voru rafmagnsbílar. Ætla má að margir hafi drifið sig í að kaupa rafbíla áður en virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum féll úr gildi um áramótin. Flestir nýir bílar þetta árið eru af gerðinni Toyota, eða 20,5 prósent. Næst á eftir kemur Dacia með 8,1 prósent og svo Land Rover með 7,7 prósent.
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira