Tekur góðu kaflana með í næsta leik: „Fullt af köflum sem voru flottir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 22:02 Arnar Pétursson segir að íslenska liðið geti tekið ýmislegt með sér í seinni leikinn gegn Svíum. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, segir að lokatölurnar í 13 marka tapi Íslands gegn Svíum í undankeppni EM 2024 gefi ekki rétta mynd af leiknum sem spilaður var. „Þetta var fullstórt. Við gáfum aðeins of mikið eftir á lokakaflanum og vorum að gefa þeim aðeins of auðveld mörk eftir að hafa lengst af spilað ágætlega,“ sagði Arnar í leikslok. Eftir góða byrjun íslenska liðsins fann það sænska lausnir varnarlega og þvingaði íslensku stelpurnar í erfið skot eftir langar sóknir. „Mér fannst nú hendin koma allt of snemma upp hjá dómurunum og allt of oft. En vissulega var það kannski saga leiksins. Þetta er sterkur andstæðingur og auðvitað er krefjandi að eiga við þær, en það er margt í leiknum sem við getum tekið með okkur, verið nokkuð ánægð með og bætt við.“ „En það er líka ofboðslega margt sem við lærum af og gerðum ekki vel. Því miður voru þeir kaflar undir lokin bara of langir og of dýrir.“ Þá segir hann gæðin í sænska liðinu hafa orðið til þess að íslensku stelpurnar ógnuðu í raun aldrei þeirra forskoti. „Það eru auðvitað bara gæðin í liðinu. Svo kemur þessi lokakafli sem var okkur mjög erfiður. Það er sagan í þessu og svona lið refsa. Við vitum það alveg og vissum það alveg fyrirfram að öll mistök sem við gerum, okkur er refsað fyrir þau. Við fengum bara enn eina sönnunina á því í dag. Um leið og við réttum þeim boltann á of einfaldan máta þá refsa þær og þær gerðu það grimmt síðustu mínúturnar.“ „En aftur, það var margt sem við gerðum vel. Við verðum auðvitað bara að skoða þetta því við vorum í djúpu lauginni í dag með margar ungar stelpur sem eru ekki með mikla reynslu í þessu. Laugin verður enn dýpri á laugardaginn og við þurfum bara að kafa til að finna hluti sem virka til að reyna að lengja góðu kaflana og bæta í.“ Þá segir Arnar að það sé ýmislegt sem íslenska liðið geti tekið með sér í lekinn gegn Svíum ytra næstkomandi laugardag. „Það eru fullt af köflum sem voru bara flottir og mér fannst að þegar við náðum að lengja sóknirnar um eina til tvær sendingar og vorum að spila okkur aðeins lengra inn í kerfin þá vorum við að fá færi. Mér fannst að þegar við vorum að komast í vörn og að standa vörn að þá gerðum við það vel. Við þurfum einfaldlega að lengja þá kafla. Við þurfum bara að koma okkur heim og skila boltanum betur af okkur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52 „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
„Þetta var fullstórt. Við gáfum aðeins of mikið eftir á lokakaflanum og vorum að gefa þeim aðeins of auðveld mörk eftir að hafa lengst af spilað ágætlega,“ sagði Arnar í leikslok. Eftir góða byrjun íslenska liðsins fann það sænska lausnir varnarlega og þvingaði íslensku stelpurnar í erfið skot eftir langar sóknir. „Mér fannst nú hendin koma allt of snemma upp hjá dómurunum og allt of oft. En vissulega var það kannski saga leiksins. Þetta er sterkur andstæðingur og auðvitað er krefjandi að eiga við þær, en það er margt í leiknum sem við getum tekið með okkur, verið nokkuð ánægð með og bætt við.“ „En það er líka ofboðslega margt sem við lærum af og gerðum ekki vel. Því miður voru þeir kaflar undir lokin bara of langir og of dýrir.“ Þá segir hann gæðin í sænska liðinu hafa orðið til þess að íslensku stelpurnar ógnuðu í raun aldrei þeirra forskoti. „Það eru auðvitað bara gæðin í liðinu. Svo kemur þessi lokakafli sem var okkur mjög erfiður. Það er sagan í þessu og svona lið refsa. Við vitum það alveg og vissum það alveg fyrirfram að öll mistök sem við gerum, okkur er refsað fyrir þau. Við fengum bara enn eina sönnunina á því í dag. Um leið og við réttum þeim boltann á of einfaldan máta þá refsa þær og þær gerðu það grimmt síðustu mínúturnar.“ „En aftur, það var margt sem við gerðum vel. Við verðum auðvitað bara að skoða þetta því við vorum í djúpu lauginni í dag með margar ungar stelpur sem eru ekki með mikla reynslu í þessu. Laugin verður enn dýpri á laugardaginn og við þurfum bara að kafa til að finna hluti sem virka til að reyna að lengja góðu kaflana og bæta í.“ Þá segir Arnar að það sé ýmislegt sem íslenska liðið geti tekið með sér í lekinn gegn Svíum ytra næstkomandi laugardag. „Það eru fullt af köflum sem voru bara flottir og mér fannst að þegar við náðum að lengja sóknirnar um eina til tvær sendingar og vorum að spila okkur aðeins lengra inn í kerfin þá vorum við að fá færi. Mér fannst að þegar við vorum að komast í vörn og að standa vörn að þá gerðum við það vel. Við þurfum einfaldlega að lengja þá kafla. Við þurfum bara að koma okkur heim og skila boltanum betur af okkur en við gerðum í þessum leik,“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52 „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. 28. febrúar 2024 21:52
„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46