Ekki í fyrsta sinn sem ökumaður rútu ógni öryggi á Reykjanesbrautinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2024 20:24 Katrín Lilja vill að ökumaðurinn verði látin bera ábyrgð á glannaskapnum í gær. vísir/einar árnason Ung kona sem lenti næstum í árekstri við rútu þegar ökumaður hennar ók yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni í gær segir ökumenn stórra bíla oft taka óþarfa áhættur á svæðinu. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir atvikið sýna fram á mikilvægi þess að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum. Í sjónvarpsfréttinni sjáum við þegar rútu var ekið á miklum hraða inn á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bílar úr gagnstæðri átt þurftu að hörfa með hraði. Katrín Lilja er ein þeirra sem var að keyra Reykjanesbrautina í átt að Hafnarfirði þegar rútan ekur skyndilega á móti umferð. „Ég var bara mjög hrædd. Ég titraði öll en þurfti bara að koma mér í vinnuna og halda áfram, en ég stoppaði fyrir utan vinnuna til að ná mér aðeins niður,“ segir Katrín Lilja Traustadóttir, 19 ára. Katrín segir að ökumaður rútunnar hafi ekið mjög greitt og mildi að ekki hafi orðið stórslys. Hún segir ökumenn stórra bíla almennt aka mjög hratt á Reykjanesbrautinni og oft taka óþarfa sénsa. „Ég hef lent í því að vera næstum tekin út af þegar rúta er að taka fram úr mér. Þær keyra alltaf mjög hratt á brautinni og taka oft fram úr mér á hundrað eða svoleiðis,“ segir Katrín Lilja sem vill að ökumaðurinn verði látinn bera ábyrgð á glannaskapnum. Rútan, sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækis, var í viðgerð á verkstæðinu Vélrás en það var starfsmaður verkstæðisins sem ók rútunni í gær. Eigandi Vélrásar lítur atvikið alvarlegum augum en segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. Umferðaröryggismál að aðskilja akstursstefnur Í kjölfar atviksins hafa þeir sem aka Reykjanesbrautina reglulega furðað sig á umferðaröryggi á svæðinu en mánuður er síðan banaslys varð á brautinni. „Ég held að það sem gerðist með þessa rútu sýni mjög vel mikilvægi þess að aðskilja þessar akstursstefnur, sérstaklega á umferðarmiklum vegum og það hefur verið eitt helsta umferðaröryggismál okkar að aðskilja þessar akstursstefnur á vegunum út frá Reykjavík,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Heildarverkinu á að ljúka árið 2026 og býst hann við að sú tímasetning standi. „Við erum hér við síðasta áfangann í því að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Þessum áfanga er áfangaskipt, það tafðist örlítið vegna þess að tækin hér voru tekin í gerð varnargarða í Grindavík en verktakinn er búinn að vera á fullu og er búinn að vera að vinna á fjórum stöðum á þessum köflum.“ G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.vísir/einar árnason „Ég veit ekki hvað gerðist með þetta rútu, hvort þetta sé ásetningur eða hvað í ósköpunum en við eigum mjög erfitt með að eiga við það ef menn einfaldlega ákveða að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir G. Pétur. Umferðaröryggi Umferð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sjáum við þegar rútu var ekið á miklum hraða inn á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bílar úr gagnstæðri átt þurftu að hörfa með hraði. Katrín Lilja er ein þeirra sem var að keyra Reykjanesbrautina í átt að Hafnarfirði þegar rútan ekur skyndilega á móti umferð. „Ég var bara mjög hrædd. Ég titraði öll en þurfti bara að koma mér í vinnuna og halda áfram, en ég stoppaði fyrir utan vinnuna til að ná mér aðeins niður,“ segir Katrín Lilja Traustadóttir, 19 ára. Katrín segir að ökumaður rútunnar hafi ekið mjög greitt og mildi að ekki hafi orðið stórslys. Hún segir ökumenn stórra bíla almennt aka mjög hratt á Reykjanesbrautinni og oft taka óþarfa sénsa. „Ég hef lent í því að vera næstum tekin út af þegar rúta er að taka fram úr mér. Þær keyra alltaf mjög hratt á brautinni og taka oft fram úr mér á hundrað eða svoleiðis,“ segir Katrín Lilja sem vill að ökumaðurinn verði látinn bera ábyrgð á glannaskapnum. Rútan, sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækis, var í viðgerð á verkstæðinu Vélrás en það var starfsmaður verkstæðisins sem ók rútunni í gær. Eigandi Vélrásar lítur atvikið alvarlegum augum en segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. Umferðaröryggismál að aðskilja akstursstefnur Í kjölfar atviksins hafa þeir sem aka Reykjanesbrautina reglulega furðað sig á umferðaröryggi á svæðinu en mánuður er síðan banaslys varð á brautinni. „Ég held að það sem gerðist með þessa rútu sýni mjög vel mikilvægi þess að aðskilja þessar akstursstefnur, sérstaklega á umferðarmiklum vegum og það hefur verið eitt helsta umferðaröryggismál okkar að aðskilja þessar akstursstefnur á vegunum út frá Reykjavík,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Heildarverkinu á að ljúka árið 2026 og býst hann við að sú tímasetning standi. „Við erum hér við síðasta áfangann í því að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Þessum áfanga er áfangaskipt, það tafðist örlítið vegna þess að tækin hér voru tekin í gerð varnargarða í Grindavík en verktakinn er búinn að vera á fullu og er búinn að vera að vinna á fjórum stöðum á þessum köflum.“ G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.vísir/einar árnason „Ég veit ekki hvað gerðist með þetta rútu, hvort þetta sé ásetningur eða hvað í ósköpunum en við eigum mjög erfitt með að eiga við það ef menn einfaldlega ákveða að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir G. Pétur.
Umferðaröryggi Umferð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Sjá meira
Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03