Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 12:01 Magnús Tumi ráðleggur þeim sem dvelja í Grindavík að vera með tilbúna tösku til að geta yfirgefið bæinn í snatri. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. Sérfræðingar Veðurstofunnar og almannavarna hafa á undanförnum dögum lýst yfir miklum áhyggjum af því að eldgos hefjist með nær engum fyrirvara. Veðurstofan telur líklegt að gos hefjist í þessari viku og byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. „Það hefur verið stöðugt landris frá síðasta gosi eins og var fyrir hin gosin. Landið rís jafnt og þétt og núna er það að komast á sama stig, sama kvikusöfnun eins og fyrir hin gosin. Við verðum að reikna með því að það geti gosið í vikunni, það verður að teljast mjög líklegt ef þetta ætlar að hegða sér eins og í síðustu atburðum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Síðustu nætur hefur verið gist í tíu til fimmtán húsum í Grindavík og einnig hafa verið gestir við Svartsengi. Viðvörunarlúðrar í Grindavík og við Bláa lónið verða prófaðir í kvöld og verða þeir notaðir þegar eldgos koma upp í grennd við bæinn og lónið. „Ef fólk er í Grindavík þannig að það er bara tilbúið, með allt pakkað í tösku og hefur varann á, þá getur fólk yfirgefið húsið sitt býsna hratt. Ef fólk vill þá finnst mér að við eigum ekki að banna því það, það á ekki að ráðleggja neinum það og það er algjörlega klárt að börn eiga ekkert erindi í Grindavík,“ segir Magnús Tumi. „Börn verða að geta verið þar sem þau eru örugg og geta leikið sér. Í Grindavík eru nokkur svæði sem eru það sprungin að við getum ekki verið viss um og þau eru alls ekki örugg. Þess vegna eiga börn ekkert erindi þarna inn. Hver svo sem er þarna, Grindavík er ekki staður til að eiga heimili og búa á fyrir fjölskyldur í dag. Það er algjörlega ljóst.“ Lítil sem engin skjálftavirkni hefur verið í kvikuganginum síðustu daga sem Magnús Tumi segir til marks um að greið leið sé fyrir kvikuna upp á yfirborðið og því líklegt að upptök nýs eldgoss verði á svipuðum stað og síðast. „Ef fyrirvarinn verður mjög stuttur er langlíklegast að kvikan sé að fara beint upp og komi þá upp nokkurn vegin á sömu sprungu og síðast. Ef kvikan leitaði til suðurs eða lengra til norðurs þá þarf hún að fara lárétt svolítinn spotta og þá er líklegt að fyrirvarinn yrði lengri,“ segir Magnús Tumi. Íbúafundur verður í Laugardalshöllinni í dag þar sem almannavarnir munu upplýsa íbúa Grindavíkur um stöðu mála. Fundurinn hefst klukkan fimm og verður í beinu streymi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að loka. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26. febrúar 2024 08:38 „Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Sérfræðingar Veðurstofunnar og almannavarna hafa á undanförnum dögum lýst yfir miklum áhyggjum af því að eldgos hefjist með nær engum fyrirvara. Veðurstofan telur líklegt að gos hefjist í þessari viku og byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. „Það hefur verið stöðugt landris frá síðasta gosi eins og var fyrir hin gosin. Landið rís jafnt og þétt og núna er það að komast á sama stig, sama kvikusöfnun eins og fyrir hin gosin. Við verðum að reikna með því að það geti gosið í vikunni, það verður að teljast mjög líklegt ef þetta ætlar að hegða sér eins og í síðustu atburðum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Síðustu nætur hefur verið gist í tíu til fimmtán húsum í Grindavík og einnig hafa verið gestir við Svartsengi. Viðvörunarlúðrar í Grindavík og við Bláa lónið verða prófaðir í kvöld og verða þeir notaðir þegar eldgos koma upp í grennd við bæinn og lónið. „Ef fólk er í Grindavík þannig að það er bara tilbúið, með allt pakkað í tösku og hefur varann á, þá getur fólk yfirgefið húsið sitt býsna hratt. Ef fólk vill þá finnst mér að við eigum ekki að banna því það, það á ekki að ráðleggja neinum það og það er algjörlega klárt að börn eiga ekkert erindi í Grindavík,“ segir Magnús Tumi. „Börn verða að geta verið þar sem þau eru örugg og geta leikið sér. Í Grindavík eru nokkur svæði sem eru það sprungin að við getum ekki verið viss um og þau eru alls ekki örugg. Þess vegna eiga börn ekkert erindi þarna inn. Hver svo sem er þarna, Grindavík er ekki staður til að eiga heimili og búa á fyrir fjölskyldur í dag. Það er algjörlega ljóst.“ Lítil sem engin skjálftavirkni hefur verið í kvikuganginum síðustu daga sem Magnús Tumi segir til marks um að greið leið sé fyrir kvikuna upp á yfirborðið og því líklegt að upptök nýs eldgoss verði á svipuðum stað og síðast. „Ef fyrirvarinn verður mjög stuttur er langlíklegast að kvikan sé að fara beint upp og komi þá upp nokkurn vegin á sömu sprungu og síðast. Ef kvikan leitaði til suðurs eða lengra til norðurs þá þarf hún að fara lárétt svolítinn spotta og þá er líklegt að fyrirvarinn yrði lengri,“ segir Magnús Tumi. Íbúafundur verður í Laugardalshöllinni í dag þar sem almannavarnir munu upplýsa íbúa Grindavíkur um stöðu mála. Fundurinn hefst klukkan fimm og verður í beinu streymi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að loka. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26. febrúar 2024 08:38 „Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04
Gervihnattamyndir sýni víðfeðmt landris á Íslandi Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vill að stjórnvöld undirbúi sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna eldgosa á Reykjanesi, meðal annars þá að Reykjanesbraut kunni að loka. Gervihnattamyndir sýna víðfeðmt landris á Íslandi og grunar Þorvald að möttulstrókur undir landinu beri ábyrgð. Sé það rétt geti það bent til aukinnar gosvirkni um land allt. 26. febrúar 2024 08:38
„Akkúrat þessi fyrirvari sem veldur okkur áhyggjum“ „Staðan er bara sú að við deilum áhyggjum Veðurstofunnar yfir því hvað geti gerst á næstu dögum,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna um stöðuna á Reykjanesi. Veðurstofan telur eldgos líklegt í vikunni sem nú fer í hönd og að byrjað gæti að gjósa með innan við hálftíma fyrirvara. 25. febrúar 2024 16:26
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent